Leita í fréttum mbl.is

Samráð hér, samráð þar, samráð er sennilega allsstaðar.

Ég held að það yrði til mikilla hagsbóta fyrir okkur neytendur ef að samkeppnislög yrðu gerð skilvirkari og samkeppnisstofnun gerð að öflugu eftirliti. Þetta kostar kannski eitthvað í upphafi en kemur okkur til góða í framtíðinni. Hér á landi virðist vera meint ólöglegt samráð á flestum sviðum viðskipta og verslunar. Það þarf að kenna þessum fyrirtækjum að fara að lögum og að þau komist ekki upp með þetta.

Vísir, 02. mar. 2007 13:55

Húsleit hjá öllum ferðaskrifstofum innan SAF

 

Samkeppniseftirlitð gerði í morgun húsleit hjá öllum ferðaskrifstofum sem sem eru innan Samtaka ferðaþjónustunnar, en það eru allar helstu ferðaskrifstofur landsins. Starfsmenn eftirlitsins eru enn á skrifstofunum og hafa starfsmenn ferðaskrifstofunna aðstoðað þá við öflun gagna.

Leitað hefur verið á skrifstofum Ferðaskrifstofu Íslands en undir hana heyra meðal annars Úrval Útsýn og Plúsferðir. Þar fengust þær upplýsingar að starfsmenn eftirlitsins hefðu komið klukkan níu í morgun þegar skrifstofan var opnuð en ekki væri hægt að ná í forsvarsmenn fyrirtækisins.

Þá var einnig leitað á skrifstofum Heimsferða og Terra Nova í Skógarhlíð. Eftir því sem fram kemur í tilkynningu frá Terra Nova og Heimsferðum höfðu starfsmenn Samkeppniseftirlitsins með sér úrskurð þar sem kemur fram að rannsakað sé hvort samráð hafi átt sér stað milli ferðaskrifstofa innan Samtaka ferðaþjónustunnar sem hafi hamlandi áhrif á samkeppni. Hafa þeir skoðað gögn stjórnenda og starfsmanna fyrirtækisins.

Heimsferðir og Terra Nova vísa því alfarið á bug að hafa átt þátt í ólögmætri háttsemi og segjast hafa aðstoðað Samkeppniseftirlitið eftir megni við rannsóknina.

mbl.is Samkeppniseftirlitið rannsakar Heimsferðir og Terra Nova
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Rannsaka ferðaskrifstofur ?????  HALLÓ!!!  Hvar er forgangsröðunin hjá Samkeppniseftirlitinu ????

Það er greinilegt að Andri Már og fyrirtæki hans Heimsferðir/Terra Nova eru farin að taka fullstóran spón úr aski Flugleiðamafíunnar fyrst sigar þarf Samkeppniseftirlitinu á hann.

Hvernig væri að byrja á að athuga eignarhald og samráð milli Flugleiða/Icelandair og Iceland Express ???

Ónefndur (IP-tala skráð) 2.3.2007 kl. 14:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband