Laugardagur, 15. mars 2014
Eva María Jónsdóttir flutti ræðu á Austurvelli í dag
Góðir samborgarar, heiðruðu kjósendur!
Ég er ekki sannfærð um að Evrópusambandið sé staður fyrir Ísland.
En ég er alveg sannfærð um að ég ætti betra með að mynda mér skoðun um þetta stórmál ef ég hefði í höndunum samningsdrög á milli þessa stóra sambands og þessa litla ríkis Íslands.
Ég er líka alveg sannfærð um að þjóðinni sé treystandi til að ganga til atkvæða um í fyrsta lagi að kjósa um framhald viðræðnanna og í öðru lagi að kjósa um hvort Ísland skuli ganga í sambandið eða ekki.
Ég minni á að þjóðir hafa kosið oftar en einu sinni að standa utan við sambandið í þjóðaratkvæðagreiðslu þegar samningur liggur fyrir.
Ég minni líka á að það er hægt að ganga úr Evrópusambandinu.
En ég man ekki eftir neinu ríki sem það hefur gert.
Hér stend ég sem ein undirskrift af rúmlega 50.000.
Sem húsmóðir hef ég lent í ýmsu um dagana: Ég hef farið með börnin mín hingað niður á Austurvöll og mótmælt, við höfum sparkað saman í grindverk og staðið friðsamleg á víxl. En það er nokkuð flókið að útskýra fyrir börnunum hverju verið er að mótmæla. Þá er ágætt að geta sett upp hliðstæðar aðstæður í einni fjölskyldu.
Sýnishorn af ónefndu heimili í gær, föstudagskvöld:
Krakkar, ef þið verðið góð þá megiði velja mynd til að horfa á.
Krakkarnir voru yndisleg, sögðu að ég væri besta mamma í heimi og svo framvegis. Mér fannst ég hafa þau gjörsamlega í vasanum. En þá mundi ég allt í einu, að ég er á móti sjónvarpsglápi. Ég var komin í klemmu, var búin að lofa þeim að þau mættu velja mynd, en hætti svo bara við og sagði þeim að það væri kominn upp ákveðinn uppeldislegur ómöguleiki, með því að leyfa þeim að velja mynd væri ég að ganga gegn mínum skoðunum og þau mættu þar af leiðandi alls ekki velja mynd. Og ekki nóg með það, heldur ætlaði ég að taka sjónvarpið úr sambandi, setja það aftur í kassann sem það kom í og senda það alla leið til Kína.
Krakkarnir voru rosalega ósátt og sögðu þetta ekki réttlátt, því það væri búið að lofa og það mætti ekki svíkja loforð. Ég sagði að þau hefðu misskilið mig, ég hefði ekki meint þetta svona afgerandi, heldur meira bara svona til að fá þau til að segja að ég væri besta mamma í heimi. Væri ég það ekki örugglega áfram?
Á sama hátt má spyrja viljum við endilega styðja áfram ríkisstjórn sem segir eitt og segist svo ætla að gera annað.
Takið eftir því, að það er enn hægt að standa við stór orð.
Hér er verið að mótmæla því sem hvert mannsbarn sér að er óboðleg framkoma valdamestu manna samfélagsins í garð óbreyttra kjósenda.
Það finnst að minnsta kosti rúmlega 50.000 Íslendingum sem skrifuðu undir svohljóðandi yfirlýsingu:
Við undirrituð skorum á Alþingi að leggja til hliðar tillögu til þingsályktunar um að draga til baka umsókn Íslands um aðild að Evrópusambandinu og boða til þjóðaratkvæðagreiðslu. Þar verði spurt:
Vilt þú ljúka aðildarviðræðum við Evrópusambandið, sem hófust með ályktun Alþingis 16. júlí 2009, eða vilt þú slíta þeim?
Þetta er það sem 50.000 manns vilja kjósa um. Við viljum ekki láta bjóða okkur að kjörborði þar sem möguleikarnir eru einhverjir aðrir og leiða til einskiss.
Þessir rúmlega 50.000 íslendingar eru ekki að biðja um að fá að rífa sig upp úr rúmmunum til þess að fá að setja bara einhvern kross í einhvern kassa án þess að niðurstaðan leiði til einhvers. Það væri sóun á mannstundum heillar þjóðar.
Í þeim aðstæðum er hvergi möguleiki til að tjá hug þjóðar sem hugsanlega vill ljúka viðræðum við Evrópusambandið og kjósa síðan aftur um þann samning sem kemur út úr þeim viðræðum. Hugsanlega vill þjóðin það ekki.
Allt tal um ómöguleika er þegar orðið tómt grín. Öllum er sama þó ráðherrar finni fyrir óróleika í stólunum sínum á meðan samninganefnd reynir að fá fram góðan samning fyrir Ísland og Íslendinga í nútíð og framtíð.
Ríkisstjórnir hafa áður verið í ómögulegri stöðu eins og menn hafa bent á.
En það er ekki ómögulegt að skipta um ríkisstjórn. Það er jafnan gert á 4ra ára fresti og jafnvel oftar.
Betra er heilt en illa gróið. Því miður verður sambandið á milli þessarar ríkisstjórnar og kjósenda aldrei meira en gróið úr þessu.
Það verður aldrei heilt aftur.
Það hefði nefnilega verið klókt af þessari ríkisstjórn að standa við þau loforð sem gefin voru fyrir kosningar og taka niðurstöðunni. Það hefði verið eðlilegt og vottur um stærri hug en þann smáa hugarheim sem við höfum fengið óþægilega innsýn í að undanförnu.
Allur sá skottís sem stiginn hefur verið síðustu vikur er álitshnekkir fyrir stjórnvöld en um leið tækifæri til að dansa í takt fyrir okkur hin. Okkur hin sem viljum að menn geri það sem þeir segji og segji það sem þeir meini.
Ég legg til að við segjum saman JÁ 14 sinnum, til marks um samstöðu okkar árið 2014:
Heilindi
Sannsögli
Heiðarleiki
Framtíðarsýn
Bjartsýni
Samstöðu
Vandvirkni
Lýðræði
Vinnusemi
Ósérhlífni
Auðmýkt
Metnaði
Fagmennsku
VIÐ VILJUM KJÓSA!
Takk fyrir samveruna.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 21:27 | Facebook
Nýjustu færslur
- 22.10.2017 Nokkrar staðreyndir um skattaþróun í tíð hægristjórna
- 29.11.2016 Auðvita er leiðiinlegt að fyrirtækið skuli vera lent í þessu!...
- 7.11.2016 Á meðan að almenningur almennt á ekki kost á svona fyrirkomul...
- 6.11.2016 Garðabær er nú ekki til fyrirmyndar í málefnum þeirra sem þur...
- 1.11.2016 Halló er ekki allt í lagi á Mogganum?
- 30.10.2016 En jafnaðarmennskan hverfur ekkert!
- 29.10.2016 Hönd flokksins
- 29.10.2016 Þetta á erindi við kjósendur
Eldri færslur
- Október 2017
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
- Júlí 2006
- Júní 2006
- Maí 2006
- Apríl 2006
- Mars 2006
- Febrúar 2006
Tenglar
ESB
Samfylkingin
Maggi B er flokksbundinn samfylkingarmaður í Samfylkingarfélaginu í Kópavogi
Teljari
Tenging við twitter
Um bloggið
Vettvangur Magga
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 16
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 15
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
RSS-straumar
RSS
Hvað er nýtt
RUV
- Augnablik - sæki gögn...
DV
- Augnablik - sæki gögn...
Visir.is
- Augnablik - sæki gögn...
Pressan
- Augnablik - sæki gögn...
Pressan Kaffistofa
- Augnablik - sæki gögn...
Af Eyjunni fréttir
- Augnablik - sæki gögn...
Bloggvinir
- Ingibjörg Hinriksdóttir
- Guðni Már Henningsson
- Kristbjörg Þórisdóttir
- Kristbjörg Þórisdóttir
- Samfylkingin Norðvesturkjördæmi
- Gísli Tryggvason
- Guðríður Arnardóttir
- Guðmundur Magnússon
- Hlynur Hallsson
- Kristján Pétursson
- Vefritid
- Bjarni Harðarson
- Davíð
- Ólöf Ýrr Atladóttir
- Björn Benedikt Guðnason
- Sigurlín Margrét Sigurðardóttir
- Egill Rúnar Sigurðsson
- Hlynur Halldórsson
- Tómas Þóroddsson
- Adda bloggar
- Killer Joe
- Tíðarandinn.is
- Þórður Steinn Guðmunds
- Kolbrún Jónsdóttir
- íd
- Haukur Nikulásson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Sigfús Þ. Sigmundsson
- Bleika Eldingin
- Sigurður Sigurðsson
- Inga Lára Helgadóttir
- Björn Emil Traustason
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Björn Heiðdal
- krossgata
- Þröstur Friðþjófsson.
- S. Lúther Gestsson
- Sigurjón Sigurðsson
- Guðrún Helgadóttir
- Jón Ragnar Björnsson
- gudni.is
- Jakob Falur Kristinsson
- Sæþór Helgi Jensson
- Bergþóra Árnadóttir - RIP 15.2.48 - 8.3.07
- Félag Ungra Frjálslyndra
- Alfreð Símonarson
- Hlekkur
- Þorsteinn Briem
- Jonni
- Torfusamtökin
- Gulli litli
- Sigurður Sigurðsson
- Helena Sigurbergsdóttir
- Elías Stefáns.
- viddi
- Oddrún
- Jón Gunnar Bjarkan
- Heimir Eyvindarson
- Himmalingur
- Eygló
- Hólmfríður Bjarnadóttir
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Ólafur Ingólfsson
- Rúnar Þór Þórarinsson
- Styrmir Reynisson
- Helga Kristjánsdóttir
- Sæmundur Bjarnason
- Ingimundur Bergmann
- Loftslag.is
- Kjartan Jónsson
- Brattur
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Högni Snær Hauksson
- Jack Daniel's
- Kama Sutra
- Magnús Ragnar (Maggi Raggi).
- Ómar Bjarki Smárason
- Stefán Júlíusson
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.