Leita í fréttum mbl.is

Lánshæfi banka hækkar vegna óbeinna ábyrgða frá ríkinu

Mér er það þvert um geð þessar nýjustu mataðferði Moodys. Þeir hækka lánshæfismat bankana hér á landi því þeir telja líkur á því að Íslenska ríkið kæmi til með að hlaupa undir bagga ef að bankarnir lentu í alvarlegum erfiðleikum. Mér er ekkert um þetta. Þetta gerðist í Noregi fyrir hva 10 - 15 árum að einhverjir bankar rúlluðu og ríkið hljóp undir til að bjarga inneignum viðskiptavina bankana og um leið þá eignaðist ríkið þessa banka. Mér finnst að þar sem við höfum lækkað verulega skatta á þessa banka og þeir gera margt til að losna við að greiða suma skatta með því að stofna fyrirtæki í skattaparadísum þá eigi þetta bara ekkert að koma til greina. Bankarnir haf nú ekki verið að flýta sér að láta okkur njóta þess að þeir fái lán á bestu kjörum.

En svo er reiknað með að við leysum úr vandræðum sem þeir kunna að koma sér í með einhverjum ofurfjárfestingum eða lánum.

Úr fréttinni

Sérfræðingur í greiningardeild franska bankans Societe Generale í Lundúnum, mælir með því að fjárfestar kaupi skuldabréf íslensku bankanna, „ekki hafa áhyggjur þar sem ríkisstjórnin mun losa bankana úr vandræðum," sagði Suki Mann, sérfræðingur Societe Generale í gær.

Að sögn Suki Mann að með hækkun lánshæfismats íslensku bankanna sé Moody's búið að kasta trúverðugleikanum fyrir róða. Mann segir að þetta veki upp spurningar um hvort þörf sé á starfsemi matsfyrirtækja.

Nigel Myer, sérfræðingur hjá Dresdner Kleinwort í Lundúnum, segir að hækkun lánshæfismats íslensku bankanna veki upp spurningar í huga hans um hvers virði lánshæfismat Moody´s sé. Segir hann að þetta geti dregið úr trúverðugleika Moody's og hvort mark sé takandi á mati frá fyrirtækinu. Ungverska blaðið Budapest Business Journal greinir frá þessu á vef sínum.

Frétt af mbl.is

  Greiningardeildir erlendra banka gagnrýna lánshæfismat Moody's
Viðskipti | mbl.is | 27.2.2007 | 12:13
Mynd 300009 Greiningardeildir Royal Bank of Scotland, Dresdner Kleinwort og Societe Generale gagnrýna þá ákvörðun Moody's að hækka lánshæfismat íslensku viðskiptabankanna á föstudag. Er lánshæfismat íslensku bankanna nú hærra heldur en banka eins og ABN Amro.


mbl.is Greiningardeildir erlendra banka gagnrýna lánshæfismat Moody's
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband