Leita í fréttum mbl.is

Frábær síða talsmanns neytenda

Vildi benda fólki á síðu talsmanns neytenda www.tn.is . Hann Gísli Tryggvason er auðsjáanlega kominn á skrið og ýtir við fyrirtækjum alveg villt og galið. M.a. í dag er hann að leggja út af pisli sem hann skrifaði í fyrradag um:

logoÍ pistlinum í talhorninu fjallar talsmaður neytenda, Gísli Tryggvason, um það vandamál þegar hljóm- eða mynddiskar eyðileggjast - ekki síst diskar með barnaefni. Bent er á að þetta sé ekki bara vandamál neytenda enda er „varan“ sem maður kaupir ekki bara diskurinn; hann er bara eins konar fylgihlutur til þess að njóta megi tónlistarinnar eða myndarinnar. Diskurinn er í raun umbúðir og ekki réttmætir hagsmunir fyrirtækja að geta selt nýjan og nýjan disk fyrir þá sem skemmast enda væri þá búið að margborga fyrir afnotaréttinn að sama innihaldinu.

Þarna er hann m.a. að vísa til þess að mest af verðu disks sem maður kaupir er höfundaréttur og afnotaréttur en diskurinn sjálfur og umbúiðir minnsti kosnaður. Og afnotarétturinn sem maður greiðir fyrir er til ótakmarkaðs tíma. Og því leggur hann til að maður geti skilað ónýtum diskum og fengið annann.

Síðan 23. febrúar er hann að kynna beiðni til símafyrirtækja um rökstuðuning fyrir útskriftargjaldi sem legst við öll verð hjá þeim en þar segir Gísli:

23. feb. 2007

Síminn og Vodafone beðin um rökstuðning fyrir útskriftargjaldi


 

Í bréfi til stærstu símafyrirtækja landsins, Símans og Vodafone, er þeim boðið að upplýsa um raunkostnað við útsendingu reikninga í ljósi þess að neytendur eiga rétt á fullri sundurliðun fjarskiptareikninga - endurgjaldslaust.

Í tengslum við meðferð samgöngunefndar Alþingis á frumvarpi til laga um breytingu á lögum um fjarskipti hefur talsmaður neytenda, Gísli Tryggvason, í umsögn til samgöngunefndar ítrekað tillögu í fyrri umsögn til samgönguráðuneytis um drög að sama frumvarpi.

Eins og fram kom í frétt á heimasíðunni í fyrradag felur tillagan í sér að sett verði mörk við kostnaði sem heimilt verði að krefja neytendur um. Er það gert í ljósi þess að neytendur eiga lögum samkvæmt rétt á endurgjaldslausri sundurliðun reikninga frá fjarskiptafyrirtækjum og eftir samþykkt umrædds frumvarps á sú sundurliðun að ná til allra símanúmera og annarrar þjónustu.

Í bréfum til Símans og Vodafone er þeim gefinn rúmlega viku frestur til þess að gera athugasemd við upplýsingar talsmanns neytenda um hver raunkostnaður við útsendingu reikninga er, þ.e. alls að hámarki 105 kr. og er þar rúmt reiknað að mati talsmanns neytenda. Einnig er spurt um raunkostnað fyrirtækjanna sjálfra „við útsendingu reikninga“ og þau gjöld sem fyrirtækin leggja á neytendur vegna sundurliðunar og útsendingar reikninga.

Hvet fólk til að skoða síðunna hans. Tel að þarna fari opinber starfsmaður sem er að vinna vinnunna sína.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband