Leita í fréttum mbl.is

Óska ríkisstjórninni til hamingju með að hafa vakið almenning!

Það má segja að flumbrugangur ríkisstjórnarinnar við mál síðustu vikna hafi vakið fólk af værum blundi.

Var að fara yfir það í huganum að nær engin mál sem þeir lögðu fram í stjórnarsáttmálanum eru kominn fram enn nema lækkun veiðigjalda og afnám gistináttaskatts. Þannig að ef að hagvöxtur er meiri núna en var fyrir ári þá byggir hann á gjörðum fyrri ríkisstjórna. Því þrátt fyrir fögur fyrirheit og þingályktunartillögur þá er ekkert enn komið til framkvæmda annað sem þeir hafa boðað. Hugsanlega kemur eitthvað í sumar en verður mun minna en þeir boðuðu varðandi verðtryggingu og skuldalækkanir. En sem sagt þeir hafa ekki lokið því.

En nú eru þeir búnir að vekja fólk og það er gott því það verður ýmislegt annað að verja en að aðildarviðræðum verði ekki slitið.

  • Það þarf að verja að hér verði ekki einkavinum færðir bankarnir ef að ríkið kemst að samningum við kröfuhafa.
  • Það þarf að verja að hér verði ekki einkavætt í stórum stíl í heilbrigðiskerfinu.
  • Það verður að verja að Davíð Oddson verði ekki settur yfir Landsvirkjun eins og heyrst hefur.
  • Það þarf að verja að það verði ekki helmingaskiptaregla um ráðningar í helstu stjórnsýslustofnanir hér. Eins og heyrst hefur.
  • Það þarf að verja að ekki verði ákveðnum aðilum eins og bændum og útgerðamönnum verði hyglað á kostnað okkar enn frekar.
Nú er fólk komið með blóðbragð á tunguna og það verður stutt í næstu búsáhaldabyltingu ef að silfurskeiðastrákarnir halda eins og núna í þessari viku að fólk láti bjóða sér hvað sem er.
 
mbl.is Mótmælunum á Austurvelli lokið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Það eru hvað...átta manuðir síðan þessi ríkistjórn tók við völdum og öll loforð Eirra erú í kröftugum farvegi. Hverju bjóstu við MaggI, að allt væri klappað og klárt eftir nokkra mánuði?

Þegar búið verður að rétta hlutina við, ætlar þú þá lika að þakka fyrri ríkistjórn það eins og þú þakkar henni hagvöxtinn?

Síðasta ríkistjórn kom engu í verk á öllu sínu timabili nema að viðhalda hér aðgerðarleysi og stríðsástandi í stjornmálum. Stjornarkreppu óskapnaðar sem lengst af hélst inni á einu atkvæði.

Jú þeirhækkuðu skatta á einstaklinga og fyrirtæki eins og enginn væri morgundagurinn og eyðilögðu alla von um sanngjarna hækkun launa, því það er ekkert eftir til skiptanna.

Nú vilt þú meira ofbeldi og líklega enn eitt valdaránið. Þú ert samkvæmur sjálfum þér þar.

Nú verður hinsvegar loksins friður og þú getur hætt að blogga.

Jón Steinar Ragnarsson, 25.2.2014 kl. 21:43

2 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Sá þröngi minnihluti sem er fylgjandi Evrópusambandsaðild mun nú seint geta talist vera "almenningur" í þessu samhengi.

Það sem er almennt er útbreitt meðal mikils fjölda fólks.

Evrópusambandsaðild er hinsvegar ekki útbreidd skoðun.

Guðmundur Ásgeirsson, 26.2.2014 kl. 00:21

3 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Samfylkingin afhenti einkavinum sínum,kröfuhöfunum Arionbanka og Íslandsbanka og borgaði kröfuhöfunum þrefalt verð fyrir Landsbankann.Samfylkingin hefur erlenda hrægammasjóði að einkavinum.Vonandi verður einhverntíma hægt að draga Samfylkingar-VG liðið fyrir dóm vegna þessa gjörnings þeirra ásamt fleiri hryðuverkum sem þau hafa á samviskunni.

Sigurgeir Jónsson, 26.2.2014 kl. 17:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband