Leita í fréttum mbl.is

Við hverju bjuggust menn.

IPA styrkir eru til að hjálpa löndum í aðildarviðræðum að uppfæra hjá sér hin ýmsu kerfi til að standast kröfur ESB. Gunnar Bragi hefur farið hamförum í því að tilkynna að Ísland mun ekki í hans tíð sem ráðherra halda áfram viðræðum.  Held að það hefði ekki verið þá vinsælt hjá ESB ríkjunum 28 að eyða hér peningum í uppbyggingu hér í landi sem aldei ætlar inn í ESB á meðan Gunnar ræður! Þetta er svona molbúa hugsunarháttur eins og svo margt annað hjá blessuðum manninum.

Smá viðbót! Kíkti svona á eina ræðu Gunnars Braga 2012. Þá sagði hann m.a. um IPA styrkina: 

Ég fór yfir það í ræðu minni í dag, og við erum að ræða þessa IPA-styrki sem Evrópusambandið stendur að og ætlar að sturta inn í landið 5 þús. milljónum íslenskra króna, að ríkisstjórnarflokkarnir og þeir sem greiddu atkvæði á móti tillögu minni í dag virðast ekki átta sig á því að það er annar meiri hluti í þinginu en fyrir utan þinghúsið því að á milli 60 til 65% landsmanna hafna aðildarferlinu og því að ganga í Evrópusambandið. En ég sagði jafnframt í dag að þó að maður tapi einni orrustu ætlar maður að vinna stríðið. Stríðið verður háð í næstu alþingiskosningum og þá skulum við sjá hvað kemur upp úr atkvæðakössunum því auðvitað gengur þetta ekki svona til lengdar þrátt fyrir að ríkisstjórnin ætli að hanga áfram þessa rúmu 300 daga sem eftir eru.

Og síðar í ræðunni:

Nú með framlagningu þessarar þingsályktunartillögu hafa leiktjöldin fallið vegna þess að hér er um hreina aðlögun að ræða. Það fé sem á að streyma til landsins í formi þessara styrkja á allt að fara í að byggja upp stjórnsýsluna hér á landi þannig að hún verði sem best undir það búin að við Íslendingar, og Ísland sjálft sem þjóðríki, geti orðið aðilar að Evrópusambandinu.


mbl.is Hættir við einhliða og án fyrirvara
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Valur Jensson

Vísast er það ákvæði í rammasamningi íslenzkra stjórnvalda við Evrópusambandið um IPA-styrki, sem ætlað er að undirbúa ríki fyrir inngöngu í sambandið, "að jafnvel þó samningnum verði sagt upp skuli yfirstandandi verkefnum í tengslum við hann halda áfram í samræmi við ákvæði hans þar til þeim er lokið," átt að þjóna því markmiði Evrópusambandsins að geta haldið áfram, þrátt fyrir uppsögn samningsins, að reyna að kaupa Íslendinga til fylgilags með gulli sínu.

Nánar á Moggabloggsíðu minni.

Jón Valur Jensson, 3.12.2013 kl. 20:56

2 identicon

Menn geta haft væntingar og vonir þegar minnið er ekkert.

Ágúst 2013:"Ákvörðun Evrópusambandsins um að hætta við IPA-styrki má skilja sem staðfestingu á því að ekki sé lengur litið á Ísland sem ríki í umsóknarferli. Þetta segir Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra."

 http://www.mbl.is/frettir/innlent/2013/08/18/ekki_litid_a_island_sem_riki_i_umsoknarferli/

http://www.mbl.is/frettir/innlent/2013/08/09/semja_um_ipa_i_haust/

Hábeinn (IP-tala skráð) 4.12.2013 kl. 01:32

3 Smámynd: Jón Valur Jensson

Greinilega hefur verið þrýst á manninn síðan þá.

Eðlilegt má virðast að gruna t.d. sveitarstjórnamenn ýmsa um það, auk annarra og þá helzt beinna hagsmunaaðila með augun rauð eftir erlendu fé.

Jón Valur Jensson, 5.12.2013 kl. 01:16

4 Smámynd: Jón Valur Jensson

PS. Maggi, þú ert ekki "Evrópusinni" (þótt þú talir á þann veg eins og hlutdræg Rúv-sjónvarpsfréttakona í 10-fréttum kvöldsins), heldur ertu Evrópusambandssinni.

Ábending til þín vegna orðs í hausnum á þessari vefsíðu þinni.

Jón Valur Jensson, 5.12.2013 kl. 01:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband