Leita í fréttum mbl.is

Kostir við aðild að ESB yfirgnæfandi!

Eftirfarandi er bútur úr grein á Evrópublogg.is Þar er verið að vitna í grein sem birtist á Forbes þar sem fjallað er um Bretland og ESB og þá skoðun sumar Íhaldsmanna að Bretland eigi að ganga úr ESB. Þetta á ágætlega líka við um skoðanir ESB andstæðinga hér. En í þessari grein kemur m.a. fram:

Íhaldsmenn þurfa að endurskoða viðhorf sín til Evrópusambandsins og viðurkenna hið augljósa lykilhlutverk sambandsins í því að breiða út frelsi í álfunni,“ segir Forbes


Efnahagslegur ávinningur mun þyngri á metunum en regluverkið

„Efnahagslegur ávinningur af samstarfi Evrópuríkja innan ESB er augljóslega mun þyngri á metunum en sá kostnaður sem fylgir hinu evrópska regluverki. Í dag er Evrópa sameinaður 500 milljóna manna markaður sem byggir á frjálsum viðskiptum og frjálsum fjármagnsflutningum, auk þess sem landamæri eru opin.

Evrópusambandsaðild veitir tryggingu gegn mörgum af verstu birtingarmyndum fyrirgreiðslustjórnmálanna, til dæmis gegn verndarstefnu í viðskiptum. Tollar og kvótar eru óhugsandi innan ESB og það er óhemju erfitt og kostnaðarsamt fyrir áhrifaríka hagsmunahópa í einstökum löndum að þrýsta á um að koma á nýjum viðskiptahindrunum sem gilt geti á öllum innri markaðnum og bitnað á ríkjum utan sambandsins.

Aðild kostar innan við 1% af VLF

Kostnaðurinn við regluverkið og hættan á aukinni miðstýringu verður bókstaflega að engu andspænis ávinningnum af þessu mikla efnahagslega frelsi. Til dæmis meti hugveitan Open Europe [sem áður hefur verið fjallað um á Evrópublogginu] það svo að 100 helstu reglugerðir ESB kosti Bretland um 27 milljarða evra á ári. En ef Bretland gengur úr ESB mundi sá kostnaður ekki hverfa heldur flytjast að langmestu leyti yfir á breska ríkissjóðinn. Jafnvel þótt fallist yrði á vonir hinna bjartsýnustu í hópi breskra fjandmanna ESB um að lækka mætti þennan kostnað um helming er nettókostnaðurinn við það að taka þátt í starfinu innan ESB ekki nema innan við 1% af landsframleiðslu. 1% af landframleiðslu samræmist engan veginn þeirri mynd af stórríki illsku og ofurvalds sem breskir einangrunarsinnar reyni að draga upp í orðræðu sinni um ESB.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Þú ert semsagt að vitna í lofræðu tvitugs gutta, sem Ja Ísland vitnar í á Evrópublogginu af bloggi á Forbes.

Athyglisvert. Það væri óðs manns æði að benda á öll öfugmælin og bullið, en það sýnilegt að það er vandfundið orðið efnið í lofræðurnar. Dmitry Vasishev litli hefur greinilega snert strengí brjósti rökþrota Já manna, semólmir vilja heimfæra glórulausa lofgjörð hans upp á Ísland.

Vá hvað þið eruð orðnir pathetic í örvæntingunni allri. Egið þið enga skömm til?

Ég hvet ykkur til að eyða tímanum betur og kanna hvort þið getið ekki hreppt rýniskýrsluna um sjávarútveginn úr klóm, ESB. Það ætti varla að vera stórmál í ríkjasambandi sem ekki þekkir leyndarhyggju og allt er svo gagnsætt. Leggist nú á sveif með okkur í að ná fram staðreyndum og kynna þær fólk í stað þess að googla eftir delerandi drengjum og óráðshjali þeirra um ágæti sæluríkisins í austri.

Jón Steinar Ragnarsson, 20.3.2014 kl. 22:35

2 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Þið eruð farnir að minna óþægillega á einfeldningana sem þrömmuðu gæsaganginn í forinni hérna niður í kvosinni forðum.

Mikil verður skömm ykkar.

Jón Steinar Ragnarsson, 20.3.2014 kl. 22:44

3 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Öðru vísi mér aður brá. Nú er örvæntingin orðin svo mikil að jafnaðarmennirnir eru farnir að vitna í harðasta málgagn frjálshyggjunnar hér í heimi, máli sínu til fulltyngis. Málgagn, globalismans, banksteranna og fjámálaspekúlantanna. Berja bumbur íhaldsins.

Greinin er annars ákall sett fram til stuðnings viðskiptasamnings milli USA og ESB, sem nýlega sigldi í strand.

Þar eru öfugmæli á við það að ESB hafi lægt öldur þjóðernishreyfinga og að stöðugt meiri samruni sé ekki uppi á borðinu.

Sjálfsagt er ESB himnaríki á jörð fyrir nýfrjálshyggjuna, þar sem bankar eru tryggðir í botn, hvað sem þeir sukka. Skiljanleg ákefð Wall Street og City of London að komast í partíið og ránræðið.

Ertu alveg búinn að söðla um Maggi? Jafnaðarmennskan ekki málið lengur og nýfrjálshyggjan orðin hugmyndafræði þín? Getur kannski hent að þú hafir ekki hugmynd um hvað þú ert að blaðra og linka á? Er hugsanlegt að Já Ísland sé svona skini skroppið líka?

Jón Steinar Ragnarsson, 20.3.2014 kl. 23:13

4 Smámynd: Rafn Guðmundsson

sennilega mikið til í þessari grein úr Forbes. það að nei sinni 'tapi sér' bendir til að hún sé sönn.

Rafn Guðmundsson, 21.3.2014 kl. 00:06

5 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Lestu hana Rafn. Taktu eftir til hverra hún er að höfða. Þú þarft annars ekki að æesa langt til að sjá rangfærslur ar og spekúlasjónirnar undir formerkjum óskhyggju nýfrjálshyggjutappanna með "líklega" og "kannski" sem utgangspunkt.

Það er kannski ofætlun að ætlast til þess af þér svo hlandvitlausum sem þú ert. Það er þó allavega fakta.

Jón Steinar Ragnarsson, 21.3.2014 kl. 00:32

6 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Rétt ábending hjá Rafni.

Ef Andsinni snappar - þá var líklega eitthvað málefnalegt á ferðinni.

Er soldið taktíkin hjá andsinnum. Þeir annaðhvort koma með hrossabresti eða snappa ef málefnalegheit og efnisleg umræða er á ferðinni.

Álíka og forsetinn þegar einræðis- og harðstjórnatilburðir putins eru gagnrýndir málefnalega og efnislega - þá snappar forsetinn alltaf.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 21.3.2014 kl. 02:18

7 identicon

Já, ég hef tekið eftir þessu líka. Því jákvæðari sem staðreyndirnar um ESB eru því meira fara svona rörsýnir andsinnar eins og Jón Steinar á límingunum. Þeir eru duglegir að gagnrýna málefnalega umræðu með alls konar þrugli sem á einmitt ekkert skylt við málefnið. Jón Steinar ... þú ert alveg úti á þekju. Leggðu þig.

Steinþór eldri (IP-tala skráð) 21.3.2014 kl. 05:19

8 identicon

Hér talar rökþrota maður, Jón Steinar Ragnarsson fyrir vonlausum málstað sýnum....ÁFRAM ESB

Helgi Jónsson (IP-tala skráð) 21.3.2014 kl. 13:37

9 Smámynd: Jón Logi Þorsteinsson

Mér sýnist nú ekki rörsýn vera hjá nafna mínum. Og það dæmir sig alltaf sjálft þegar einu andrökin eru með orðakasti á þann veg.
Annars er toppurinn í þessu vöntun á því að skilja eðli fríverslunar milli ríkja. Össur er nú að mæra Íslensk-Japanskan fríverslunarsamning á meðan sá væri ekki geranlegur í ESB. Svo er það vöntunin á því að skilja það, að Bretar eru fjármálahöfuðból Evrópu, og brottför Breta úr ESB væri fyrst og fremst kjaftshögg á....ESB.

Jón Logi Þorsteinsson, 21.3.2014 kl. 20:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband