Leita í fréttum mbl.is

Hér með lýsi ég því yfir að ég mun kanna rétt minn varðandi skuldalækkanir sem boðaðar eru!

Nú var ég að hlusta á frétti RUV áðan og þar var Tryggvin Herbertsson að lýsa því yfir að fyrstu aðilar gætu farið að fá lækkanir á lánum sínum í haust. Til þess verða notaðar skatttekjur sem ríkið fær af fjármálafyrirtækjum.  Í framhaldi af þessari frétt fór ég að hugsa:

Nú er ég með verðtryggð lán. Reyndar ekki mjög há en samt. Þau voru upprunalega tekin til að kaupa íbúð sem ég svo missti á verðbólgubáli þarna upp úr 1990 þ.e. þurfti að selja. En sat uppi með lífeyrislán og fleira sem ég tók svo annað lífeyrislán til að greiða upp allar minni skuldir.  

Þessi lán eru verðtryggð og hækkuðu alveg eins og lán þeirra sem voru að kaupa eða borga af íbúðum.  Ég bara get ekki séð að sem þar  ég fæ ekkert tækifæri á að fá þessi lán lækkuð um 13% eða megi borga þau niður með séreignarsparnaði, að farið sé að jafnræðisreglu. Þ.e. að skattfé sé ráðstafað til útvaldra hópa skuldara verðtryggðra lána. Held að það sé þó nokkur hópur sem er með verðtryggð lán sem ekki voru tekin til íbúakaupa. Þannig t.d. veit ég af eldra fólki sem tók verðtryggð lán til þess bara að komast af! Þetta er örugglega ekki stór hópur en er með nær algjörlega sömu tegundir af lífeyrislánum þó þau hafi ekki verið tekin til íbúðakaupa. Og lentu í alveg sama forsendubresti. 

Því er ég kominn að þeirri niðurstöðu að skoða með einhverjum sem þekkir til í lögfræði hvort ekki sé verið að mismuna mér og fleirum í minni stöðu. Ef að verið er að lækka verðtryggð lán einstaklinga er ekki hægt að sætta sig við að allir með sambærileg lán fái ekki sömu afgreiðslu. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sveinn R. Pálsson

Hvað með námslánin, á ekki að "leiðrétta" þau líka?

Sveinn R. Pálsson, 25.3.2014 kl. 00:55

2 identicon

Athyglisvert.

Ég man samt ekki eftir að þú hafir kvartað yfir neinni mismunum þegar síðasta ríkisstjórn kynnti sínar tillögur um skuldalækkanir....

Allavega tilkynntir þú ekkert formlega á bloggi þínu að þú myndir kynna þér rétt þinn þá vegna mismununar...?

Bullukollur.

Sigurður (IP-tala skráð) 25.3.2014 kl. 18:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband