Leita í fréttum mbl.is

Helmingaskipta stjórnin?

Skv! Fréttum á eyjan.is stendur til að fjölga seðlabankastjórum aftur í 3. Og hugsanlega verður Már ráðinn aftur sem einn af 3 seðlabankastjórum. Einhvern vegin rýmar þetta illa við þá stefnu sem stjórnarflokkarnir hafa boðað um ráðdeild í öllum opinberum rekstri.

En hér áður var þetta þannig að Framsókn átti einn Seðlabankastjóra, Sjálfstæðisflokkur annan og svo hinir einn sem þeir skiptu á milli sín! Finnst allt í einu líklegt að það sé að koma upp aftur! Að vildarvinir eða duglegir flokksmenn fái þarna inni bæði sem verðlaun og sem aðhald stjórnvalda við bankann að hann sé ekki að hafa sjálfstæðar skoðanir á málum heldur geri það sem ríkisstjórnin vill. 

Eins fór ég að hugsa í framhaldi af þessu um viðskiptabankana stóru. Nú þegar að stjórnvöld virðast vera að breyta öllu til fyrri tíma þá er ég farinn að velta fyrir mér hvort að nú sé verið að vinna bak við  tjöldin að því að færa útvöldum t.d. bankana! Það er talað um að hugsanlegir samningar við kröfuhafa gangi út á að þeir skilji eftir eignarhluti sína í bönkunum sem eru jú hluti af krónueignum og fái þess í stað að leysa út erlendar eignir þrotabúana sem eru jú um 2000 milljarðar. Og svo á ríkið jú Landsbankann og er farið að heyrast að það eigi að selja hluta hans.  Getur verið að það sé verið að plotta aftur eins og um síðustu Aldarmót að vildarvinir fái þetta allt á silfurfati? Gæti það virkilega verið? Manni finnst einhvern veginn að smátt og smátt sé verið að koma upp þannig stöðu. Báðir flokkarnir séu að vinna að því að koma landinu aftur í eigu vildarvina sinna. Sem eru ekki endilega þeir sem voru mest áberandi síðast enda hafa mestu valdamennirnir yfirleitt passað að þeir séu ekki sérstaklega áberandi. 

Það er eitthvað gruggugt í loftinu


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband