Leita í fréttum mbl.is

"Fyllirísfrétt Fréttablaðsins"

Mannlífssíðan www.mannlif.is er nú heldur betur að lifna við með ýmsum skemmtilegum fréttum og skúbbum. Nú í dag má lesa þetta þar um að það getur verið varasamt að trúa skúbbi sem maður heyrir á Krá og sérstaklega ef það er annar fréttamaður að láta hafa það eftir sér.

Fyllirísfrétt Fréttablaðsins

27 feb. 2007

Smáfrétt í dálknum “Fréttir af fólki” á öftustu opnu Fréttalaðsins í dag hefur vakið töluverða athygli enda telst það til ákveðinna nýmæla í blaðamennsku að drykkjugrín nafngreindra einstaklinga á börum borgarinnar sé fréttaefni. En Fréttablaðið upplýsir semsagt að Kastljóssmaðurinn Helgi Seljan hafi talað fjálglega um það á Ölstofunni um helgina að hjónakornin Svanhildur Hólm Valsdóttir og Logi Bergmann Eiðsson hyggðust stofna deild innan Vísindakirkjunnar á Íslandi. Það vantar hins vegar í molann að enginn sem heyrði grínið virðist hafa trúað því nema hinn skúbbgraði Freyr Gígja Gunnarsson, blaðamaðurinn sem kvittar undir fréttina í blaðinu.

Í þessum kúnstuga fréttamola blaðsins segir að Helgi hafi sagt "öllum sem heyra vildu" á Ölstofunni að Logi og Svanhildur væru langt komin í þessum undirbúningi sínum og að Ölstofan væri “einn helsti samkomustaður blaðamanna og eitthvað mun um það að slíkir hafi lagt við eyrun.” Helgi hafi svo aftur á móti verið frekar rislágur á mánudegi þegar hann var inntur frekar eftir þessu þar sem hann hafi spunnið þessa tómu vitleysu upp á staðnum.

 Að sögn viðstaddra var blaðamaður Fréttablaðsins eini fréttamaðurinn sem heyrði söguna. Helgi fabúleraði því vissulega um stofnun Vísindakirkju á Íslandi ásamt Sveini Waage, blaðamanni Mannlífs, en grín þeirra gekk út á það að þeir tveir væru að stofna deild innan Vísindakirkjunnar og Svanhildur og Logi væri í hópi þess góða fólks sem ætlaði að ganga til liðs við þá en alls ekki að þau hjónin væru forkólfarnir.

 Sagan er vissulega góð, væri hún sönn en blaðamaðurinn kokgleypti hana og skrifaði myndarlega frétt um málið þegar hann mætti til vinnu á mánudaginn. Sú vinna var þó öll til einskis þegar hann hafði samband við Helga, eins og sönnum fagmanni sæmir, til þess að fá hann til þess að tjá sig um málið “on record” eins og það er kallað. Kastljóssmaðurinn játaði þá á sig grínið en undraðist um leið að nokkur skyldi hafa tekið bullið trúanlegt. Allt virðist þetta þó hafa valdið blaðamanninum skiljanlegum vonbrigðum og í framhaldinu má segja að fjallið hafi tekið jóðsótt og lítil furðufrétt hafi fæðst.

 Fréttapungnum virðist því fyrst og fremst ætlað að gjalda Helga rauðan belg fyrir gráan en mun vart hafa aðrar afleiðingar en þær að fólk sem er í góðum gír á öldurhúsum mun framvegis snarþagna sjái það blaðamenn Fréttablaðsins blaka eyrunum í kallfæri enda ekki allir jafn léttir og Helgi og það þarf ekki að fjölyrða um það að það getur verið grínlaust að sjá fyllirísrugl sitt prentað í 110.000 eintökum


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband