Leita í fréttum mbl.is

Hvað eru Ísland að gera gagnvart Grænlandi?

Helstu atriði sem móta skoðun fólks gagnvart ESB er hræðslan við að útlendingar komist hér inn í sjávarútvegin og fyrir því höfum við barist í gegnum EFTA og EES samninga og haft sigur.

En hvað erum við að gera í Grænlandi. Nú er komið í ljós að makrílsamningur var gerður án okkar því að við vildum semja um kvóta fyrir okkur og svo að við gætum samið við Grænland og veitt þar umframmagn. Nú eru útgerðir okkar að þyrpast til Grænlands að veiða kvóta þar. Fyrirgefið er það ekki akkúrat það sem við viljum ekki að aðrir geri hér við land. Erum við ekki meistarar í tvöfeldni. Sama erum við að gera við Afríku. Þ.e. í raun að arðræna þessar þjóðir. Við góða fólkið sem heimurinn er að níðast á og svo högum við okkur ekkert betur. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Það er greinilegt að þú ert í Samfylkingunni Magnús, og þú sækir vit þitt þangað.Því miður þá mætti vera meira vit á þeim bæ í flestum málumT.D. sjávarútvegsmálum og ESB málum.Legg til að þú talir við einhverja sem vit hafa á þessum hlutum, t.d.Landsamband smábátaeigenda, eða L.Í.Ú.Eða þá Grænlensku landsstjórnina.Grænland sagði sig úr ESB, sem Smfylkingin og þú, sem sækir vit þitt þangað, þegja yfir.

Sigurgeir Jónsson, 23.3.2014 kl. 17:30

2 identicon

"Sama erum við að gera við Afríku. Þ.e. í raun að arðræna þessar þjóðir."

Ertu með þessu að viðurkenna að í því felist arðrán af hálfu ESB fái aðilar þaðan að komast í veiðar hér við land? 

Bjarni Gunnlaugur (IP-tala skráð) 24.3.2014 kl. 00:03

3 identicon

Ég held að það fari ekkert á milli mála að þú, Magnús, vilt inn í ESB og það virðist alveg sama hvað það mun kostar. Grænlendingar eins og aðrir hafa rétt á að nýta þær auðlyndir sem þeir búa yfir. Nú er Makríll farinn að ganga inn í þeirra lögsögu í miklu magni og því mikilvægt fyrir þá að vinna sér inn hlutdeild í þeirri auðlynd. Eins og er þá hafa þeir ekki úrræðin til þess og hafa þess vegna samið við erlenda aðila og þar á meðal íslendinga að hjálpa sér við það. Vissulega er þetta ávinningur fyrir hinar íslensku útgerðir ( sem fer mjög í taugarnar á ýmsum)en þetta er fyrst og fremst ávinningur fyrir Grænlendinga sem er ástæðan fyrir því að þeir leita eftir þessu. Það er ótrúlegt yfirlæti sem birtist í málflutningi þeirra sem reyna að notfæra sér þessa jákvæðu samvinnu þjóða til að koma áróðri sínum á framfæri og í raun algjörlega órökkréttur málflutningur. Já langt er seilst.

Stefán Örn valdimarsson (IP-tala skráð) 24.3.2014 kl. 10:49

4 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Það er í raun samhengið sem skiptir máli. Að orð og efndir hangi saman. Andsinnar nota yfirleitt rör til að líta á mál.

Samhengið í þessu tilfelli er, að Ísland segir að það hafi ekki viljað fallast á upplegg norðmanna um aukinn heildarkvóta fyrsta árið - en á sama tíma ætlar Ísland að stórauka veiðar á heildarkvóta með því að fara að ryksuga grænlenskan sjó!

Það er þessi hræsni og tvískinnungur sem engu fullvalda vestrænu lýðræðisríki er sæmandi að fara fram með.

Er soldið mikið svona allt hjá framsjöllum og þjóðrembingum.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 24.3.2014 kl. 14:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband