Leita í fréttum mbl.is

Hér kemur ekki neitt til með að breytast!

Nú er ríkisstjórnin í óða önn að vinna að því að koma upp sama sama skipulagi og sömu stöðu og var hér 2006.  Og það virðist vera að fólk bara sætti sig við það. Afurhaldsöflin hafa tekið hér völdin.

Fólki finnst þá að það sé allt í lagi að við lifum í landi þar sem hrun á kaupmætti verður reglulega

Fólki finnst þá í góðu lagi að vextir á lánum þess komi til með að sveiflast upp og niður um mörg % reglulega.

Fólki finnst í lagi að það geti ekki valið um vörur eftir gæðum og verðum því bannað er að flytja t.d. matvörur hingað til lands nema eitthvað lágmark í mörgum flokkum. 

Fólki finnst í lagi að við verðum að sækja um gjaldeyrir og sýna fram á í hvað við ætlum að nota hann og fáum ekki nema einhverja lágmarks upphæð. 

Fólki finnst í lagi að Íslendingar sem eiga gjaldeyrir erlendis eða hafa þaðan tekjur græði hér á tá og fingri með að fá að kaupa krónur með afslætti. 

Um 1970 þá voru framsýnir menn sem komu okkur í EFTA eftir hörmuleg ár hér eftir hrunið á Síldinni. 

Upp úr 1990 voru líka hér framsýnir menn sem komu okkur í EES. Í báðum þessum tilfellum voru hér menn froðufellandi og skrifuð lærðar greinar og héldur ræður um að hér myndi allt fyllast af erlendum skipum sem myndu veiða allan fiskinn. Hingða kæmu erlendir aðilar og keyptu upp öll fyrirtæki og jarði. Og engar undanþágur myndu halda.  Fólk getu metið hversu áreiðanlegir þessir menn voru í dag! Og þessir menn voru virkir í umræðunni nú um ESB og því miður ólíkt fyrri tímum var komið internet og og margir trúa öllu sem menn segja þar á þess að kynna sér málin.

Held að draumar fólks um að við eigum eftir að græða svo mikið af rafmagni á næstu árum séu ekki vísir. Landsvirkjun er rekin með tapi vegna lágs álverðs. 

Útgerðamenn eru rótlaus stétt og við vitum aldrei hvenær þeir fara héðan með hagnað sinn og fjárfesta honum erlendis.  Nú streyma þeir t.d. til Grænlands með hagnaðinn.

En það sem vantar aðallega er að við vitum hver við erum að stefna. Ekki bara að redda sér út úr hverjum skafli og byrja svo vitleysuna aftur. Þannig vinnur þessi ríkissstjórn. Þ.e. allt skorið niður í fjárlögum en svo farið í allskonar reddingar því þau voru ekki raunhæf.  Hallalaus fjárlög á ég eftir að sjá standast.   Og krónun á ég eftir að sjá stöðuga með lágum vöxtum. Ein stór t.d. framkvæmd rústar henni.  

En verði ykkur að góðu þið viljið engar breytingar kusuð flokka sem stoppuðu Stjórnarskrármálið, nátturvernd hafa þeir verið á móti. Nýjum gjalmiðli er þeir á móti. Sköttum á ríka eru þeir á móti.  Samskipum og samvinnu við aðra eru þeir á móti. Svo það hlýtur að vera gamla einkavina Ísland sem fólk sem kaus þessa flokka vill. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Piratar segja að Samfylkingin hafi stöðvað stjórnarskrármálið.Og piratar segja lika að Samfylkingin hafi klúðrað umsókninni að ESB.Bæði Birgitta og Jón segja þetta.Þú verður að bæta í könnuna Magnús.

Sigurgeir Jónsson, 22.2.2014 kl. 12:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband