Leita í fréttum mbl.is

Þarna rataðist Vilhjálmi satt orð af vörum.

Aldrei þessu vant er ég sammála Vilhjálmi Egilssyni. Alveg með afbrigðum hvað tímasetning þessara breytinga er slæm. Alveg eins og síðast þegar Framsóknarloforðin koma til framkvæmda. Bendi á fyrri færslu mína um þetta:

Jæja þá fer fasteignamarkaðurinn aftur í sama tryllinginn.

 

Frétt af mbl.is

  Framkvæmdastjóri SA segir hækkun íbúðalána afleik
Viðskipti | mbl.is | 1.3.2007 | 14:17
Mynd 179800 „Félagsmálaráðherra lék mikinn afleik með því að hækka á ný lánshlutfall og fjárhæðamörk hjá Íbúðalánasjóði. Við gerð kjarasamninga þann 22. júní sl. lögðu Samtök atvinnulífsins mikla áherslu á lækkun lánshlutfallsins til þess að stemma stigu við síhækkandi íbúðaverði og tryggja lækkun verðbólgunnar," segir Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins.


mbl.is Framkvæmdastjóri SA segir hækkun íbúðalána afleik
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta er alrangt hjá framkvædastjóranum - og það sem verra er þá veit hann betur - og reyndar er þetta árás SA á landsbyggðina

Vegna þess að brunabótamat skerðir lán Íbúðalánasjóðs  þá eru engin raunveruleg 90% lán veitt á höfuðborgarsvæðinu þar sem markaðsverð er langt yfir brunabótamati. Þá er einungis örlítill hluti íbúða 20 milljónir eða ódýrari - en hámarkslán ÍLS er einungis 18 miljónir.

Ég hef ekki fundið eina einustu fasteignaauglýsingu þar sem íbúð á höfuðborgarsvæðinu gæti fengið 90% lán frá Íbúðalánasjóði vegna takmörkunar brunabótamats.

 Hins vegar skiptir þetta miklu máli fyrir landsbyggðina þar sem fasteignaverð er yfirleitt lægra en brunabótamat.  Þar er hins vegar engin þensla :)

Hrannar Magnússon (IP-tala skráð) 1.3.2007 kl. 14:52

2 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

En ef við miðum við þann skrið sem komst á markaðinn síðast þegar þetta var gert þá má búast við að fasteignaverð komi samt til með að rjúka upp. Sérstaklega þegar á móti kemur lækkun matarverðs. Minni líka á áhrif sem fasteignaverð og byggingarkosnaður hefur á verðbólgu. T.d. var verðbólga 2005 aðeins um 2% ef fasteigna og byggingarkosnaður er tekinn út.

Magnús Helgi Björgvinsson, 1.3.2007 kl. 14:57

3 identicon

Það hafði ekkert með 90% lán Íbúðálánasjóðs að gera - heldur innkomu bankana sem ekki tóku mið af brunabótamati - lánuðu 100% og dældu yfir 300 milljörðum króna inn á markaðinn á örfáum mánuðum

Bankarnir eru nú að lána 30 milljarða á mánuði - ÍLS 3 milljarðar.

 Reyndar átti að fara í 90% í áföngum og sá síðasti um þessar mundir - en offors bankana gekk frá því.

hrannar (IP-tala skráð) 1.3.2007 kl. 15:04

4 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

En þú mátt ekki gleyma að SPRON og Íbúðarlánasjóður eru í samstarfi og SPRON lánar í viðbót við Íbúðalánsjóð. Allar tilslakanir nú á þessum tíma tel ég að sé aðeins til að auka aftur verðbólgu nú. Ég væri alveg opinn fyrir tilslökunum fyrir þá sem eru að kaupa í fyrsta skipti eins og var en ekki að opna á þetta almennt. Brunabótamatið er líka mjög mismunandi eftir íbúðum. Það eru margir sem eru einmitt búinir að ná fram hækkun á þeim.

Magnús Helgi Björgvinsson, 1.3.2007 kl. 15:18

5 identicon

Það eru sömu takmarkanir á brunabótamati í því samstarfi - og heildarhámarkslánið  hækkar nánast ekkert - þar sem SPRON lánar bara að 80%.

Þetta hefur bara engin áhrif á fasteignaverð á höfuðborgarsvæðinu og þal. ekki á verðbólgu.

Má ekki heldur gleyma að aðgerðirnar í sumar þegar hámarkið var lækkað voru tímabundnar - og áttu að ganga til baka þegare efnahagsástand leyfði - sem er núna.

hrannar (IP-tala skráð) 1.3.2007 kl. 15:58

6 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Ok takk fyrir upplýsingarnar. Veit samt ekki hvort það sé rétt hjá þér að ástandið leyfi það núna. Ég get ekki séð að þennsla á markaði út á landi sé nokkru betra en hér. Hækkun á húsnæði þar tikkar inn í vísitöluna líka.

Magnús Helgi Björgvinsson, 1.3.2007 kl. 20:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband