Leita í fréttum mbl.is

Er þessi ríkisstjórn ekki í lagi?

Í fréttum á ruv.is má sjá hvernig að ríkisstjórnin ætlar að standa með skuldugustu heimilum en þar er haft eftir Bjarna Ben:

„Það hefur í fjárlagafrumvarpinu ekki verið gengið út frá neinum skerðingum á vaxta og barnabótum, en hins vegar er í umræðu núna í nefndinni að það komi til álita að lækka hámarks vaxta- og barnabætur til þess að skapa um 600 milljóna króna svigrúm fyrir forgang heilbrigðisþjónustunnar.“ 

Þarna er verið að tala um bæði vaxtabætur og barnabætur sem hafa verið tekjutengdar. Þannig þeir sem hafa verið með lægstar tekjur hafa fengið hámarksgreiðslur. Nú er verið að tala um að lækka hámarkið. Hverjum bitnar það á? Jú tekjulágum heimilum. Held að þarna væri þá jafnað út hjá þeim fátækari lækkun greiðslna vegna höfuðstólslækkana á móti lækkun greiðslna í vaxta- og barnabætur.  Þetta væri þá m.a. bein aðgerð gegn einstæðum lágtekju foreldrum. 

Sjá nánar hér


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Þetta er bara í samræmi við stöfnu hrægammaflokkanna sjalla og framsóknar. Lúberja hinn verr stæðu meðan elítan er sett á bótabætur sem aðallega fátækir og sjúkir borga.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 8.12.2013 kl. 14:31

2 Smámynd: Jóhann Elíasson

ÉG HELD AÐ ÞAÐ DYLJIST ENGUM AÐ ÞÚ ERT ALLS EKKI Í LAGI OG ÆTTIR AÐ FARA AÐ LEITA ÞÉR HJÁLPAR.................

Jóhann Elíasson, 8.12.2013 kl. 15:38

3 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Hef ekki áhuga á að veikir menn séu að skrifa hér svo hér með ert þú bannaður Jóhann Elíasson

Magnús Helgi Björgvinsson, 8.12.2013 kl. 16:09

4 identicon

Ríkisstjórnin er að stuðla að því að kenningar Karls Marx rætist.  Hann sagði að í ýktasta kapítalistíska kerfi myndi millistéttin þurrkast út. Eftir stæðu aðeins ofurríkir annars vegar og öreigar hins vegar. Þetta er bara þróunin á Íslandi síðustu árin. "Leiðréttingin" svonefnda rennur að mestu til þeirra sem eru ekki í greiðsluvandræðum fyrir, þannnig að þeir verða ríkari. Öreigastéttin stækkar að sama skapi.

Þjóðólfur (IP-tala skráð) 8.12.2013 kl. 22:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband