Fimmtudagur, 23. janúar 2014
Gagnmerk grein Sigmundar Davíðs frá kosningadegi 27 apríl 2013
Svona í ljósi umræðu í dag um niðurstöður nefndar um afnám verðtryggingar og svo fyrri starfshópa og um leið í ljósi stefnu eða stefnuleysis núverandi stjórnvalda finnst mér rétt að birta hér orðrétta grein sem Sigmundur Davíð skrifaði á kosningadeg fyrir hvað 9 mánuðum. Svona gaman að lesa þetta og bera saman við stöðuna nú. Tekið af http://sigmundurdavid.is/thetta-er-leidin/#more-664
Þetta er leiðin
Sanngjarnt og eðlilegt
Þessar ráðstafanir eru nauðsynlegar en þær eru líka hin eðlilega niðurstaða. Kröfurnar sem nú um ræðir höfðu verið afskrifaðar að mestu og flestir þeirra sem lánuðu bönkunum fjármagn höfðu tekið á sig tapið. Ástæðan fyrir því að verðmæti krafnanna hefur aukist á ný er sú að verið er að innheimta mikið af því sem hafði verið afskrifað. Það er gert m.a. í krafti neyðarlaganna og í skjóli gjaldeyrishafta. Það var því alltaf ljóst að þeim ávinningi yrði að skipta samhliða afnámi haftanna. Einungis þannig er hægt að aflétta höftunum og einungis þannig geta vogunarsjóðirnir innleyst þann gríðarmikla hagnað sem þeir hafa haft af því að innheimta það sem hafði verið afskrifað.
Neyðarlögin vörðu eignir. Þá spurði fáir hvaða sanngirni væri í því að ráðstafa fjármagni úr þrotabúunum til að verja eignir á meðan að þeir sem áttu ekkert, eða voru skuldsettir og áttu minna en ekkert, fengu ekki neitt. Eðlilegt framhald af neyðarlögunum var að huga að hinni hlið eigna, þ.e. skuldunum (og eignunum sem skuldirnar eyddu). Sá sem átti peninga á bankabók fékk það allt bætt. Þeir sem höfðu sett fjármagn sitt í fasteign fengu engar bætur. Það er löngu tímabært að koma til móts við það fólk sem átti eigið fé í eignum sínum, þá sem höguðu sér skynsamlega, þá sem hafa unnið baki brotnu við að standa í skilum og skorið niður í öllum öðrum útgjöldum.
Nú þegar kemur að því að gera upp þrotabúin er hægt að klára það sem hófst með neyðarlögunum. Með því er ekki verið að taka fjármagn af öðrum. Það er verið að bæta það tjón sem leiddi af bankahruninu og aðdraganda þess, rétt eins og eignir þrotabúanna voru notaðar til að bæta tjón sem annars hefði orðið á innistæðum og peningamarkaðssjóðum. Það er sanngjarnt og rökrétt.
Fyrir hverja?
Margir hafa greitt upp lán sín eða endurfjármagnað, sumur tóku ekki lán fyrr en eftir að mestu áhrifin af falli bankanna voru komin fram. Það mun því þurfa að meta hvert tilvik fyrir sig en það verður að gerast samkvæmt almennum reglum á sama hátt og þegar fólk fær bætur vegna ólögmætra gengislána. Í raun verður að nálgast þetta á sama hátt og ef forsendubresturinn (stökkbreytingin sem leiddi af hruninu) hefði reynst ólögmæt. Þá skiptir ekki máli hvenær lánið var tekið eða hvort búið er að greiða það upp.
Réttlæti gagnvart þeim sem skulda gagnast samfélaginu öllu, þar með talið lífeyrissjóðunum og ríkinu, m.a. í gegnum Íbúðalánasjóð. Ef heimilin eru of skuldsett kemst hagkerfið ekki í gang og á því tapa allir.
Þetta leysir ekki vanda allra. Margir munu þurfa sértæk úrræði, bæta þarf stöðu leigjenda til mikilla muna og fjölmargir sem hafa mátt þola óeðlilegar skerðingar, t.d. eldriborgarar og öryrkjar þurfa að fá bót sinna mála. Við munum hafa svigrúm til þess samhliða því að tekið verður á skuldavandanum og almennar aðgerðir til að leysa skuldavandann munu gera samfélagið betur í stakk búið til að skapa verðmætin sem við þurfum á að halda til að standa undir velferð fyrir alla.
Afnám verðtryggingar
Samhliða þessum aðgerðum þarf að koma á heilbrigðara fjármálakerfi þar sem lögmál markaðarins um framboð og eftirspurn fara að virka neytendum í hag. Verðtryggð lán fela raunveruelgan kostnað við lántökuna með því að fresta vaxtagreiðslum þar til á síðari hluta lánstímans. Það þýðir að lánveitendur komast upp með að innheimta hærri vexti en heimilin standa undir. Þótt vextir hækki breytast greiðslur lítið framanaf en sífellt meiri byrði færist aftar á lánstímann þar sem vextirnir liggja á vaxtavöxtum.
Það er ástæðan fyrir því að Íslendingar eru stundum sagðir borga tvær fasteignir á meðan menn borga eina í öðrum löndum. Ef raunverulegur kostnaður við lántökuna sést strax geta lánveitendur ekki lagt á hærri vexti en heimilin standa undir. Auk þess þarf að styrkja samningsstöðu þeirra og verja þau fyrir vaxtahækkunum með innleiðingu lyklalaga.
Verðtrygging launa var afnumin vegna þess að hún þótti ýta undir verðbólgu með víxlverkun launahækkanna og verðbólgu. Á sama hátt er verðtrygging neytendalána nú farin að ýta undir varðbólgu. Verðtryggingin eykur skuldir sem gerir bönkunum kleift að lána meira út og það eykur á verðbólgu. Verðtryggingin tekur líka úr sambandi helsta vopn stjórnvalda í baráttunni við verðbólgu, stýrivexti Seðlabankans. Afnám verðtryggingar af neytendalánum snýst um að koma á heilbrigðara fjármálakerfi og styrkja stöðu neytenda.
Skattar og velferð
Skattkerfið þarf að einfalda og lækka þá skatta sem skapa hvata fyrir fólk til að vinna, hvata fyrir fyrirtækin að fjölg starfsmönnum og hvata til að framleiða meiri verðmæti. Við þurfum að auka verðmætasköpun til að standa undir velferð fyrir alla. Sem betur fer hefur Ísland gríðarleg tækifæri til þess, meiri tækifæri en flest önnur lönd veraldar.
Loks þarf að forgangsraða í þágu heilbrigðisþjónustu og annarra grunnstoða velferðarkerfisins. Tryggja þarf jafnrétti til búsetu með því að bæta helbrigðisþjónustu, öryggi, fjarskipti og samgöngur um allt land. Einungis þannig getum við nýtt til fulls möguleika landsins alla til verðmætasköpunar.
Þetta er einfalt
Ef stjórnvöld taka rökréttar ákvarðanir, skapa stöðugleika og jákvæða hvata í stað neikvæðra hvata og fjárlög eru unnin með hliðsjón af heildarákvörðunum, og langtímaáhrifum munu Íslendingar fljótt upplifa mikla breytingu til batnaðar. Ísland býr yfir nægum auðlindum, framleiðslugetu og þekkingu til að allir geti notið velferðar. Til þess þarf bara skynsemi við stjórn landsins.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 20:34 | Facebook
Nýjustu færslur
- 22.10.2017 Nokkrar staðreyndir um skattaþróun í tíð hægristjórna
- 29.11.2016 Auðvita er leiðiinlegt að fyrirtækið skuli vera lent í þessu!...
- 7.11.2016 Á meðan að almenningur almennt á ekki kost á svona fyrirkomul...
- 6.11.2016 Garðabær er nú ekki til fyrirmyndar í málefnum þeirra sem þur...
- 1.11.2016 Halló er ekki allt í lagi á Mogganum?
- 30.10.2016 En jafnaðarmennskan hverfur ekkert!
- 29.10.2016 Hönd flokksins
- 29.10.2016 Þetta á erindi við kjósendur
Eldri færslur
- Október 2017
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
- Júlí 2006
- Júní 2006
- Maí 2006
- Apríl 2006
- Mars 2006
- Febrúar 2006
Tenglar
ESB
Samfylkingin
Maggi B er flokksbundinn samfylkingarmaður í Samfylkingarfélaginu í Kópavogi
Teljari
Tenging við twitter
Um bloggið
Vettvangur Magga
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 17
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 16
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
RSS-straumar
RSS
Hvað er nýtt
RUV
- Augnablik - sæki gögn...
DV
- Augnablik - sæki gögn...
Visir.is
- Augnablik - sæki gögn...
Pressan
- Augnablik - sæki gögn...
Pressan Kaffistofa
- Augnablik - sæki gögn...
Af Eyjunni fréttir
- Augnablik - sæki gögn...
Bloggvinir
- Ingibjörg Hinriksdóttir
- Guðni Már Henningsson
- Kristbjörg Þórisdóttir
- Kristbjörg Þórisdóttir
- Samfylkingin Norðvesturkjördæmi
- Gísli Tryggvason
- Guðríður Arnardóttir
- Guðmundur Magnússon
- Hlynur Hallsson
- Kristján Pétursson
- Vefritid
- Bjarni Harðarson
- Davíð
- Ólöf Ýrr Atladóttir
- Björn Benedikt Guðnason
- Sigurlín Margrét Sigurðardóttir
- Egill Rúnar Sigurðsson
- Hlynur Halldórsson
- Tómas Þóroddsson
- Adda bloggar
- Killer Joe
- Tíðarandinn.is
- Þórður Steinn Guðmunds
- Kolbrún Jónsdóttir
- íd
- Haukur Nikulásson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Sigfús Þ. Sigmundsson
- Bleika Eldingin
- Sigurður Sigurðsson
- Inga Lára Helgadóttir
- Björn Emil Traustason
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Björn Heiðdal
- krossgata
- Þröstur Friðþjófsson.
- S. Lúther Gestsson
- Sigurjón Sigurðsson
- Guðrún Helgadóttir
- Jón Ragnar Björnsson
- gudni.is
- Jakob Falur Kristinsson
- Sæþór Helgi Jensson
- Bergþóra Árnadóttir - RIP 15.2.48 - 8.3.07
- Félag Ungra Frjálslyndra
- Alfreð Símonarson
- Hlekkur
- Þorsteinn Briem
- Jonni
- Torfusamtökin
- Gulli litli
- Sigurður Sigurðsson
- Helena Sigurbergsdóttir
- Elías Stefáns.
- viddi
- Oddrún
- Jón Gunnar Bjarkan
- Heimir Eyvindarson
- Himmalingur
- Eygló
- Hólmfríður Bjarnadóttir
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Ólafur Ingólfsson
- Rúnar Þór Þórarinsson
- Styrmir Reynisson
- Helga Kristjánsdóttir
- Sæmundur Bjarnason
- Ingimundur Bergmann
- Loftslag.is
- Kjartan Jónsson
- Brattur
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Högni Snær Hauksson
- Jack Daniel's
- Kama Sutra
- Magnús Ragnar (Maggi Raggi).
- Ómar Bjarki Smárason
- Stefán Júlíusson
Athugasemdir
Metnaðarfull og skynsamleg greining og stefna. sem er gott er að sjá að byrjað er á markvissan hátt að framfylgja. Sumt hefur nú þegar verið unnið, byrjað er að taka markviss skref í öðru og ég hef sterkan grun um að ýmislegt sé í pípunum. Loksins er allt á réttri leið.
Stefán Örn valdimarsson (IP-tala skráð) 23.1.2014 kl. 22:49
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.