Leita í fréttum mbl.is

Af hverju ég vildi að við sæktum um ESB og gengu þar inn!

Jæja þá virðist vera út séð um að við fáum nokkurntíma að sjá samning við ESB og kjósa um hann. Í því tilefni er rétt að benda á m.a. af hverju ég var á því að við ættum að ganga þarna inn. Það verður víst ekki af því næstu áratugi því ESB kemur ekkert tll með að sætta sig við að hefja þetta aftur eftir að viðræðum verður slitið. Og svo mikið af forpokuðu liði sem hér býr að aldrei yrði samstaða um það aftur sem réttlætti að hefja þessar viðræður aftur.

Nú fyrir það fyrsta þá horfði ég til frændþjóða okkar Svía og Finna. Þegar hrunið varð hjá þeim þá var það eitt það fyrsta sem þeir ákváðu að ganga inn í ESB m.a. til að örva viðskipalífið og fjárfestingar.  Fann þessa töflu í frétt af rannsókn sem Þorvaldur Gylfason gerði varðandi kaupmátt launa sem hluta af landsframleiðslu.

throun_kaupmattar.jpg

Þarna sést þróun kaupmáttar landsframleiðslu hjá frændþjóðum okkar. Finnar og Svíar gengu í ESB 1995. Norðmenn feldu samninginn hvað 51% á móti 49 en fundu síðan endalausa olíu og hafa því orðið ríkasta þjóð í heimi. Danir voru í ESB. Og eins og sjá má hefur kaupmáttur landsframleiðslu aukist frá 1996 jafnt og þétt á meðan að okkar staða hefur nærri setið í stað. Við vorum jú á nærri sama stað og þessar þjóðir 1990. Svo maður spyr hvað hefur breyst. Við höfum jú verið að hrósa okkur af fjölgun Stóriðju, sjálfbærum fiskveiðum og allta það en samt eykst hér kaupmáttur landsframleiðslu á hverja vinnustund varla nokkuð ef við miðum okkur við aðra þjóðir. 

Þetta held ég að sé m.a. draumur fyrir menn sem hafa hér tekjur í erlendum gjaldmiðli eins og útgerðir. Þær m.a. borga hér um 3x lægri laun fyrir fiskvinnslu en nágranaþjóðir okkar og með lágum launum þá kemur líka að fólk vinnu hér miklu meira til að komast af sbr þessa mynd úr sömu frétt.

vinnustundir.jpg

Á þessari mynd sést að við vinnu miklu meira en aðrar nágranaþjóðir en samt hefur stöðugt nú sigið á ógæfu hliðina. 

Auk þessa þá höfum við síðstu 50 ár tekið stærstu framfaraskref í lifkjörum og hagsæld þegar við höfum gengið til samstarfs við aðra en nákvæmlega sömu úrtölu raddir hafa dunið á þjóðinni þá. Bæði þegar við gerðumst aðilar að EFTA og eins varðandi EES. En ekkert af því sem menn sögðu að myndi gerast neikvætt gerðist. Heldur tóku við framfara tímar hér og engir vildu að við hefðum ekki gengið til samstarfs við aðrar þjóðir þá. Nú er staðan sú að all flestar Evrópu þjóðir kjósa að vera í þessu samstarfi og allar í kring um okkur nema Noregur. Og já ekkert bull um Grænland og Færeyjar. Þær eru báðar að töluverðuleiti á framfæri Danmörku sem er jú í ESB. 

En sem sagt nú opnaði sá flokkur [sem ég hélt að yrði skynsamur og frysti þessa viðræður við ESB út kjörtímabilið] á að slíta viðræðum. Þar með verða gjaldeyrishöft, veikur gjaldmiðill og stöðugleiki á þeirra ábyrgð næstu áratugnina því að viðræður við ESB verða ekki mögulegar næstu áratugi eftir að við slítum þeim. 


mbl.is Umsóknin verði dregin til baka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Heimurinn er ekki Finnland og Svíþjóð.í raun eigum við enga samleið með þessum þjóðum hvorki í atvinnulegu né landfræðilegu tilliti.Ef þú heldur að þú sert Finni eða Svíi Magnús og líður illa hér á landi þess vegna, er bara um eitt fyrir þig að gera.Og við erum í raun ekkert meiri Evrópuþjóð hvað snertir menningu, en Ný-sjálendingar.

Sigurgeir Jónsson, 21.2.2014 kl. 17:18

2 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

Þú gleymir að nefna skelfilegt atvinnuleysi sem hefur verið viðvarandi um áratuga skeið í flestum löndum Evrópusambandsins og hvað Evran hefur þar að auki verið mörgum þjóðum mikill myllusteinn um háls og þjakað skattgreiðendur viða og lengi. Við höfum rétt úr kútnum mun fyrr með krónuna góðu og erum orðin með öflugt atvinnulíf og mun minna atvinnuleysi en flestar þjóðir, fyrir utan að þegar það var sem mest hér þá náðum við ekki viðvarandi atvinnuleysi margra Evrópusambandsþjóða um áratugi. 

Landssölumenn í mörgum flokkum tala um svik við stefnu Sjalfstæðisflokksins. Þeir ættu að skoða eftirfarandi því þá verður þeim ljóst að Sjálfstæðisfokkurinn er trúr þeiri breiðfylkingu nærri 1.600 manna sem kemur saman annað hvert ár og markar stefnunaéins og þeim er skylt :

Samkvæmt Skipulagsreglum Sjálfstæðisflokksins þá fer landsfundur með æðsta vald í málefnum flokksins og markar stefnu hans - skýrara getur það varla orðið og liggur stefnan fyrir á veraldarvefnum þar sem allir geta nálgast hana.

Þar er stefna flokksins um aðild að Evrópusambandinu áréttuð á svipaðan hátt og hún hefur verið um áratuga skeið á síðasta landsfundi og þar er einig sérstaklega fjallað um þjóðaratkvæði :

„Evrópa er eitt mikilvægasta markaðs- og menningarsvæði Íslands og því nauðsynlegt að tryggja áfram opinn og frjálsan aðgang að innri markaði Evrópusambandsins svo sem gert er á grundvelli samningsins um Evrópska efnahagssvæðið (EES). Nýta ber þau margvíslegu tækifæri sem samningurinn veitir til að fylgja eftir hagsmunum Íslands gagnvart öðrum ríkjum Evrópu. Landsfundur telur að hagsmunum Íslands sé betur borgið með því að standa fyrir utan Evrópusambandið.

Áréttað er að aðildarviðræðum við ESB verði hætt og þær ekki teknar upp aftur nema að undangenginni þjóðaratkvæðagreiðslu.

Landsfundurinn mótmælir íhlutun sendiherra Evrópusambandsins á Íslandi í stjórnmálaumræðu þjóðarinnar og telur óhæfu að stækkunardeild ESB haldi úti starfsemi hér þar sem lagst er á sveif með einu stjórnmálaafli gegn öðrum.  Evrópusambandinu verði gert að loka kynningarskrifstofu þess hér.“ 

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 21.2.2014 kl. 17:20

3 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Lág laun í fiskvinnslu hér stafar  ekki sís taf því  að samflokksmenn þínir eins og til að mynda Gylfi Arnbjörnsson hafa sagt að það eigi að taka hagnað af útgerðinni í formi skatts í stað þess að láta fiskvinnslufólk njóta hærri launa. Þetta hefur hann margsagt í fjölmiðlum.Lítil framlegð hér er fyrst og fremst hjá ríkinu og í verslun og þjónustsu starfsemi.Eina atvinnugreinin sem skarar fram úr miðað við aðrar þjóðir er sjávarútvegur.En Samfylkingin er staðráðin í að koma honum á framfæri ríkisins eins og er í ESB.

Sigurgeir Jónsson, 21.2.2014 kl. 17:31

4 identicon

Getur verið að vinstrimenn

sé vandamálið stóra?

Að skíta, míga og skrækja í senn

er Samfóanna glóra.

þór (IP-tala skráð) 21.2.2014 kl. 20:07

5 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Ég hef skoðað aðeins með atvinnuleysi. T.d. Spánn. Þar var um 23% atvinnuleysi áður en þeir tóku upp evru. Það minnkað stórum eftir það en jókst svo aftur í hruninu.

En gera menn sér grein hvernig þetta er hér. Þ.e. að í stað atvinnuleysi er krónan látin falla. Og nú eru stórir hópar sem kvarta undan kaupmætti sem dugi ekki til að komast af með.  Í Svíþjóð og Danmörku hefur atvinnuleysi oft verið um 8% en landsframleiðsla þeirra dugar til að meira að segja þeir sem eru atvinnulausir hafa nóg til að lifa sæmilega. 

En ég man hvernig þetta var t.d. fyrir EFTA þarna um 1970. Þegar við þurfum að taka hér inn þúsundir af rússneskum bílum því annars hefðum við ekki getað keypt olíu. Þannig að við seldum þeim fisk og álafossteppi. Og fengum bíla og olíu við áttum engan gjaldeyrir.  Ég man líka þegar að við gerðumst aðiar að báðum þessum samningum og Ragnar Arnalds og fleiri sem við höfum jú heyrt í reglulega núna sögðu að hér myndi Sjávarútvegurinn leggjast eins og hann leggur sig í hendur útlendinga, sem og allar jarðir á Íslandi og núna bættu þeir við að útlendingar myndu stela okunni okkar.  Finnst ekki boðlegt bæði í ljósi reynslunar og bara sæmilega upplýst fólk láti selja sér svona vitleysu. 

Magnús Helgi Björgvinsson, 22.2.2014 kl. 00:10

6 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Þór ef þú hefður ekki hægðir eða þvaglát og getur ekki komið frá þér hljóði ert eitthvað að og þú ættir að leita læknis.

Magnús Helgi Björgvinsson, 22.2.2014 kl. 00:12

7 Smámynd: Gísli Ingvarsson

Ég er sammála því að aðildarumsókn yrði ekki tekið alvarlega hér eftir. Ekki það að einhvern tímann á "Sjálfstæðisframsóknarflokkurinn" eftir að leita eftir aðild og efna til þjóðaratkvæðagreiðslu um málið.

Það er nú einu sinni þannig. En ekki núna. Samfylkingin átti glæpinn. Heiftin of mikil. Seðlabankinn er næstur. Svo Hæstiréttur og svo framvegis. En þetta er náttúrulega engin stjórnmál að haga sér svona og mun ekki gefa neinn hagvöxt.

Þess vegna er stefna ríkisstjórnarinnar stefna stöðnunar sem er sama og afturhvarf til fyrri lífshátta. Það getur vel verið að 68 kynslóðin sætti sig við það, manni sýnist það. Unga fólkið á hinsvegar eftir að segja sitt. Það verður ekki fallegt. Hvert sú orka leitar verður fróðlegt að sjá.

Spurningin er hvers vegna þessi flýtimeðferð á viðræðuslitum? Ég held að Utanríkisráðherra og hans ráðuneyti hafi misst allt goodwill hjá vina og viðskiptaþjóðum í Evrópu. Það er enginn sem vill lengur tala við þetta góða fólk. Trúnaðurinn er ekki lengur til staðar. Þess vegna er þessi bræði. Þetta er ekki sigur. Þetta er fyrsta merki um niðurlægingartímabil í sögu þjóðarinnar. Fyrir þessu standa litlu reiðu og ríku pabbastrákarnir.

Gísli Ingvarsson, 22.2.2014 kl. 00:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband