Leita í fréttum mbl.is

Hlutabréfabrask og spákaupmennska eru skrítin fræði

Einn maður talar um hugsanlegan samdrátt í vændum og bara allur heimurinn fer af hjörunum.

Enda eru nokkur atriði sem hafa valdið mér heilabrotum:

  • Verðmæti hlutabréfa. Á þessum mörkuðum finnst mér oft að verðmæti hlutabréfa skrúfast alveg óheyrilega upp. Þau eru kominn oft langt upp fyrir það sem verðmæti fyrirtækis gæti nokkru sinni staðið undir. Og virðist ganga út á að kaupa bréf því það sé nokkuð ljóst að á meðan fyrirtækinum gengur ekki áberandi illa þá verði alltaf einhverjir sem verða tilbúnir að greiða meira fyrir þau þegar einhver frétt kemur frá fyrirtækinum um samning um sölu á afurðum eða kaup á einhverju inn í fyrirtækið. En svo er raunverulegur hagnaður (arður) af fyrirtækinu til eigenda varla til að borga afborganir af lánum sem tekin voru vegna kaupana.
  • Síðan að þeir sem standa í þessu braski með hlutabréf er oftast ungir menn sem í raun hafa enga þekkingu á þessum fyrirtækjum í raun heldu eru settir í þessi viðskipti beint úr skóla. Og oft finnst mér að þeirra leikur sé aðallega að plata aðra sömu gerðar til að greiða meira fyrir þessi bréf.
  • Þá finnast manni þessar sveiflur á mörkuðum oft skrýtnar. T.d. verlsun með olíu. Hversu oft hefur maður ekki heyrt um hækkun á heimsmarkaðsverði vegna frétta um slæma birgðarstöðu í Bandaríkjunum sem breytist mánuði seinna þegar tilkynnt er að hræðsla um birgðastöðu hafi ekki verið rétt.
  • Nú í gær er einn maður að ræða um að það gæti komið  að einhverri kólnun í efnahagslífi Bandaríkjana og allir markaðir bregðast við þessu.
  • Spurning hvort að markaðsmenn stjórni ekki þessari sýningu ekki oft til þess að græða á þessu. Þeir verðfella markaðinn, kaupa bréf og byggja svo upp væntingar aftur.

Eins og sést á ofantöldu þá hef ég ekki mikið vit á þessu. En þessi viðskipti minna mig oft á leik eða spil þar sem menn eru að spila með plat peninga. En reyndin er að þeir eru oft að spila með allan lífeyrissparnað fólks um allan heim sem fela þessum mönnum að annast um hann í hinum ýmsum sjóðum.

Frétt af mbl.is

  Dow Jones hríðfellur: Lækkaði um 500 stig en rétti lítillega úr kútnum
Viðskipti | AP | 27.2.2007 | 21:04
Áhyggjur á Wall Street. Dow Jones-hlutabréfavísitalan á Wall Street hefur hríðfallið í dag og fór niður um rúm 500 stig áður en hún rétti lítillega úr kútnum um hálfri klukkustund fyrir lokun. Lækkunin nam mest 546,02 stigum, eða 4,3%. Skömmu fyrir lokun nam lækkunin 360 stigum, eða 2,85%.


mbl.is Dow Jones hríðfellur: Lækkaði um 500 stig en rétti lítillega úr kútnum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband