Leita í fréttum mbl.is

-"Krónuheilkennið"

Bara benda á þessa röksemdarfærslu Hjálmars Gíslasonar tekið af www.hjalli.com

Krónuheilkennið

  • Það var krónan* sem olli fáránlegu innstreymi fjármagns á bóluárunum (nú “snjóhengjan”)
  • Það var krónan sem gerði íslensku bönkunum kleift að vaxa langt umfram svipaða banka annars staðar í heiminum
  • Það var vegna krónunnar sem sá vöxtur olli kerfisáhættu meðal 300þús manns sem ekki höfðu sér neitt til saka unnið (annað en að vera ekki búin að sjá í gegnum krónuna)
  • Það var krónan sem minnkaði kaupmátt Íslendinga í Hruninu
  • Það er krónan sem þarf að plástra með gjaldeyrishöftum og draga þar með úr tækifærum Íslendinga til þátttöku í alþjóðaviðskiptum og -tækifærum
  • Það er krónan sem þarf að plástra með verðtryggingu og gerir það að verkum að Íslendingum bjóðast ekki og mun ekki bjóðast sambærileg kjör til fjármögnunar húsnæðiskaupa en fólki í nágrannalöndunum.

Samt elska menn krónuna. Hvað er þetta? Eitthvað tilbrigði við Stokkhólmsheilkennið?

Og svo þetta sé nú ekki bara kvart og kvein án þess að leggja til lausnir, er best að ég vitni af hógværð í 2 árum yngri sjálfan mig:

Þetta er mikilvægasta mál íslensks samtíma. Miklu mikilvægara en flestir gera sér grein fyrir,

[...]

Að halda – og halda fram – að aðeins ein leið sé fær og skella sjálfkrafa skollaeyrum við öllum hugmyndum um annað er barnaskapur. Möguleikarnir eru fjölmargir. Viðfangsefnið er að finna þann sem hefur fæsta galla.

Það þarf að fá bestu hagfræðinga og peningamálamenn samtímans til að vega og meta þessa kosti í opnu ferli þar sem jafnframt er lögð áhersla á að útskýra stöðuna, leiðirnar og kosti og galla hverrar um sig á einfaldan og skiljanlegan hátt fyrir almenningi. Jafnframt þarf að tryggja að öllum spurningum og ábendingum sem upp koma sé svarað skýrt og skilmerkilega og þær metnar inn í leiðirnar eftir því sem við á áður en ákvörðun er tekin.

Af gjaldeyrishöftum, dægurþrasi og sandkassapólitík, 12. apríl 2012

* Krónan er hér í merkingunni íslenska krónan með því peningastjórnunakerfi sem komið var á laggirnar 2001 og hefur ekki verið breytt í neinum grundvallaratriðum að öðru leyti en að bæta við gjaldeyrishöftum.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Ég kann ekkert á Seðlabanka Íslands.

En ég var einu sinni svo barnaleg að trúa því, að lög og reglur Íslands og annarra landa væru siðmenntað stjórntæki gjaldmiðla, og að myndin á seðlunum innistæðulausu og Alþjóðabanka-tölvuútprentuðu væru stjórntækið.

Því miður hef ég engar gráður né há-menntun til að útskýra þetta sjónarmið mitt á skiljanlegu mannamáli. Ég vil heldur halda í barnaskapinn, heldur en að taka þátt í leikriti sem ekki stenst mína samviskusamlegu skoðun.

Semsagt, ég er alveg ómöguleg til að tjá mig um mál þeirra fullorðnu og há-menntuðu. Það verður bara að hafa það þótt maður passi ekki inn í rammann. Það eru nógu margir aðrir sem passa vel inn í rammann. Enginn skortur á rammaskoðunum þeirra fullorðnu í samfélagi siðaðra.

Það var nú ekki mikið gagn að þessari gagnrýni minni :(

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 24.1.2014 kl. 17:08

2 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

...Alþjóðabanka-tölvuútprentuðu væru ekki stjórntækið...

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 24.1.2014 kl. 17:10

3 identicon

Þetta er algjörlega ónýt röksemdarfærsla að kenna krónunni um, eða hvers vegna gerðist ekkert þessu líkt þau 137 ár sem krónan hafði veri hér fram að hruni?    (viti menn sjö árum seinna gaus í Vestmannaeyjum) 

          Krónan var bersýnilega hluti af þessu ferli en það voru t.d. bankarnir líka. Eigum við þá ekki með sömu rökum að hætta að vera með banka?

Það að telja krónuna vera sökudólg hrunsins er miklu fremur hið rétt nefnda "krónuheilkenni" 

Bjarni Gunnlaugur (IP-tala skráð) 24.1.2014 kl. 22:50

4 identicon

Það sem skeði hér en ekki annarstaðar er að bankahrun orsakaði að gjaldmiðillinn hrundi og þarmeð heimilin. Annarstaðar hrundu bankar en kaupmáttur launa hélst, vextir lækkuðu og lán heimila hækkuðu ekki.

Þetta hrun varð ekki vegna krónunnar, þó mörg fyrri hrun megi rekja til hennar, en afleiðingarnar á lífskjör almennings skrifast nær eingöngu á gjaldmiðil sem þolir engin áföll og fellur eins og visið strá undan minnsta andblæ. 

Oddur zz (IP-tala skráð) 25.1.2014 kl. 16:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband