Leita í fréttum mbl.is

Önnur gagnmerk grein eftir Sigmund Davíð frá því 15 mars á síðsta ári.

Svona i framhaldi af greininni sem ég birti hér í gær er nauðsynlegt að setja þess inn líka. Þetta var sko ekki flólkið í hans huga ( http://sigmundurdavid.is/afnam-og-leidretting-thetta-er-einfalt/)

Afnám og leiðrétting. Þetta er einfalt.

Nú er ýmislegt reynt. Allt í einu var gerð sérstök frétt um það að framsóknarmenn ætluðu ekki að afnema verðtrygginguna afturvirkt. Í fjögur ár höfum við talað um mikilvægi þess að leiðrétta verðtryggð lán. Orðið afnám vísar til einhvers sem menn hætta til framtíðar á meðan leiðrétting vísar til fortíðar. Þetta er ekki flókið en það virðast ekki vera nein takmörk fyrir því hvað reynt er að snúa út úr hlutunum. Verkefnin eru tvíþætt, annars vegar afnám verðtryggingar til framtíðar, hins vegar leiðréttingin.

 

Afnámið

Afnámið verður að framkvæma þannig að fólk með verðtryggð lán geti skipt yfir í óverðtryggð, lántakendum bjóðist stöðugir vextir, áhætta skiptist milli lánveitenda og lántaka þannig að áættunni sé skipt eðlilega. Það er eðlilegt að þeir sem taka lán til að kaupa sér íbúð njóti meiri verndar en fjárfestarnir sem lána, fram til þessa hefur því verið öfugt farið. Loks þarf lögmálið um framboð og eftirspurn að virka neytendum í hag, þ.e. ekki verði hægt að krefjast hærri vaxta en fólk getur staðið undir með því að fela raunverulegan kostnað lánanna.

Leiðréttingin

Leiðréttingin snýst um hinn svo kallaða forsendubrest, þ.e. afleiðingar hinnar ófyrirsjáanlegu verðbólgu sem kom til vegna starfshátta bankanna. Mikilvægt er að tala um leiðréttingu fremur en afturvirkt afnám af tveimur ástæðum. Í fyrsta lagi er það spurning um málnotkun. Orðið afnám vísar til framtíðar. Í öðru lagi er það grundvallaratriði í lagasetningu að lög gilda fram í tímann en ekki aftur í tímann. Það er hins vegar álitamál hvort verðtrygging neytendalána hefur yfir höfuð verið lögmæt undanfarin ár. Við höfum lagt áherslu á að þau mál og önnur mál sem varða hagsmuni heimilanna fái flýtimeðferð í dómskerfinu. Grundvallaratriðið hér er að leiðrétta það tjón sem heimilin hafa tekið á sig vegna verðtryggðra lána.

Ekki flókið

Samhliða afnáminu og leiðréttingunni þarf að bæta kjör fólks með auknum hagvexti og fleiri og betur launuðum störfum.

Þetta er ekki flókið. Það snýst í fyrsta lagi um að taka á hinum uppsafnaða vanda, skuldavandanum sem varð til vegna hrunsins, vandanum sem hefur verið vanræktur undanfarin 4 ár (leiðréttingin). Í öðru lagi snýst þetta um að koma í veg fyrir að samskonar hlutir gerist aftur, tryggja að íslensk heimili búi við eðlileg lánakjör og skipta áhættunni milli lánveitenda og lántaka (afnám verðtryggingar) og í þriðja lagi að tryggja fólki vinnu og betri tekjur svo að það hafi efni á að kaupa sér húsnæði og lifa mannsæmandi lífi á Íslandi.

Þetta er ekki flókið en það verður örugglega allt reynt til að snúa út úr því næstu vikurnar. Það er furðulegt hversu víða birtist þrá um að Framsóknarmenn hverfi frá einbeittum vilja til að koma til móts við íslensk heimili. Þeim sem vilja koma því til leiðar mun ekki verða að ósk sinni.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband