Leita í fréttum mbl.is

Nokkur dæmi um undanþágur og sérlausnir

Eftirfarandi er úr pistli eftir Jón Sigurðsson fyrrverandi formanns Framsóknar á pressunni:

    349. grein Lissabonsáttmálans kveður á um algera sérstöðu í landbúnaði og fiskveiðum á Azoreyjum, Kanaríeyjum, Madeira og fleiri eyjum innan ESB. Megintakmörkunin á algeru sjálfræði og sérstöðu er að eyjarskeggjar mega þá ekki nota þessa aðstöðu og styrki ESB til að flytja afurðir inn á markað ESB á niðursettu verði.

*    Í lokagrein Lissabonsáttmálans er ákvæði sem meinar öðrum en dönskum ríkisborgunum og þeim sem fasta búsetu hafa í landinu að kaupa sér íbúðarhúsnæði, svo sem tómstundahús, í Danmörku.

* Samkvæmt reglum ESB um stöðug hlutföll og nálægðarreglu verða Íslandsmið, ef til aðildar Íslands kæmi, sérstakt fiskveiðistjórnunarsvæði með sérstöku regluverki og engir aðrir en Íslendingar hafa þar veiðirétt. Þá yrði sérstakt svæðisráð skipað hér (RAC).

* Í samningum þeim sem gerðir hafa verið um gjaldmiðlamál er ýmis sérákvæði að finna, sérstaklega varðandi Breta, önnur varðandi Dani, og enn önnur fyrir Svía.

* Í aðildarsamningi Finna eru ákvæði sem heimila þeim miklu meiri aðstoð við innlendan landbúnað en ella tíðkast innan ESB.

* Í aðildarsamningum Svía, Finna og Austurríkismanna eru ákvæði um landbúnað á harðbýlum norðurslóðum og í afskekktum Alpasveitum.

*    Í 2. bókun með aðildarsamningi Finnlands er ákvæði um sérréttindi heimamanna, ,,hembygdsrätt" íbúa á Álandseyjum. Mega útlendingar ekki kaupa þar fasteignir, jarðeignir eða fyrirtæki nema hafa þar fasta búsetu. Þessi ákvæði ganga miklu lengra en reglur okkar um eignarhald í íslenskum sjávarútvegi.

* Sérstök ákvæði gilda um fiskveiðar á miðum umhverfis Hjaltland. Ýmsar takmarkanir gilda þar um aðkomuskip. Hjaltlandsmið eru sérstakt fiskveiðistjórnarsvæði, einnig Írlandsmið, Norðursjór, Eystrasalt, Azoreyjamið, Kanarí- og Madeiramið, og Miðjarðarhaf.

* Í aðildarsamningi Möltu og fylgiskjölum eru ákvæði um sérréttindi heimamanna að því er lýtur að fasteignum, íbúðarhúsnæði og atvinnurekstri. Þar eru einnig ákvæði um sérstaka landhelgi sem nær yfir talsverðan hluta hafsvæðisins í átt til Sikileyjar. Fróðlegt er að skoða viðbæti III.8 og 6. bókun með aðildarsamningi Maltverja.

* Í frumvarpi að aðildarsamningi sem Norðmenn felldu eru ákvæði um að fiskimið suður og suðvestur af Noregi fylgi sameiginlegu fiskveiðistjórnunarsvæði þar, en annað sérstakt norskt fiskveiðistjórnunarsvæði verði norður með Noregsströndum.

* Í fylgiskjali III.A.12 með aðildarsamningi sem Norðmenn felldu eru ákvæði um eignarhald á fiskiskipum.

* Ítalir hafa samþykki ESB fyrir margvíslegum sérreglum um skattamál á tilteknum svæðum á landsbyggðinni. Svipuð dæmi mætti nefna úr fleiri aðildarlöndum.

* Í sérhverjum aðildarsamningi ríkis við ESB eru margvísleg varanleg sérákvæði auk tímabundinna undanþágna. Ákvæði um þjóðtungur og þjóðmenningu eru fróðleg. Áhugaverð lesning er t.d. sérreglur til að tryggja hagsmuni tóbaksframleiðenda í Grikklandi. Þá er mjög fróðlegt að kynna sér reglur um áhrif ,,cofradías" á Spáni en það eru staðarsamtök smábátamanna.

* Nokkrum sinnum hafa orðið árekstrar innan ESB vegna kaupa á mikilvægum fyrirtækjum, svo sem orkuöflunar- og orkudreifingarfyrirtækjum. Spánverjar og Frakkar hafa með árangri bægt þýskum fjárfestum frá slíkum ,,þjóðnauðsynlegum" fyrirtækjum.

*   Loks skal nefna mestu sérlausnina: Í 50. gr. Lissabonsáttmálans hefur hvert aðildarríki fortakslausan einhliða rétt til úrgöngu úr ESB. Tekur úrsögn gildi að tveimur árum liðnum ef ekki næst samkomulag.

Og eins er hér pistill eftir Friðrik Jónsson af eyjunni en hann starfar við Alþjóðabankann

Ég ætla mér að lesa hana alla og viðaukana við tækifæri. Búin að glefsa hér og þar og lesa enska útdráttinn. Fínt stöff (þó mig hafi aðeins klæjað í fingurna að laga sumt af málfarinu í enska textanum).

En það er þetta með að semja eða ekki semja við Evrópusambandið sem ég vildi rétt tæpa á. Aðildarviðræður við ESB eru vissulega aðlögunarviðræður, en þær eru líka samningaviðræður. Um sumt vitum við nokk vel hvað felst í aðild en það eru núansar og smáatriði sem er ekki bara hægt að semja um, heldur verður að semja um.

Því núverandi löggjöf Evrópusambandsins, þessir frægu aquis, eru ekki eins negldir í stein og stundum er gefið í skyn. Innan þeirra eru víddir og breiddir til þess að hjálpa til við að láta Evrópuklæðin passa hverju aðildarríki betur. Svona eins og sama peysan úr H&M getur komið bæði í barnastærðum og fullorðinsstærðum og ýmsum stærðum innan þeirra…!

Og um þetta þarf að semja.

Sumt getur verið á yfirborðinu nokkuð ósveigjanlegt. T.d það að ESB notar metrakerfið. Það skapar ekki sérstakt vandamál fyrir Ísland, enda notum við metrakerfið, en fyrir aðildarríkin Bretland og Írland var það vesen þ.a. samið var um sérlausn.

Aðildarviðræður snúast því þannig m.a. um að máta umsóknarríkið að þeirri löggjöf sem fyrir er. Flest er tekið upp óbreytt, um margt þarf að semja um hvernig hið væntanlega nýja aðildarríki fellur inn í þann sveigjanleika sem núverandi rammi býður upp á, um sumt er beinlínis samið um sérlausnir sem hægt er að hártoga hvort séu tímabundnar eða varanlegar (þær eru líkast bæði – tímabundnar þar til aðildarríkið sem sérlausnin á við ákveður eitthvað annað – semsagt varanlegar ef ekki er áhugi á breytingum…!). Og í undantekningartilfellum er samið beinlínis um undanþágur.

Við aðild þá lýkur ekki þessum samningaviðræðum við ESB. Þær halda áfram og eru „brauð og smér“ sambandsins og aðildarríkja þess –  því lífið innan ESB er ekki saltfiskur, heldur endalausar samningaviðræður.

Samningaviðræður um bæði nýtt og gamalt sem fram fer á vettvangi þeirrar Evrópusamvinnu sem felst í aðild að ESB. Einn gallinn við EES er einmitt að megnið að þeirri eilífu samningavinnu og  -viðræðu um málefni sem tengjast rekstri og viðhaldi EES-samningsins fer einmitt fram á vettvangi ESB. Það fer síðan áfram til EES sem nokkurs konar fait accompli.

Meira að segja í umdeildustu málaflokkunum á Íslandi tengdum hugsanlegri aðild að ESB yrðu samningar í aðildarviðræðum ekki nein endastöð. T.d hvað varðar samninga við þriðju lönd um flökkustofna eins og makríl, yrði eftir aðild Íslands að ESB (að því gefnu að ekki fengist nein sérlausn eða undanþága varðandi samninga við þriðju ríki) fyrst samið innan ESB um annars vegar samningsafstöðu og hins vegar hugsanlega innbyrðisskiptingu, áður en sest yrði að samningaborði með þriðju löndunum, í tilfelli makrílsins Færeyjum og Noregi.

Þ.a. lífið í ESB snýst um endalausa samninga – um smátt og stórt. Þeir stærstu tengjast svo ríkjaráðstefnum eins og þeim sem gengu frá Maastricht og Lissabon sáttmálunum.

ESB er EndalausaSamningaBandalagið.

Sem betur fer, því heimurinn er jú alltaf að breytast og mennirnir með…

 

 


mbl.is Engin afstaða í fjórum köflum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Bættu í könnuna hjá þér Magnús.Þér mun ekki veita af því.Það er búið að slá af aðlögunarviðræður við ESB.Viðræðunum verður formlega slitið af Alþingi innan tíðar.Þar með verður þetta rugl út af borðinu.Og þótt fyrr hefði verið.

Sigurgeir Jónsson, 18.2.2014 kl. 20:28

2 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Haltu svo áfram að horfa á stubuksnasmáhundinn Gísla Martein. Það leynir sér ekki hvert hann er kominn á reiðhjólinu í stuttbuksunum í bleikum sokkum.Verði Samfylkingunni að góðu með stuttbuksnasmáhundinn.

Sigurgeir Jónsson, 18.2.2014 kl. 21:51

3 identicon

Segja má að leiðir Evrópu og Bandaríkjanna hafi skilið hvað atvinnuleysi varðar í kringum árið 2011. Á meðan atvinnuleysi hefur aukist í Evrópu þá hefur jafnt og þétt dregið úr því í Bandaríkjunum. Rekja má tæp 40% af vexti í atvinnuleysi meðal aðildarríkja Evrópusambandsins árin 2009 til 2012 til Spánar, að því er segir í skýrslunni.

Eina ríkið þar sem að verulegu leyti dró úr atvinnuleysi var hins vegar Þýskaland. Atvinnuleysi á Spáni hefur vaxið úr því að vera um 16% í byrjun árs 2009 í um 26% árið 2013. Meira en fimm prósentustiga vöxt mátti einnig sjá í Grikklandi og á Kýpur. Atvinnuleysi hefur aukist meira á evrusvæðinu en í öðrum ríkjum sambandsins, samkvæmt því sem segir í skýrslunni.

Atvinnuleysi ungmenna áhyggjuefni

Atvinnuleysi meðal ungs fólks í Evrópu hefur einmitt verið sérstakt áhyggjuefni. Árið 2012 var atvinnuleysi meðal ungmenna, þ.e. þeirra sem eru yngri en 25 ára, í aðildarríkjum Evrópusambandsins 23%. Atvinnuleysi ungmenna var meira en 25% í þrettán aðildarríkjum Evrópusambandsins og einungis minna en 10% í Þýskalandi, Austurríki og Hollandi.

Árið 2012 var atvinnuleysi ungmenna á Spáni 53%, en 55% í Grikklandi. Atvinnuleysi var einnig mikið í öðrum löndum þar sem hagvöxtur var lítill eins og á Ítalíu, í Portúgal og Slóveníu, eftir því sem fram kemur í skýrslunni.

Í skýrslunni er einnig fjallað um atvinnustig, sem er skilgreint sem hlutfall starfandi manna af fólki á vinnualdri. Þar segir að atvinnustig í Evrópu hafi aukist frá miðjum tíunda áratug síðustu aldar og fram til ársins 2008 þegar það hafi náð hámarki

sæmundur (IP-tala skráð) 18.2.2014 kl. 22:47

4 identicon

He he he...Sigurgeir spældur...

Helgi Jónsson (IP-tala skráð) 19.2.2014 kl. 14:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband