Leita í fréttum mbl.is

Enn um lánalækkun ríkisstjórnarinnar!

Bjórn Valur skirfar um þessa lánalækkun og segir í fyrirsögn: Svikamyllan

Svo kemur þetta:

Það er smám saman að flettast ofan af svikamyllu stjórnarflokkanna eftir því sem frá líður sýningunni í Hörpu. Hér eru nokkur raunveruleg dæmi um mismunandi áhrif aðgerðanna eftir stöðu fólks og efnahag:

Dæmi 1:
Fjölskylda, hjón með tvö börn, skuldaði 25 m.kr. verðtryggð húsnæðislán. Hún fékk 4 milljónir niðurfelldar í 110% leiðinni á síðasta kjörtímabili og sérstakar vaxtabætur líka og fær því ekkert í aðgerðunum núna þar sem sú leiðrétting er dregin frá og er yfir 4 m.kr. hámarkinu í aðgerðunum núna. Samanlagðar mánaðartekjur þessarar fjölskyldu eru 550 þúsund krónur (bæði í kennslu) sem bendir til þess að afar ólíklegt sé að hún geti nýtt sér nokkuð af 70 milljörðunum í gegnum sérstakan viðbótarsparnað.

Dæmi 2:
Fjölskylda, hjón með tvö börn, sem á einbýlishús sem nú er metið á 90 m.kr. og skuldaði 18 m.kr. í verðtryggt húsnæðislán (sem var greitt upp 2011) fær um 3 m.kr. með aðgerðum ríkisstjórnarinnar. Þessi fjölskylda fær svo auðlegðarskattinn felldan niður og ætti því að vera í góðu jólaskapi.

Dæmi 3:
Einstætt foreldri með eitt barn í lítilli íbúð skuldaði 14 m.kr. verðtryggt húsnæðislán, fékk 1,4 milljónir niðurfelldar í 110% leiðinni og einnig sérstakar vaxtabætur upp á 400.000 (2x200.000/hámark). Þetta foreldri fær ekkert af 80 milljörðunum og afar litlar líkur á að geta nýtt sér nokkuð af 70 milljörðunum heldur vegna lágra tekna.

Dæmi 4:
Einstæð móðir með eitt barn keypti íbúð 2006 sem hún seldi 2012, fór á leigumarkaðinn og í háskólanám. Hún fékk ekki eina einustu krónu út úr íbúðinni sem var í raun bara yfirtaka kaupandans á skuldum seljanda. Lánið stóð þá í 21 m.kr. Miðað við boðaðar aðgerðir á hún að fá sérstakt skattaafsláttarkort sem fyrnist á næstu fjórum árum. Hún hefur hins vegar engar tekjur (námsmaður) og borgar því engan skatt. Hún mun þess vegna ekki geta nýtt sér afsláttinn fyrr en að námi loknu (2016) og fær því nánast ekkert út úr aðgerðinni.

Ég hef grun um að sá eini sem átti ekki von á neinu sé sá sem er í dæmi 2 á meðan allir hinir bjuggust við feitum tékka.
Eins og þeim var lofað.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kjartan Sigurgeirsson

Þetta er miklu verri aðgerð en sú sem fyrri ríkisstjórn gerði, eða það að plata fólk til að hanga á húseignum sem það skuldaði ekki nema 110% í til þess eins að bankarnir fengju ekki nokkrum þúsundum fleiri fasteignir í fangið en raun bar vitni.  Þetta var gert með því að telja fólki trú um að það væri ekki svo slæmt að skulda svona lítið meira en verðmæti eignar þeirra var og að það kæmi ef til vill að því einhveratíma að þau eignuðust eitthvað í fasteigninni.

Kjartan Sigurgeirsson, 5.12.2013 kl. 17:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband