Leita í fréttum mbl.is

Sé ekki að Gunnar Bragi minnist á tolla!

Í EES samningum sem við erum aðilar er sérákvæði fyrir Ísland! Það gengur út á að við megum banna innflutning á matvælum nema í undantekningartilfellum. Á móti því þá sitjum við uppi með það að allar fullunnar matvörur og fiskur sem við framleiðum lendir í tollum þegar þær eru fluttar til ESB landa.  Þannig t.d. eru bara örlitlir útflutningskvótar sem við höfum. Þetta leiðir til þess að við sendum fiskinn okkar óunnin út í mesta lagi í flökum og svo taka jafnvel Íslensk fyrirtæki í t.d. Bretlandi, Þýskalandi og Frakklandi við þessum vörum og fullvinna þær með þarlendum starfsmönnum. Þetta fer ekki hátt í umræðunni en þannig geri ég ráð fyrir að þúsundir starfa og virðisauki nýtist okkur ekki heldur þeim löndum sem kaupa hráefnið. Eins er þetta með kjöt og mjólkurvörur að við getum takmarkað flutt út þar sem það er kvótar á því áður enn þær eru tollaðar út af mörkuðum.

Svona fyrir ríki sem segist ætla að ná langt með útflutningi á sjávarvörum og landsbúnaðarvöru eru þetta svona dálítil öfugsnúið.  

Það þarf ekki fleiri til að veiða eða vinna þann fisk sem við nú þegar veiðum og eins þá megum við ekkert vinna kjöt eða mjólkurvörur sem við seljum út. það er því ekki alvega augljóst hvernig þetta á að skapa fullt af störfum. 


mbl.is Frelsi í utanríkisviðskiptum mikilægt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband