Leita í fréttum mbl.is

Heimsmet í lánalækkunum og aðgerðum fyrir heimili?

Undirrituðum barst póstur sem er ljúft að birta í ljósi viðbragða hér við fyrri færslum mínum:

Skuldir voru færðar niður um 211 milljarða á síðasta kjörtímabili.●     74 milljarðar króna voru greiddar í vaxtabætur.Á kjörtímabilinu 2009 til 2013 voru skuldir heimilanna færðar niður um 211 milljarða króna. Til viðbótar voru greiddir út 74 milljarðar í vaxtabætur til heimilanna. Umfang aðgerða til að koma til móts við skuldug heimili var því um 285 milljarðar króna á kjörtímabilinu. Þessar tölur eru allar á verðlagi nóvember 2013 og byggja á svari atvinnu- og nýsköpunarráðherra við fyrirspurn Einars Kristins Guðfinnssonar, þingmanns Sjálfstæðisflokksins, frá 30. nóvember 2012 og tölum úr ríkisreikningi og fjárlögum íslenska ríkisins. 

Umfang aðgerða fyrir skuldug heimili 2009 til 2013 (ma.kr.)

Vaxtabætur74
110% leiðin48
Sértæk skuldaaðlögun8
Endurútreikningur erlendra fasteignalána115
Endurútreikningur erlendra bílalána40
Samtals285

Og þeir sem ætla nú að fara að tala um að það hafi verið fjármálafyrirtækin sem tóku á sig þetta sem og að vegna dómsmála hafi lán verið lækkuð er holt að hugsa um hverjir eiga að borga þessar aðgerðir nú. Jú einmitt sömu aðilar í formi skatta. Sem er fínnt en fyrst þarf nú að ná í þá.  Og eins að vaxtabætur voru jú beint frá Ríkinu.

Segði svo að ekkert hafi verið gert!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sveinn R. Pálsson

Þannig að norræna velferðarstjórnin á metið. Það er furðulegt að menn segi að nú sé umsátrinu um heimilin lokið, þegar verja á miklu minni upphæð í skuldalækkanir en fyrri ríkisstjórn gerði. 

Sveinn R. Pálsson, 2.12.2013 kl. 12:22

2 identicon

Í alvöru Magnús og Sveinn, er ekki bara betra að draga sig í hlé af hófværð heldur að halda áfram að reyna sannfæra sjálfa sig um að síðasta ríkisstjórn hafi staðið sig vel. Því ekki sannfærið þið neina aðra. Eins og sjá má á yfirlitinu var langstærsti hluti lækunarinnar þvinguð fram með dómum. Ríkisstjórnin hélt því blákalt fram fyrir dóma að allsekki væri hægt að fara í niðurfellingar af þessu tagi því þá myndi allt fara á hausinn og tók þar undir með fjármálakerfinu. En svo komu dómarnir og bankarnir heldu áfram að skila gríðarhagnaði og ekki varð þjóðargjaldþrott, ekki frekar en þegar Icesave samningunum var hafnað.

Þæ skuldafellingar sem farið var í á síðasta kjörtímabili var farið í þrátt fyrir andstöðu Jóhönnu og Steingríms. Það þurfti semsagt dóma til.

Stefán Örn valdimarsson (IP-tala skráð) 2.12.2013 kl. 14:19

3 Smámynd: Guðmundur Ingólfsson

Að sjálfsögðu fagna allir ef skuldugir fá aðstoð sérstajlega ef það eru þeir sem þurfa mest á því aqð halda en það sem Magnús setur þarna fram er bara staðreyndir og ekkert til að minnka það sem núverandi stjórn er að gera með 80 miljarða króna stuðningi en eru ekki Sannir Framsóknarmenn aðeins of viðkvæmir ef einhver bendir á veikleika þessarar áætlunar og ráðast þeir ekki gjarnann frekar á manninn frekart en að beita rökum. Heiðarleg gagnrýni studd rökum er bara holl og góð fyrir allar ríkisstjórnir og ef menn vilja endilega bera saman það srm vinstristjórnin gerðu með ríkiskassann galtómann og landið á hausnum eftir Sjálfstæðis/Framsóknarhrunir verða menn að minnsta kosti not éttar tölur eins og Magnús gerir

Guðmundur Ingólfsson, 2.12.2013 kl. 21:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband