Sunnudagur, 26. janúar 2014
Í ljósi frétta af ummælum Sigmundar er rétt að vísa í þessa frétt.
Af dv.is
Fjórtán milljarða frískuldamark hefði dugað
Frískuldamarkið óþarflega hátt fyrir minnstu fjármálafyrirtækin08:00 26. janúar 2014Til að undanskilja lítil fjármálafyrirtæki hefði verið nóg að setja fjórtán milljarða frískuldamark vegna sérstaks skatts á fjármálafyrirtæki, sem í daglegu tali er kallaður bankaskattur. Þess í stað var samþykkt að setja frískuldamarkið í 50 milljarða króna en það veitir MP banka, minnsta viðskiptabankanum, verulegan afslátt af greiðslum sem annars hefðu verið inntar af bankanum vegna bankaskattsins.
DV kannaði skuldastöðu viðskiptabanka, sparisjóða og lánafyrirtækja sem lúta eftirliti Fjármálaeftirlitsins og reiknaði út frá heildarskuldum hvers aðila eins og þær birtast í síðasta birta ársreikningi hvað fyrirtækin hefðu borgað með og án frískuldamarksins.
Sparisjóðirnir langt frá markinu
Aðeins viðskiptabankarnir fjórir skulda umfram 50 milljarða frískuldamarkið sem skilgreint er í lögunum. Sjö sparisjóðir sem DV kannaði skulda allir miklu minna en 50 milljarða og eru því langt frá markinu. Enginn þeirra kemur til með að borga bankaskatt í ár vegna marksins. Samkvæmt yfirlitinu er það Sparisjóður Vestmannaeyja sem skuldar mest sparisjóða, með skuldir upp á 11,8 milljarða króna. Hefði frískuldamarkið ekki komið til hefði sparisjóðurinn þurft að greiða sjötíu milljónir króna í sérstakan bankaskatt, langmest allra sparisjóða.
Svo bendi ég fólki að lesa þetta blogg. Þar sem m.a. segir
En er Frosti Sigurjónsson svo óhefðbundinn þegar betur er að gáð? Hversu hefðbundinn er forsætisráðherrann sjálfur í þessu samhengi?
Hér segir ráðherrann að viðræður standi yfir við kröfuhafa í þrotabú íslensku bankanna. Hér segir ráðherrann hins vegar að það standi ekki til að ræða við kröfuhafana um eitt né neitt.
Hér lýsir ráðherrann því hvernig samningaviðræður við kröfuhafa eigi að skila peningum til að greiða niður húsnæðisskuldir Íslendinga. Ekkert slíkt hefur gerst, heldur stendur til að millifæra skatttekjur til tekjuhæstu heimila landsins í þessum tilgangi.
Hér segir ráðherrann að áætlun um losun gjaldeyrishaftanna verði kynnt í september 2013 og það muni ekki taka langan tíma að klára verkið. Hér segir hann hins vegar frá því að þetta muni bæði taka stuttan tíma og langan (!).
Hér segir ráðherrann frá því hvað það er einfalt að afnema verðtryggingu á lánum og framsóknarflokkurinn muni ekki taka sæti í ríkisstjórn sem ekki afnemi verðtrygginguna. Ekkert slíkt er að gerast, þvert á móti stendur til að ráðast í aðgerðir sem takmarka aðgengi almennings að lánsfé, sérstaklega þeirra tekjuminni.
Það er af nógu að taka í þessum efnum þessu til viðbótar.
Það getur verið að forsætisráðherra finnist Frosti Sigurjónsson vera óhefðbundinn þingmaður vegna ósannsögli sinnar. En það er ráðherrann líka.
Hitt væri trúverðugri samsæriskenning | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:14 | Facebook
Nýjustu færslur
- 22.10.2017 Nokkrar staðreyndir um skattaþróun í tíð hægristjórna
- 29.11.2016 Auðvita er leiðiinlegt að fyrirtækið skuli vera lent í þessu!...
- 7.11.2016 Á meðan að almenningur almennt á ekki kost á svona fyrirkomul...
- 6.11.2016 Garðabær er nú ekki til fyrirmyndar í málefnum þeirra sem þur...
- 1.11.2016 Halló er ekki allt í lagi á Mogganum?
- 30.10.2016 En jafnaðarmennskan hverfur ekkert!
- 29.10.2016 Hönd flokksins
- 29.10.2016 Þetta á erindi við kjósendur
Eldri færslur
- Október 2017
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
- Júlí 2006
- Júní 2006
- Maí 2006
- Apríl 2006
- Mars 2006
- Febrúar 2006
Tenglar
ESB
Samfylkingin
Maggi B er flokksbundinn samfylkingarmaður í Samfylkingarfélaginu í Kópavogi
Af mbl.is
Innlent
- Andlát: Egill Þór Jónsson
- Hvetja fólk til að huga að niðurföllum
- Veðurspáin mjög slæm: Ökumenn fari varlega
- Gat ekki slökkt á reykskynjara eftir eldamennsku
- Gul viðvörun í gildi: Suðaustan stormur
- Auðlindagjaldið hljómar vel
- Hækkun skilaði sér til bænda
- Segir viðræður við Evrópusambandið pólitíska lygi
Teljari
Tenging við twitter
Um bloggið
Vettvangur Magga
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.12.): 0
- Sl. sólarhring: 9
- Sl. viku: 52
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 51
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
RSS-straumar
RSS
Hvað er nýtt
RUV
- Augnablik - sæki gögn...
DV
- Augnablik - sæki gögn...
Visir.is
- Augnablik - sæki gögn...
Pressan
- Augnablik - sæki gögn...
Pressan Kaffistofa
- Augnablik - sæki gögn...
Af Eyjunni fréttir
- Augnablik - sæki gögn...
Bloggvinir
- Ingibjörg Hinriksdóttir
- Guðni Már Henningsson
- Kristbjörg Þórisdóttir
- Kristbjörg Þórisdóttir
- Samfylkingin Norðvesturkjördæmi
- Gísli Tryggvason
- Guðríður Arnardóttir
- Guðmundur Magnússon
- Hlynur Hallsson
- Kristján Pétursson
- Vefritid
- Bjarni Harðarson
- Davíð
- Ólöf Ýrr Atladóttir
- Björn Benedikt Guðnason
- Sigurlín Margrét Sigurðardóttir
- Egill Rúnar Sigurðsson
- Hlynur Halldórsson
- Tómas Þóroddsson
- Adda bloggar
- Killer Joe
- Tíðarandinn.is
- Þórður Steinn Guðmunds
- Kolbrún Jónsdóttir
- íd
- Haukur Nikulásson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Sigfús Þ. Sigmundsson
- Bleika Eldingin
- Sigurður Sigurðsson
- Inga Lára Helgadóttir
- Björn Emil Traustason
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Björn Heiðdal
- krossgata
- Þröstur Friðþjófsson.
- S. Lúther Gestsson
- Sigurjón Sigurðsson
- Guðrún Helgadóttir
- Jón Ragnar Björnsson
- gudni.is
- Jakob Falur Kristinsson
- Sæþór Helgi Jensson
- Bergþóra Árnadóttir - RIP 15.2.48 - 8.3.07
- Félag Ungra Frjálslyndra
- Alfreð Símonarson
- Hlekkur
- Þorsteinn Briem
- Jonni
- Torfusamtökin
- Gulli litli
- Sigurður Sigurðsson
- Helena Sigurbergsdóttir
- Elías Stefáns.
- viddi
- Oddrún
- Jón Gunnar Bjarkan
- Heimir Eyvindarson
- Himmalingur
- Eygló
- Hólmfríður Bjarnadóttir
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Ólafur Ingólfsson
- Rúnar Þór Þórarinsson
- Styrmir Reynisson
- Helga Kristjánsdóttir
- Sæmundur Bjarnason
- Ingimundur Bergmann
- Loftslag.is
- Kjartan Jónsson
- Brattur
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Högni Snær Hauksson
- Jack Daniel's
- Kama Sutra
- Magnús Ragnar (Maggi Raggi).
- Ómar Bjarki Smárason
- Stefán Júlíusson
Athugasemdir
Árni Páll vildi hafa 50 milljarða frítekjumark.Hann fékk það fyrir hönd Samfylkingarinnar.Ef hann vill einhverja aðra tölu núna á hann að segja það.Ertu að gefa í skyn Magnús að Árni Páll sé einhver bjáni.
Sigurgeir Jónsson, 26.1.2014 kl. 13:39
Staðreyndin er að MP banki mun þurfa að borga hærri bankaskatt eftir þessa breytingu en áður. Það er ekki stór munur, þrjár milljónir, en samt hækkun. Þannig er það bara lygasaga að verið sé að veita MP banka einhverja eftirgjöf, en þessi saga er fundin upp á ekkifréttastofu Stöðvar 2 af Þorbirni Þórðarsyni sem virðist alltaf finna skítalykt af öllu ætli hún sé ekki bara af honum sjálfum... og svo var þessi grútskítuga smjörklípa gripin á lofti af sjálfsögðu engum öðrum en formanni Samfylkingarinnar sem virðist hafa dalað um nokkur stig á greindarkvarðanum ef hann hélt sig komast upp með þessa lygi. Reyndar þá er rannsóknarefni hvort það eru einhver takmörk fyrir því hversu oft Samfylkingarmaður getur tuggið sömu lygina, allavega er ljóst að ef slík takmörk eru til staðar af náttúrunnar hendi þá hefur Árni Páll allavega ekki fundið þau ennþá. Svo er veðmál í gangi um hvenær hann fattar að það er komin 21. öldin og skotgrafarpólitík er ekki bara úrelt í dag heldur litin hornauga víðast í samfélagi manna. Annað veðmál er líka í gangi um hvort það muni samt verða nóg til að Árni Páll hætti þessu, eða hvort hann fer þá að reyna að berjast fyrir að koma skotgrafarpólitík aftur í tísku, og um leið fleiri úreltum hlutum eins og ljósvakanum, flatjarðarkenningunni, hestvögnum, lýsislömpum og evrópskri einokunarverslun.
Guðmundur Ásgeirsson, 26.1.2014 kl. 14:02
Frosta til foráttu fátt
fann Simmi og tók hann í sátt,
því er engin þörf
að þings truflist störf
þó hugsi hann fléttuna upphátt!
http://www.dv.is/frettir/2014/1/25/frosti-leyfir-ser-ad-hugsa-upphatt/
Þjóðólfur í Frekjuskarði (IP-tala skráð) 26.1.2014 kl. 14:03
Ég tek undir með Guðmundi og vil koma á enn einu veðmáli um það hversu oft Samfylkingarmaður getur haft rangt fyrir sér áður en hann hefur vit á því að halda kjafti.
Það er sannarlega rannsóknarefni allavega.
Kannski má klóra út einhvern ESB styrkinn í það?
Jón Steinar Ragnarsson, 27.1.2014 kl. 13:00
Ég held að formaður Samfylkingarinnar sé allra óheiðarlegast stjórnmálamaður sem komist hefur á Alþingi Íslendinga.
Maður hefur aldrei á ævinni horft upp á annan eins viðsnúning hjá einum manni frá einum degi til annars, eftir því sem hentar þann daginn.
Snýst 180 gráður í hverju málinu á fætu öðru, allt eftir því sem hentar niðurgangi þessa manns í fjölmiðlum.
Þetta frítekjumark var alveg ljómandi fínt þegar hann samþykkti það sjálfur í nefndinni, en alveg ómögulegt þegar fjölmiðlar fóru að gagnrýna það.
Þessi maður er svo fullkomlega ómarktækur í allri umræðu og ætti snarlega að finna sér aðra vinnu.
Sigurður (IP-tala skráð) 27.1.2014 kl. 13:07
Bara að benda þér á að Árni hefur ekki í sjálfu sér talað minnst um þetta mál. Það hafa verið fjölmiðlar. Árni var hinsvega að ræða það að það þyrfti að skýra hvernig þessi upphæð 50 milljarðar var fundin út. Hverjir það voru sem komu með upphæðina. Efast um að á einum fundi hafi hann haft möguleika á að finna út hvort viðkomandi upphæð hafi verið heppileg. Eða getað mátað hana við stöðu allra fjármálastofana á landinu. Enda segir hann ekkert um upphæðina nema að meirihluti haf lagt það til. Sbr:
Síðan kom fram í fjölmiðlum að þetta virtist hafa verið sniðið að MP banka um það gat Árni held ég ekkert vitað. Og því eðlilegt að um þetta sé spurt.
Magnús Helgi Björgvinsson, 29.1.2014 kl. 10:53
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.