Leita í fréttum mbl.is

Orðsending til Heimssýnar og fleiri afturhaldsafla!

Bara að benda ykkur á þetta lesefni. Og minna ykkur á að barátta ykkar fyrir sérhagsmunum Landbúnaðar og Útgerðamanna á kostanað fjöldans gæti farið að kosta almenning varanlega fátækt til frambúðar: EN endilega lesa þetta:

Ekki svo auðvelt

Jæja, þá er loksins farið að renna upp fyrir mönnum að það er ekki svo auðvelt að afnema verðtrygginguna.  Það sama á við um gjaldeyrishöftin og lágu launin.  Allt er þetta beintengt við gjaldmiðilinn – krónuna.

Krónan er versti óvinur launamannsins – hún þrífst á háum vöxtum og lágum launum.

Spurningin sem þeir lægst launuðu ættu að spyrja er hvað á að gera fyrir þann hóp sem ekki kemst í gegnum greiðslumat á 25 ára lánum og hafa neyðst til að taka 40 ára lán til þess eins að eiga von um að eignast eigið húsnæði.   Greiðslubyrði af verðtryggðu 25 ára láni er 25% hærri en af 40 ára láni.

Þúsundir heimila munu ekki ráða við greiðslubyrði af 25 ára lánum að óbreyttu, en hversu stór er þessi hópur?

Eitt er víst, þessar tillögur munu enn auka vandann á leigumarkaðinum.  Eftirspurn eftir litlum og vel staðsettum íbúðum mun rjúka upp.

Þá munu þessar tillögur auka áhuga manna á evru og ESB aðild enda óvíst að þúsundir kjósenda séu tilbúnir að gefa upp drauminn um eigið húsnæði til þess eins að halda í ónýta krónu.  (tekið að láni héðan: http://blog.pressan.is/andrigeir/2014/01/24/ekki-svo-audvelt/


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Hver á Ísland?

Er það ekki þannig, að sá sem á eitthvað, að sá hinn sami ræður líka yfir eigninni sinni?

Er ekki komið að stóru fréttabombunni, og þó fyrr hefði verið?

Eftir hverju er verið að bíða? Er ekki Ríkisfréttastofnun Íslands skyldug til að upplýsa almenning um staðreyndir og heildarmynd?

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 24.1.2014 kl. 14:30

2 identicon

Hvert ertu eiginlega að fara með þessari athugasemd þinni Anna mín...???...ertu með einhverja stórfrétt..??

Helgi jónsson (IP-tala skráð) 24.1.2014 kl. 14:51

3 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Helgi. Ef ég hefði haft stórfrétt (t.d. frá Þjóðskjalasafni Íslands) um ósamræmið milli orða og verka þeirra sem sagðir eru ráðandi á Íslandi, þá hefði ég ekki spurt.

Því miður er lélegt og ónothæft sannleiks-símasamband til þeirra, sem eiga að gæta raunverulegu neytendaverndarinnar á Íslandi. Og engu líkara en að þar á bæ sé sofið á vaktinni?

Annars þarf ég líklega að fara að passa betur uppá eigin vankanta, og hætta þessu tilgangslausa og órökstudda tuði. Ég hef nefnilega ekki vit á nokkrum sköpuðum hlut, sem raunverulega skiptir máli í samfélagi siðaðra, og gengst fúslega við því.

En RÚV-ið á að hafa mikið vit og ríflega skammtaðan kaupmátt, til að fræða almenning málþófslaust um það, hvernig matsfyrirtæki og fleiri fortíðardraugar haga áfram seglum eftir vildarvina-vindum.

Það er ekki í mínu valdi að gera betur.

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 24.1.2014 kl. 16:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband