Mánudagur, 3. febrúar 2014
Aðeins um lífeyrissjóði.
Nú þessa stundina er talað illa um lífeyrissjóði. Það er rætt um þá "fáránlegu kröfu" að þeir séu að meðaltali um 3,5% jákvæða raun ávöxtun. Það er rætt um að það sé fáránlegt að þeir séu jafnvel að skerðingar lífeyris af því að þessi ávöxtun næst ekki. Finnst stundum einsog fólk telji sig hafa greitt hundruð milljónir þarna inn og þessir sjóðir geti bæði tekið á sig minni ávöxtun og/eða hækkað greiðslur úr sjóðunum.
- Fólk gerir sér ekki grein fyrir að nú eru að þiggja ellilifeyrisgreiðslur fólk sem bæði lagði mjög lágar upphæði þarna inn í byrjun sem brunnu upp í verðbólgu frá 1970 til 80. Því lífeyrisgreiðslur hafa ekki alltaf verið 12% og fólk enn lifandi sem var búið að vinna þó nokkuð af sinni vinnuævi áður en það fór að borga í sjóðina.
- Því hefur orðið að bæta þeim ellilífeyrisþegum sem svo var fyrir komið það upp með því að greiða út til þeirra frá Tryggingarstofnun.
- Það sem er vandamálið við það er að kynslóðir sem eru að komast á ellilífeyrisaldur t.d. næstu 10 árin er svo miklu stærri en fyrri. T.d. árgangar 1960 og 61 og ljóst að ef að þær væru ekki búnar að greiða alla sína vinnuævi í lífeyrissjóði þá yrði það ríkinu ofviða að sjá þeim fyrir framfærslu.
- Í dag greiða lífeyrissjóðir um 70 milljarða í ellilífeyrir og Tryggingarstofnun um 50 milljarða.
- Fólk eins og ég sagði hér áður heldur að það hafi borgað hundruð milljarða í lífeyrissjóði en svo er ekki. Kíkjum á þetta dæmi: Hér gegn ég út frá að fólk hafi borgað í 45 ári í sjóðinn og alltaf 12% og er ekkert að horfa í að laun voru hlutfallslega lægri á árum áður og því þær greiðslur í raun verðminni og % af launum hefur ekki alltaf verið 12%
Þarna sést að ef ekki væru raunvextir yrði þetta kerfi fljótt algjörlega gjaldþrota því meðalævi okkar er jú hvað um 80 ár. Og auk þess bætast við allir öryrkjar sem hafa orðið það eftir að þeir hófu vinnu og greiðslur í lífeyrisjóði þeir er tryggð lífeyrir út ævina eða að minnsta kosti fram að 67 ára aldri.
Málið er að ef að lífeyrissjóðir ná ekki jákvæðri ávöxtun þá lenda alveg gríðarlegar upphæðir á okkur skattgreiðendum. því að það sem við leggjum inn dugar ekki okkur til framfærslu ef það ávaxtar sig ekki neitt. Og þá væri sífellt stærri hluti sem þyrfti að koma í gegnumstreymi frá skattgreiðendum. Og þegar stóru árgangarnir koma inn mundum við bara ekkert ráða við þetta. En við sem erum fædd 1961 höfum þó flest greitt í lífeyrissjóð frá upphafi starfsævinar og leggjum því til dágóðan slatta sem hefur líka ávaxtað sig og því verðum við ekki eins þungur baggi á næstu kynslóðum.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 21:54 | Facebook
Nýjustu færslur
- 22.10.2017 Nokkrar staðreyndir um skattaþróun í tíð hægristjórna
- 29.11.2016 Auðvita er leiðiinlegt að fyrirtækið skuli vera lent í þessu!...
- 7.11.2016 Á meðan að almenningur almennt á ekki kost á svona fyrirkomul...
- 6.11.2016 Garðabær er nú ekki til fyrirmyndar í málefnum þeirra sem þur...
- 1.11.2016 Halló er ekki allt í lagi á Mogganum?
- 30.10.2016 En jafnaðarmennskan hverfur ekkert!
- 29.10.2016 Hönd flokksins
- 29.10.2016 Þetta á erindi við kjósendur
Eldri færslur
- Október 2017
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
- Júlí 2006
- Júní 2006
- Maí 2006
- Apríl 2006
- Mars 2006
- Febrúar 2006
Tenglar
ESB
Samfylkingin
Maggi B er flokksbundinn samfylkingarmaður í Samfylkingarfélaginu í Kópavogi
Teljari
Tenging við twitter
Um bloggið
Vettvangur Magga
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.12.): 0
- Sl. sólarhring: 10
- Sl. viku: 52
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 51
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
RSS-straumar
RSS
Hvað er nýtt
RUV
- Augnablik - sæki gögn...
DV
- Augnablik - sæki gögn...
Visir.is
- Augnablik - sæki gögn...
Pressan
- Augnablik - sæki gögn...
Pressan Kaffistofa
- Augnablik - sæki gögn...
Af Eyjunni fréttir
- Augnablik - sæki gögn...
Bloggvinir
- Ingibjörg Hinriksdóttir
- Guðni Már Henningsson
- Kristbjörg Þórisdóttir
- Kristbjörg Þórisdóttir
- Samfylkingin Norðvesturkjördæmi
- Gísli Tryggvason
- Guðríður Arnardóttir
- Guðmundur Magnússon
- Hlynur Hallsson
- Kristján Pétursson
- Vefritid
- Bjarni Harðarson
- Davíð
- Ólöf Ýrr Atladóttir
- Björn Benedikt Guðnason
- Sigurlín Margrét Sigurðardóttir
- Egill Rúnar Sigurðsson
- Hlynur Halldórsson
- Tómas Þóroddsson
- Adda bloggar
- Killer Joe
- Tíðarandinn.is
- Þórður Steinn Guðmunds
- Kolbrún Jónsdóttir
- íd
- Haukur Nikulásson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Sigfús Þ. Sigmundsson
- Bleika Eldingin
- Sigurður Sigurðsson
- Inga Lára Helgadóttir
- Björn Emil Traustason
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Björn Heiðdal
- krossgata
- Þröstur Friðþjófsson.
- S. Lúther Gestsson
- Sigurjón Sigurðsson
- Guðrún Helgadóttir
- Jón Ragnar Björnsson
- gudni.is
- Jakob Falur Kristinsson
- Sæþór Helgi Jensson
- Bergþóra Árnadóttir - RIP 15.2.48 - 8.3.07
- Félag Ungra Frjálslyndra
- Alfreð Símonarson
- Hlekkur
- Þorsteinn Briem
- Jonni
- Torfusamtökin
- Gulli litli
- Sigurður Sigurðsson
- Helena Sigurbergsdóttir
- Elías Stefáns.
- viddi
- Oddrún
- Jón Gunnar Bjarkan
- Heimir Eyvindarson
- Himmalingur
- Eygló
- Hólmfríður Bjarnadóttir
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Ólafur Ingólfsson
- Rúnar Þór Þórarinsson
- Styrmir Reynisson
- Helga Kristjánsdóttir
- Sæmundur Bjarnason
- Ingimundur Bergmann
- Loftslag.is
- Kjartan Jónsson
- Brattur
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Högni Snær Hauksson
- Jack Daniel's
- Kama Sutra
- Magnús Ragnar (Maggi Raggi).
- Ómar Bjarki Smárason
- Stefán Júlíusson
Athugasemdir
Magnús Helgi,vantar ekki inn í þína reikninga framlag vinnuveitandans á móti greiðslu launþegans? Spyr sá sem ekki veit. Ég var í starfi hjá fyrirtæki í Sviss, en framlag fyrirtækisins var í það minnsta helmingi hærra en mín greiðsla. Annars mundi þetta aldrei ganga upp. Þá greiða menn með langskólamenntun eins og í mínu tilfelli, í besta lagi 35 ár í sjóðinn. Frá 30 til 65 ára aldurs. Satt að segja var ég að verða 32 ára þegar ég hóf starf í mínu fagi. Og ástæðan var ekki leti eða seinagangur í námi, þvert á móti.
Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 3.2.2014 kl. 22:42
Það er alveg hægt að óska og vona að allt gangi upp samkvæmt bókinni og ýtrustu bjartsýni, Magnús Helgi. Sé t.d. ekki að þú takir skattgreiðslur inn í dæmið, sem viðkomandi greiðir við útgreiðslu lífeyrisins. Þegar skatturinn hefur verið reiknaður, sýnist mér að útborguð laun eftir skatt sé kr. 185,930,- pr. mánuð. Samkvæmt núverandi skerðingarreglum hvað varðar tekjutryggingu og ellilífeyrir skerðist það upp að kr. 73.þús. á mán. vegna þess hvað þessi maður hefur ,,háar" lífeyrisgreiðslur. Þá stendur ekki mikið eftir af þeirri hörmung. Þetta stórvarasama söfnunarkerfi okkar er að komast í öngstræti á fleiri en einn veg og þjónar illa þeim sem eiga að njóta þess en því betur þeim sem skammta sér laun og áhrif með því að möndla með þessar gífurlegu fjárhæðir sem þarna er um að ræða. Nú eru þessir sjóðir okkar að kaupa sig inn í flest stórfyrirtæki landsins og þar fá þeir sem gæta ,,fjárins" ný tækifæri til að ná sér í aukagreiðslur fyrir stjórnarsetur í þeim og ákveða æðstu stjórnendum þar bónusgreiðslur og himinháa starfslokasamninga, eins og tíðkaðist fyrir hrun.
Þórir Kjartansson, 4.2.2014 kl. 08:42
Þórir lífeyriskerfið var sett upp þar sem fyrirséð er að næstu árum þá verður hópur þeirra sem þyggja lífeyrir svo stór að þjóðin myndi ekki ráða við það. Því var ellilíeyrir frá ríkinu í gegum Tryggingarstofnun alltaf hugsaður þannig að hann myndi með tímanum dragast niður og væri aðeins notaður til að dekka þann hluta hópsins sem á ekki réttindi í lífeyrissjóð eða fá það lágt þar út að þeir nái ekki lágmarksframfærslu. Ef það væru ekki lífeyrissjoðir í dag þá myndu skattgreiðendur þurfa í dag að standa undir um 150 milljörðum í útgreiðslur á hverju ári og sú upphæð færi hækkandi þar sem að t.d. minn árgangur 1961 er meira en helmingi stærri en þeir sem þegar eru farnir að fá útgreiðslur. Og næstu mjög stórir. Sem þýðir að sífellt færrri verða til að bera þessa skatta. En til að fólk fengi hærri útgreiðslur þá þyrfti það skv. dæminu mínu að borga mun meira í þessa sjóði. En ávöxtunin hefur þó tryggt að hægt hefur verið að tryggja nokkurnvegin að þeir sem hafa greitt stöðugt í sjóðina frá upphafi starfsævinar fullar greðslur eru nú á næstu árum að komast á lífeyrisaldur og geta þá reiknað með að fá fast rúm 200 þúsund sem þá börnin okkar og barnabörn þurfa ekki að leggja okkur til. Svo varðandi hvað séu mannsæmandi greiðslur til ellilífeyrisþega er allt annað mál. Sýnist skv. yfirlitum frá móður minni að það sé reiknað með að þeir hafi um 230 þúsund fyrir skatt. Og TR borgi það sem uppá vantar og það verður sjálfsagt svo áfram.
Magnús Helgi Björgvinsson, 4.2.2014 kl. 09:06
Það er mikil rökvilla, Magnús Helgi, sem alltaf er klifað á að ef tekið yrði upp gegnumstreymiskerfi þá myndi það þýða hækkun á sköttum. Menn myndu eftir sem áður greiða þessar 12% lífeyrisgreiðslur, sem rynnu þá beint til þeirra sem væru komnir á lífeyrisaldur. Einfalt og ódýrt kerfi og án allrar taphættu og annarra ókosta, sem núverandi kerfi fylgja. Nú er að koma allt að 120 milljörðum, árlega, bara inn í almennu sameignarsjóðina, á sama tíma og útgreiðslurnar eru ekki nema 65 milljarðar. Þar er mikið borð fyrir báru þó svo að aldurssamsetning þjóðarinnar eigi eitthvað eftir að breytast á næstu árum.
Þórir Kjartansson, 4.2.2014 kl. 11:34
Það "gleymist" að raunveruleg ávöxtun lífeyrissjóðanna undanfarin 10 ár eru 2,4%.
Því ætti að vera fullkomlega rauhæft að lækka ávöxtunarkröfuna um 1,1% án þess að skerða þurfi neitt.
Hagsældaráhrifin fyrir landsmenn yrðu um 25 milljarðar af þessu einu.
Óskar Guðmundsson, 4.2.2014 kl. 16:40
Ekki rétt ef horft er til árana1980 til 2010
Og svo minni ég á að þá væri raun aukning innistæðu hvers og eins hjá lífeyrissjóðum of lág til að tryggja þeim 54 af launum sínum nema í svona 10 ár auk þess sem að lífeyrissjóðir þurfa jú að fjármagna örorkulífeyrir fyrir alla þá sem veikjast og þurfa að hætta á vinnumarkaði. Ef þeir gera það ekki þá erum það við skattgreiðendur sem þurfum að bæta því við okkur með hækkun tekjuskatts verulega. Raks á þetta á facebook frá manni sem þekkir þetta vel:
En um leið segir þetta okkur að það er lífsnauðsyn fyrir lífeyrissjóði að geta fjárfest og ávaxtað sig erlendis þannig að þeir haldi ekki upp vaxtastigi hér. Og til þess þurfum við að losna við gjaldeyrishöft, helst í gær
Magnús Helgi Björgvinsson, 4.2.2014 kl. 17:36
Lífeyrissjóðskerfið er gjörsamlega óhæft, frá öllum sjónarhornum sem ég kem auga á.
Líklega stærstu tryggingarsvik í vestrænu fjármálakerfi! Fé án eftirlits, og aðgengilegt fyrir ræningja!
En, betur sjá augu en auga. Gagnrýni er gagnleg, ef hún er heiðarleg og réttlát.
M.b.kv.
Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 4.2.2014 kl. 19:43
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.