Þriðjudagur, 25. mars 2014
Eitthvað er þetta málum blandið!
Það er eins og Guðlaugur Þór sé að lýsa öðrum fundi en sagt er frá á dv.is. Sbr:
ESB sveigjanlegt í landbúnaðar- og sjávarútvegsmálum
Engin spennutreyja fyrir aðildarríkin, segir fulltrúi framkvæmdastjórnarinnar
Thomas Hagleitner, fulltrúi framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, segir að sameiginleg stefna ESB í landbúnaðar- og sjávarútvegsmálum sé ekki spennitreyja fyrir aðildarríkin 28. Ríkin sem tilheyra ESB séu mörg og mismunandi og aðildarsamningar jafnframt ólíkir.
Þetta kom fram á fundi sameiginlegrar þingmannanefndar Íslands og ESB í Hörpu í dag eftir að Guðlaugur Þór Þórðarson, formaður nefndarinnar og þingmaður Sjálfstæðisflokksins, spurði hvort sá möguleiki væri fyrir hendi að Ísland gengi í ESB án þess að undirgangast sameiginlega stefnu sambandsins á sviði landbúnaðar- og fiskveiða.
Hagleitner sagði að vissulega þyrfti Ísland að undirgangast stefnuna en lagði áherslu á að stefnan væri sveigjanleg og ýmsir möguleikar í stöðunni, enda væru aðstæður aðildarríkja ólíkar.
Þegar málið barst aftur í tal síðar á fundinum fullyrti Hagleitner að hann væri viss um að koma mætti til móts við kröfur Íslands í sjávarútvegs- og landbúnaðarmálum með einum eða öðrum hætti. En til þess þyrfti að leiða aðildarviðræðurnar til lykta og gefa þeim þann tíma sem nauðsynlegur er.
Þvert á sjávarútvegsstefnu ESB | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Nýjustu færslur
- 22.10.2017 Nokkrar staðreyndir um skattaþróun í tíð hægristjórna
- 29.11.2016 Auðvita er leiðiinlegt að fyrirtækið skuli vera lent í þessu!...
- 7.11.2016 Á meðan að almenningur almennt á ekki kost á svona fyrirkomul...
- 6.11.2016 Garðabær er nú ekki til fyrirmyndar í málefnum þeirra sem þur...
- 1.11.2016 Halló er ekki allt í lagi á Mogganum?
- 30.10.2016 En jafnaðarmennskan hverfur ekkert!
- 29.10.2016 Hönd flokksins
- 29.10.2016 Þetta á erindi við kjósendur
Eldri færslur
- Október 2017
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
- Júlí 2006
- Júní 2006
- Maí 2006
- Apríl 2006
- Mars 2006
- Febrúar 2006
Tenglar
ESB
Samfylkingin
Maggi B er flokksbundinn samfylkingarmaður í Samfylkingarfélaginu í Kópavogi
Teljari
Tenging við twitter
Um bloggið
Vettvangur Magga
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (15.11.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 14
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 13
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
RSS-straumar
RSS
Hvað er nýtt
RUV
- Augnablik - sæki gögn...
DV
- Augnablik - sæki gögn...
Visir.is
- Augnablik - sæki gögn...
Pressan
- Augnablik - sæki gögn...
Pressan Kaffistofa
- Augnablik - sæki gögn...
Af Eyjunni fréttir
- Augnablik - sæki gögn...
Bloggvinir
- Ingibjörg Hinriksdóttir
- Guðni Már Henningsson
- Kristbjörg Þórisdóttir
- Kristbjörg Þórisdóttir
- Samfylkingin Norðvesturkjördæmi
- Gísli Tryggvason
- Guðríður Arnardóttir
- Guðmundur Magnússon
- Hlynur Hallsson
- Kristján Pétursson
- Vefritid
- Bjarni Harðarson
- Davíð
- Ólöf Ýrr Atladóttir
- Björn Benedikt Guðnason
- Sigurlín Margrét Sigurðardóttir
- Egill Rúnar Sigurðsson
- Hlynur Halldórsson
- Tómas Þóroddsson
- Adda bloggar
- Killer Joe
- Tíðarandinn.is
- Þórður Steinn Guðmunds
- Kolbrún Jónsdóttir
- íd
- Haukur Nikulásson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Sigfús Þ. Sigmundsson
- Bleika Eldingin
- Sigurður Sigurðsson
- Inga Lára Helgadóttir
- Björn Emil Traustason
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Björn Heiðdal
- krossgata
- Þröstur Friðþjófsson.
- S. Lúther Gestsson
- Sigurjón Sigurðsson
- Guðrún Helgadóttir
- Jón Ragnar Björnsson
- gudni.is
- Jakob Falur Kristinsson
- Sæþór Helgi Jensson
- Bergþóra Árnadóttir - RIP 15.2.48 - 8.3.07
- Félag Ungra Frjálslyndra
- Alfreð Símonarson
- Hlekkur
- Þorsteinn Briem
- Jonni
- Torfusamtökin
- Gulli litli
- Sigurður Sigurðsson
- Helena Sigurbergsdóttir
- Elías Stefáns.
- viddi
- Oddrún
- Jón Gunnar Bjarkan
- Heimir Eyvindarson
- Himmalingur
- Eygló
- Hólmfríður Bjarnadóttir
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Ólafur Ingólfsson
- Rúnar Þór Þórarinsson
- Styrmir Reynisson
- Helga Kristjánsdóttir
- Sæmundur Bjarnason
- Ingimundur Bergmann
- Loftslag.is
- Kjartan Jónsson
- Brattur
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Högni Snær Hauksson
- Jack Daniel's
- Kama Sutra
- Magnús Ragnar (Maggi Raggi).
- Ómar Bjarki Smárason
- Stefán Júlíusson
Athugasemdir
Á nú að fara taka mark á sorpblaðinu DV.?
Hörður Einarsson, 25.3.2014 kl. 19:30
Hvernig væri að byrja á að skoða t.d. mmm.fi (finnska landbúnaðarráðuneytið) og skoða hvernig það er hjá finnum í ESB.
Óskar Guðmundsson (IP-tala skráð) 25.3.2014 kl. 19:44
Það er nú nóg að sjá þennan guðlaug einu sinni hjá Ingva Hrafni til að átta sig á að maðurinn veit ekki neitt um Sambandið og þar að auki ætlar sér ekki að vita neitt.
Guðlaugur er afar vondur stjórnmálamaður og hefur nákvæmlega ekkert fram að færa fyrir samfélagið í heild. En jú jú, hann er sjálfsagt ágætur í að moka fé almennings undir elíturassa og taka toll af því sjálfur.
Ómar Bjarki Kristjánsson, 25.3.2014 kl. 22:22
Magnús. Það kom skýrt fram hjá manninum að viðyrðum að taka upp sameiginlega sjávarútvegsstefnu sambandsins og engar refjar. Ef þú skilur það ekki, þá lestu um hana.
Það eru engar varanlegar undanþágur. Púnktur. Hugsanlegt að aðlögun yrði rýmri í tíma, annað ekki. Það er það sem kallað eru undanþágur. Þ.e. Tímabundin hliðrun.
Það eru heldur engin fordæmi fyrir varanlegum undanþágum sem neinu máli skipta. Malta fær að halda stærðartakmörkunum báta innan 25 mílna. Evrópuþjóðum er þó heimilt til að veiða þar ef þeir eru á bátum undir 11 metrum. Það hefur bara enginn áhuga a því að leggjast í svoleiðis útgerð við Afríkustrendur. Og allra síst þegar heildarkvótinn er samsvarandi helmingi af afla aflahæsta skips á Íslandi.
Þetta er ekkert málum blandið fyrir neinn nema þig og Ómar Bjarka. Ísland er með samningsmarkmið um að gefa ekki eftir fullveldi ýfir miðunum. Það vilja Spánverjar, Frakkar, Portúgalar, Bretar og þjóðverjar ekki heyra nefnt. Þessvegna er þetta strand. All or nothing er díllinn. ESB hefur neitað að birta rýniskýrslu um sjávarútveginn nema að við föllumst á þessi grunnatriði. Þeir eru semsagt ekki til viðræðu um neitt annað.
En endilega haltu í óskhyggjuna og afneitunina. Það er að verða kómískt hjá ykkur. Það er erfitt fyrir þá sem hafa gapað svo hátt og lengi að fatta að þeir hafi rangt fyrir sér og ómögulegt að viðurkenna. Það er karakterbrestur sem aðrir geta ekkert að gert.
Jón Steinar Ragnarsson, 25.3.2014 kl. 22:36
Það er auðvelt að afsanna þá kenningu hinna andsinnuðu um að 12 metra báta komi í veg fyrir frjálsar veiðar allra Sambandsríkja í Maltneskum sjó.
Auðvelt að afsanna það einfaldlega með að benda á þá staðreynd að miklu stærri bátar, togarar, mega veiða í Maltneskum sjó!
Staðreyndin er að málflutningur andsinna þessu viðvíkjandi er barnalegur og eginlega sætir furðru að fullorðið fólk skuli láta álíka vitleysu frá sér líkt og andsinnar gera. Sætir mikilli furðu og undran.
Ómar Bjarki Kristjánsson, 25.3.2014 kl. 23:28
http://evropuvaktin.is/frettir/32802/
Read it and weep.
Það sem kemur ekki skýrt fram hér, en snertir fjórfrelsið, er að ESB ríkjum verður heimilt að kaupa útgerðarfyrirtæki eða hluti í þeim. Menn geta svo í ljosi reynslunnar og stundarhagsmunaviðhorfa hér spurt sig að því hversu lengi við munum eiga útgerðirnar hér og arðurinn fari alfarið úr landi.
Esb sinnar hreykja sér af fyrirtækjum á borð við össsur, Marel og CCP, og leggjast á sveif með þeim í áróðri fyrir upptöku evru og inngöngu í sambandið. Þau fyrirtæki eru að minnihluta í eigu Íslendinga og arðurinn greiddur að mestu til erlendra eigenda á borð við fjárfestingasjóði.
Útgerðarmenn hér spyrja ekki að heildarhagsmunum þegar þeir ætla sér að hætta og leggjast í sólina á Florída. Þá eru það prívathagsmunir sem ráða eins og menn hafa fengið að kenna á í kvótabraskinu.
Ég á bágt með að trúa því að þið kumpánar náið þessu ekki. Hvað það er sem veldur þráhyggjunni, afneituninni og fáfræðinni ætla ég ekki að spá í. Magnús kennir þroskaheftum og Ómar Bjarki er líkast til íðjuleysingi á útnára austur á fjörðum. Hvað drífur þá áfram annað en afneitun á það að þeir hafi haft rangt dyrir sér í öllu alla tíð er mér hulið.
Jón Steinar Ragnarsson, 25.3.2014 kl. 23:30
Magnús Helgi, taktu mark á Jóni Steinari -- og ekki sízt á því sem fram kemur í grein Björns Bjarnasonar, fv. ráðherra, í Morgunblaðinu í gær: ESB-viðræðunum lauk í mars 2011. Ég segi talsvert af henni HÉR!
Jón Valur Jensson, 25.3.2014 kl. 23:33
Ômar. Ef það er svona auðvelt að afsanna þetta, vilt þú þá ekki gera það snöggvast?
Ég legg svo til að þú lesir þetta plagg vel og vandlega.
http://evropuvaktin.is/frettir/32802/
Jón Steinar Ragnarsson, 25.3.2014 kl. 23:38
Þetta var rangur hlekkur, en þú hefur samt gott af því að lesa hann.
Hér er hlekkurinn sem ég vildi vísa í, sem er skýrsla útanríkismálanefndar fyrir samningaviðræður. Þar finnurðu allt sem þú vilt vita. Líka um meintar undanþágur.
http://www.althingi.is/altext/143/s/pdf/0610.pdf
En endilega sláðu til og reyndu að hrekja þetta án ógrundaðra upphrópana og skítkasts.
Jón Steinar Ragnarsson, 25.3.2014 kl. 23:41
Málið er að hinir andsinnuðu eru fastir ofan í holu sem núverandi ritstjóri gróf endur fyrir löngu. Að þá einhvernveginn varð sú hugmyndafræði barin inní innbyggja hérna að ,,sameiginlega sjávarútvegsstefna ESB" = ,,Ógn, skelfing ásamt hræðilegheit".
Guðlaugur vinnur bara útfrá þessu forna konsepti. Svona: Sameiginlega sjávarútvegsstefna ESB? Úúu verið hrædd! Verið mjög hrædd!! Verið alveg rosalega hrædd!!!
Staðreyndin er hinsvegar sú að sameiginleg sjávarútvegsstefna ESB er fyrst og síðast sjálfbærar veiðar, verndun fiskistofna, eftirit með veiðum og reglur um veiðiaðferðir og veiðigræjur. Allt og sumt. Þetta er sama stefnan og Ísland segist hafa.
Jafnframt er staðreynd að á seinni árum og áratugum hefur hlutfallslegur stöðugleiki (e. relative stability) legið til grundvallar þegar viðkomandi ríki gerast aðilar að Sambandinu.
Þ.e. veiðiheimildir eða fyrirkomulag hefur verið í megindráttum óbreytt fyrir og eftir aðild hjá viðkomandi ríkjum.
Að fólk skuli halda því fram að í ESB veiði öll ESB ríki frjálst hjá öllum ESB ríkjum - mann setur eiginlega hljóðan yfir að fólk skuli ekki vera betur upplýst en þetta eða vera ófært um að leita sér upplýsinga sem gagn er að. Setur hljóðan.
Þetta með Möltu og 25 mílurnar, að Malta hafði 25 mílna lögsögu síðan 1971. Þeir voru aldrei með stærri lögsögu. Allt öðruvísi aðstæður í M-Hafinu en hér norður frá og ríki þar syðra hafa ekkert endilega verið að flýta sér að færa út landhelgi. Fiskveiðar þar eru líka fyrst og fremst nálgægt landi, nálægt ströndinni.
Það sem skipti í raun aðalmáli við aðild Möltu að Sambandinu og í Samningaviðræðunum (því alltaf er samið um slík mál í samningum. Það verður að semja eða ræða sjávar- og fiskimál við aðild að Sambandinu.) var veiðiaðferðirnar eða veiðitólin.
Á Möltu er hefð fyrir ákveðnum veiðafærum. Við aðild að ESB og ef ekki hefði verið rætt í samningaviðræðum, þá hefði opnast mögueikar fyrir stórtækari veiðitólum - og það skipti ekkert endilega máli fyrir aðila utan Möltu. Það skipti alveg eins máli fyrir Malverja sjálfa. Þeir hefðu alveg getað tekið upp stórtækari veiðigræjur.
Ok. í samningunum sýndu þeir Maltverjar fram á að skynsamlegt væri að halda maltversku veiðiaðferðunum og 25 mílna svæðið var skilgreint sem sérstakt verndarsvæði o.s.frv. með ákv. undantekningum þar sem leiðar eru stórtækari veiðiaðferðir.
Þarna var að sjálfsögðu líka hlutfallslegur stöðugleiki sem vonlegt er en breytingin var að Maltneska fyrirkomulagið var útvíkkað má segja eða styrkt með hjálp og aðstoð ESB.
Þetta var allt bara hið besta mál. En að sjálfsögðu voru/eru alltaf einhverjir óánægðir. Það er sjaldnast allsherjar já og amen í henni veröld. Allt orkar tvímælis þá gert er.
Ómar Bjarki Kristjánsson, 26.3.2014 kl. 00:25
"Hlutfallslegi stöðugleikinn" er EKKI stöðugur! Ráðherraráð ESB getur afnumið hann, þegar því sýnist, eða breytt reglunum, og þegar hefur verið spáð í það í ESB. Og atkvæðavægi Möltu í leiðtogaráði Esb. og ráðherraráðinu hrapar úr 0,87% niður í 0,08% 1. nóv. 2014!
En endilega skrifaðu hér fram á rauðan morgun, ÓBK, um hið merkilega fyrirbæri fiskveiðar við Möltu -- samtals á ári um 1600 til um 1850 tonn!
Og Malta fræðir okkur ekkert um að óhætt sé að sogast inn í Evrópusambandið!
Jón Valur Jensson, 26.3.2014 kl. 00:39
Það að ,,hægt sé að breyta" prinsippinu um hlutfallslegan stöðugleika - það er barasta allt önnur umræða.
Fyrst verður að neyða alla Andsinna til að viðurkenna að reglan um hlutfallslegan stöðugleika er til - og sú regla er grunnur sameiginlega sjávarútvegsstefnu Sambandsins.
Þessi regla hefur verið grunnur CFP í 30 ár eða nánast frá byrjun Sameiginlegu sjávarútvegsstefnu Sambandsins eins og hún þekkist í dag.
Þær veiku og afmörkuðu raddir sem heyrast einstöku sinnum um ,,breytingar" á Hlutfalsslega stöðugleika prinsippinu - að þær hafa allar gengið útfrá því að önnur sambærileg regla fyndist!
Það eru engar líkur á að þessari reglu verði breytt í fyrirsjánlegri framtíð. Reglan hefur í raun bara styrkst og fest sig enn betur í sessi síðustu ár. Hugmyndum um breytingar hefur alltaf verið hafnað af barasta öllum, má segja.
Jafnframt verður alveg tekið á þessu í aðildarsamningi. Það mun koma fram í Aðildarsamningi að Sambandinu hvernig á þessum málum verður haldið og þar mun koma fram veiðiheimildir o.þ.h. í íslenskum sjó.
Þessvegna klárum við þessar andskotans samningaviðræður. Samning uppá borð og kjósa þar um. Mjög einfalt.
Ríkisstjórnin núverandi virðist líka vera komin inná það að slíta ekki viðræðum heldur að halda a.m.k. opnum möguleikanum á áframhaldi og Utanríkisráðherrann virðist alveg vera við það að umpólast í afstöðu sinni til ESB. Alveg við það að umpólast.
Þessvegna er vonlaust verk af Andsinnum að ætla að kæfa og þagga málið á þessu stigi. Hefur alltaf verið vonlaust verk. Þjóðin vill klára Aðildarviðræðurnar og sjá Samninginn.
Þ.a.l. verða Andsinnar að fara að undarbúa sig fyrir annað level. Það er eina vitið. Undarbúa sig fyrir það level að Samningur er kominn uppá borðið og líður að þjóðaratkvæðagriðslu um hvort Ísland gerist aðili að Sambandinu á grundvelli þess Samnings.
Ómar Bjarki Kristjánsson, 26.3.2014 kl. 01:04
Ég sá nú bara einfalda spurningu þarna og við henni mjög skýrt og einfalt svar. Og engar nýjar fréttir í því.
Jón Logi (IP-tala skráð) 26.3.2014 kl. 07:25
Það sést nú strax að hinir Andsinnuðu leggja kolrangan skilning í svarið. Það er margoft búið að fara yfir þetta - en samt koma Andsinnar alltaf með sömu steypuna með reglulegu millibili.
Ómar Bjarki Kristjánsson, 26.3.2014 kl. 10:46
Það hefur komið fram að þegar köflum er lokið, þá verða ÖLL AÐILDARRÍKIN AÐ SAMÞYKKJA ÞÁ. Dettur einhverjum í hug að frakkar, spánverjar, portúgalar og bretar muni samþykkja að íslendingar fái undanþágur sem þeir sjálfir hafa ekki fengið?
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 26.3.2014 kl. 11:18
Varaformaður Samninganefndar Íslands:
,,Ég tel – og ég upplifði það í vinnu minni í þessari samninganefnd og í þessum lagahópi – meðal annars að við vorum að kanna mjög – svona – margvíslega möguleika í þeim efnum.
Undanþágur, sérlausnir, þetta er spurning um hvaða heiti eru notuð á þetta en það var fyrirsjáanlegt – tel ég – að Ísland hefði getað markað sér stöðu, sem er ekki sambærileg við neitt annað aðildarríki eða umsóknarríki, einfaldlega út af sinni – ja við getum sagt – legu langt út fyrir önnur ríki Evrópusambandsins. [...] Evrópusambandið á til ýmsar skilgreiningar fyrir svæðin, það er talað um svokölluð ystu svæði [...] við erum að horfa til ríkja t.d. eins og Kanaríeyja, sem að vísu eru hluti af Spáni og svo framvegis. [...]
Aðalatriðið er að sérstök staða þessara ríkja – lega þeirra og atvinnuhættir – er þannig að Ísland er eina ríkið inni í Evrópusambandinu, sem mundi hafa viðlíka sérstöðu. Og það er mjög margt sem það getur – í stað þess að við séum að tala um að Ísland fái undanþágur – þá hefur það sérstaka skilgreiningu og þá er ekki spurning um undanþágur.
Þetta er nokkuð sem við fórum af stað með, könnuðum til hlítar og ræddum, ja, við fulltrúa Evrópusambandsins – reyndar í mörgum samningsköflum – og það var ekkert búið að útiloka á neitt í þeim efnum; hvernig væri hægt að skilgreina stöðu Íslands sem algjörlega einstaka í mjög margvíslegu tilliti miðað við önnur Evrópusambandsríki og þannig værum við ekki að tala um einhvers konar undanþágur heldur sérstakar skilgreiningar."
En hvað veit varaformaður samninganefndar?
Ómar Bjarki Kristjánsson, 26.3.2014 kl. 11:59
Nei, Ómar Bjarki, það er rngt hjá þér, að "reglan" (princípið) um hlutfallslegan stöðugleika sé "grunnur sameiginlegrar sjávarútvegsstefnu Evrópusambandsins", grunnur hinnar síðarnefndu er fjórfrelsi Rómarsáttmála, og skv. því er atvinnufrelsi einstaklinga og fyrirtækja, -- allir í ESB eiga þannig rétt á að kaupa hvaða fyrirtæki sem er, þegar fyrirtæki eru seld, og þetta myndi eiga við um íslenzk útgerðarfyrirtæki líka; ísl. útgerðarmenn gætu þannig selt útgerðir sínar hæstbjóðanda á Spáni, Bretlandi eða Þýzkalandi eða Frakklandi, svo að dæmi séu nefnd, en þar með væru það ekki íslenzkir sjómenn sem væru að vinna um borð, heldur útlendingar sem myndu borga skatta og útsvar til sinna eigin þjóða, og gjaldeyristekjur okkar af sjávarafla þeirra skipa yrðu NÚLL.
Þetta vilja samt ESB-innlimunarsinnar!
Jón Valur Jensson, 26.3.2014 kl. 12:06
Þetta stangast á við það sem ESB segir um inntökuskilyrði.
Sem sé: "Aðildarviðræður snúast um skilyrði fyrir og tímasetningar á upptöku umsóknarlands á reglum ESB, framkvæmd þeirra og beitingu – sem fylla 100 þúsund blaðsíður. Um þessar reglur ... verður ekki samið".
Í árslok 2012 ítrekaði Ráðherraráðið þessi skilyrði sín við Íslendinga:
"Ráðherraráð Evrópusambandsins ítrekar að Ísland verði að samþykkja og innleiða allan lagabálk Evrópusambandsins við mögulega inngöngu í sambandið."
Ráðherraráð ESB: Aðildarviðræður ganga vel en Ísland þarf að samþykkja allan lagabálk ESB
Ráðherraráðið veit auðvitað miklu minna um þetta en varafulltrúi í samninganefnd.... eða þannig....
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 26.3.2014 kl. 12:07
Það að erlendir hafi rétt á kaupa fyrirtæki á Íslandi - það er líka allt önnur umræða!
Maður er farinn að kunna andsinna svoleiðis utanbókar - að það er ekki einu sinni fyndið!
Þarna hrekjast þeir úr einum skurðinum í annan, málefnalausir og allslausir.
En ef menn vilja ræða fjárfestingar útlendinga í íslenskum sjávarútvegsfyrirtækjum - þá í fyrsta lagi má það nú þegar!
Ómar Bjarki Kristjánsson, 26.3.2014 kl. 13:44
Þetta er reyndar á hinn veginn Ómar minn. Það eru Evrusinnar sem eru röklausir. Og kunna bara eina möntru.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 26.3.2014 kl. 13:53
Jæja, Ómar Bjarki, er það "málefnaleysi" að benda á, að hvaða ESB-borgari sem er eða hvaða fyrirtæki þar sem er hefði leyfi til að bjóða í og kaupa íslenzk sjávarútvegsfyrirtæki, ef við værum í ESB?
Hvernig getur ábendingin falið í sér "málefnaleysi", ef hún er sönn?
En hún er einmitt sönn!
Og þér tekst ekki að þann sannleika með orðskrúði og bulli.
Jón Valur Jensson, 26.3.2014 kl. 20:18
Það er nú meira kvað HR Ómar bjarki er endalaust til í að láta hlæja að sér og sinum líkum.
sigurður kristjánsson (IP-tala skráð) 26.3.2014 kl. 22:46
Það er málefnaleysi - vegna þess einfaldlega, að það hefur ekkert með CFP að gera. Það hefur með frelsi til fjárfestina að gera.
Þ.a.l. hef eg nú hrakið ykkur Andsinna, sem margoft áður, úr einni skotgröfinni í aðra og á endanum hef ég rekið ykkur ofan í djúpa holu sem núv. ritstjóri LÍÚ-Mogga gróf fyrir mörgum árum.
Að öðru leiti, almennt séð, þá snýr sjávarútvegur eða veiðar í íslenskri efnahagslögsögu í samningaviðræðum við ESB þannig - að ef Ísland mundi ekki setja fram nein samningsmarkmið og ekki setja fram neinar línur og útleggingar hvernig sjávarútveg hér væri háttað - þá kæmi án efa sterklega til greina að önnur ESB ríki fengju veiða hér. Sterklega til greina. Eðlilega.
Það er vegna þess að efnahagslögsagan er ekki alveg undir yfirráðum Ísland eins og landið og ákveðnar mílur frá landi eða landhelgin sem kallað er.
Þetta kemur eiginlega öllum sem eg segir frá þessu mjög á óvart. Það eru nánast allir íslendingar sem leggja þann skilning í 200 mílur - sem það sé bara landhelgin. Það er rangt. Það sem er fyrir utan 12 mílur lítur öðrum lögmálum en það sem fyrir innan er alþjóðalaga og regluverkslega séð.
Þessvegna mun ísland setja fram upplegg í samningaviðræðunum við Sambandið og þar verður tvennt í forgrunni: 1. Veiðireynsla. 2. Hlutfallslegur stöðugleiki.
Þetta tvennt nægir til að óbreytt ástand sé í sjávarveiðiskað við aðild íslands að Sambandinu.
Þá er Ísland aðili að Sambandinu og að CFP algjörlega - og það yrði óbreytt ástand miðað við reglur og framkvæmd CFP.
Þá kemur til álita hvort Ísland muni vilja fá eitthvað fleira fram ss. sérstakt fiskveiðistjórnunarsvæði o.s.frv. með ýmsum sér reglum eða sérstöku fyrirkomulagi. Það verður bara að koma í ljós - en það vekur auðvitað mikla eftirtekt að varaformaður samninganefndar upplýsti á dögunum að hugmyndir um sérstöðu íslands í vissum efnum hefði þegar verið rædd við ESB aðila - og því hefði ekki verið hafnað af ESB! Ekki verið hafnað!!
Það er merkilegt. Mjög merkilegt. Þ.e. það er merkilegt að ESB aðilar hafi strax á byrjunarstigi gefið slíku jákvætt signal. Vegna þess að Í samningaviðræðum er oftast fyrst haldið sig við meginlínur og svo á seinni stigum koma til sértækar útfærslur o.s.frv. eða sérlausnir/undanþágur.
Það er stórmerkileg uppljóstrun hjá varaformanni samninganefndar að strax á byrjunarreit hafi ESB gefið jákvætt signal varðandi sérstöðu líkt og ,,Ystu svæði" njóta innan ESB. Yfir þessu hafa fjölmiðlar mestanpart stritast við að þegja!
Þar fyrir utan, almennt séð, mun líklegast á einhverjum tímapunkti koma fram kröfur eða beiðni um veiðiheimildir í íslenskum sjó. Menn fara ekkert á taugum yfir því. Menn verða að halda kúlinu!
Mig minnir, held eg alveg örugglega þó ég finni nú ekki heimildina akkúrat núna, að Jón Baldvin hafi sagt, að við aðild að EES hafi kröfum/beiðnum/uppleggi um veiðiheimildir í ísenskum sjó - verið haldið uppi af ákveðnum ríkjum alveg nánast fram á síðasta dag viðræðnanna!
Niðurstaðan var samt bara óbreytt ástand. Þ.e. að það voru þessi nokkur tonn af karfa sem Belgar áttu upphaflega sem ESB fékk að veiða í íslenskum sjó. Hvernig staðan er á því núna skal eg ekkert segja til um - en sennilega hafa íslendingar gert ESB nánast ómögulegt að veiða þessi fáu tonn. Rétt eins og framkoma þeirra við Nojara í loðnuveiðunum. Íslendingar mismunuðu Nojurum varðandi loðnuveiðar! Svo eru íslendingar steinhissa yfir að þeir fái ekki bara að veiða makríl að vild í norskum sjó. Steinhissa alveg.
Ómar Bjarki Kristjánsson, 26.3.2014 kl. 22:53
Tja, spurt er:
Ég spurði hann að því hvort ríki gætu staðið fyrir utan sameiginlega stefnu Evrópusambandsins í sjávarútvegs- og landbúnaðarmálum
Og Svarað:
Ríki geta ekki staðið fyrir utan sameiginlega sjávarútvegsstefnu Evrópusambandsins gangi þau í.
Er þetta nokkuð flókið????
Jón Logi Þorsteinsson, 26.3.2014 kl. 23:03
Það í sjálfu sér skiptir engu máli eða er irrelevant og það upplegg er tilkomið vegna þess að núv. ritstjóri Mogga barði inní höfuð margra innbyggjara fyrir mörgum árum að CFP væri = ógn og skelfing.
Staðreyndin er að CFP og íslenska núv. sjávarútvegsstefnan - er sama stefnan.
Ómar Bjarki Kristjánsson, 26.3.2014 kl. 23:53
Ganga í ESB til að fá undanþágur frá reglum og raunveruleikaverkum ESB? (Undirheima-undanþágur óverjandi bankabraskara?)
Hvers vegna að ganga í heimsveldis-herklúbb, sem maður vill aðallega fá undanþágur frá? (Bankaleyndarklúbb skattaskjóla?)
Hvers konar rugl er þetta hjá Íslandi og EES/ESB-bandalaginu eiginlega?
M.b.kv.
Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 27.3.2014 kl. 00:12
Þú verður að spurja hina Andsinnuðu að því. Þeir vilja endilega fá undanþágu.
En þetta með að landhelgi og efnahagslögsaga sé tvennt ólíkt, þá skal eg sýna fólki heimild um það í mjög stuttu máli: (þetta lærði eg reyndar í grunnskóla þegar ég var í skóla - en nú er eins og fæstir hafi hugmynd um það.)
,,Í efnahagslögsögu ríkis hafa öll erlend skip rétt til frjálsra siglinga og að auki er hverju ríki frjálst að leggja neðansjávarstrengi á þessum hafsvæðum. Ólíkt landhelginni er ekki litið svo á að ríki hafi fullveldisyfirráð yfir efnahagslögsögunni heldur einungis afmarkaðan einkarétt á nýtingu auðlinda." http://is.wikipedia.org/wiki/Efnahagsl%C3%B6gsaga
Þarna getur fólk séð að erlend skip hafa frjálsan aðgan að efnahagslögsögu Íslands.
Ómar Bjarki Kristjánsson, 27.3.2014 kl. 00:48
Ómar. Þjóðin vill ekki í ESB og við þurfum engar skýringar. NEI comprehende.
Valdimar Samúelsson, 27.3.2014 kl. 05:31
PS það er einhver að borga ESB sinnum fyrir skrif sín. Hér er sendiráð sem brýtur Vienna convention frá 1963 og Íslensk lög. Hér eru ESB sinnar að fremja Landráð gegn Íslandi. Það er bara svoleiðis.
Valdimar Samúelsson, 27.3.2014 kl. 05:34
Þú ert ekki þjóðin.
Allar skoðanakannanir sýna, að meirihluti kjósenda vill klára Samningaviðræður og fá Aðildarsamning uppá borð og kjósa þar um. Yfirgnæfandi meirihluti.
Með aðild að Sambandinu, þá hafa skoanakannanir á síðustu árum oft sýnt meirihlutastuðning við Aðild að ESB.
Það kemur bara í ljós þegar kosið verður um Aðildarsamninginn hvort verður.
Ómar Bjarki Kristjánsson, 27.3.2014 kl. 12:09
Ertu ekki að skilja og spurning hvort þú lesir nokkuð. Viðræðurnar voru komnar í strand út af sjávarútvegsmálunum.
Valdimar Samúelsson, 27.3.2014 kl. 13:35
Þarna er um tvær fullyrðingar að ræða og svarið við þeim er:
1. Jú.
2. Nei.
Ómar Bjarki Kristjánsson, 27.3.2014 kl. 13:53
Það sem skín úr þessari umræðu er þetta tvennt:
1. Það er einn að aðili hér sem virðist vera miklu betur upplýstur um sjávarútvegsmál tengd ESB, Það er Ómar Bjarki. (Hinir eru reyndar vel upplýstir um ýmislegt líka, sérstaklega um hvað Björn Bjarnason og Evrópuvaktin hafa verið að skrifa)
2. Það er alveg augljóst að andstæðingar Ómars hér hafa engan áhuga á að semja við ESB alveg sama hvað fæst úr viðræðum. Jafnvel þegar fulltrúi ESB kemur og réttir sáttarhönd, segir ESB tilbúið að "koma til móts við kröfur Íslands" og opnar jafnvel á þessar blessaðar undanþágur sem andstæðingum inngöngu finnst skipta svo miklu máli, þá eru viðbrögð þeirra þessi:
"DV lýgur"
"Það eru engar undanþágur"
"Við viljum ekki undirgangast einhverjum ESB-reglum"
"Reglan um hlutfallslegan möguleika getur breyst"
"Þjóðin vill ekki í ESB"
"Viðræður eru komnar í strand"
Og hvers vegna hafa menn engan áhuga á því að semja? Það er af því að í huga þeirra er allt sem snertir ESB "skítugt". CFP er hræðilegt og stórhættulegt fyrirbæri og það er óhugsandi að aðlagast því. Þetta undanþágutal er bara afsökun til að hundsa viðræður. Undanþágur í sjálfum sér ættu ekki að skipta neinu máli. Það sem skiptir máli er hvort að menn séu opnir og tilbúnir til að semja. Fulltrúi ESB er augljóslega tilbúinn, og undanþágur eru bara EIN leið fyrir Ísland til að ná sín markmið, en það eru margar aðrar leiðir eins og Ómar er hér að benda á. Þegar menn vilja semja þá finna menn leiðir, alveg sama hvort þær heita undanþága, sérlausnir, nýjar skilgreiningar, breytingar á regluverki eða eitthvað annað. Afstaða andsinna hér er ekki byggð á mat á staðreyndum, heldur á tilfinningum og þá sérstaklega einni tilfinningu: hræðsla við hið ókunna og "útlenska" (allt hjá ESB er slæmt). Og þar af leiðandi er enginn áhugi til að semja. Ef spurt er: "hvaða undanþágur viljið þið fá?", þá er annað hvort ekkert svarað eða þá er svarið: "undanþágu frá öllum reglum ESB". Þetta segir allt sem þarf...
Ég vil þakka Ómari sérstaklega fyrir fróðlega ábendingu um landhelgi og efnahagslögsögu, sem ég sjálfur viðurkenni að hafa ekkert vitað um.
Svo vil ég að lokum spyrja hinum eina mjög einfalda spurningu, sem ég hef hingað til aldrei fengið svar við:
Þið haldið því fram að viðræður við ESB snúist bara um aðlögun, að ekkert sé hægt að semja um og að eftir inngöngu megi allar aðrar þjóðir ESB veiða í íslenskri lögsögu. Ef þetta er rétt þá hljóta ESB-menn að vita það manna best, og vita þá um leið að Íslendingar munu aldrei samþykkja aðild að ESB.
Og þá er spurningin: af hverju hefur ESB nennt að standa í þessum viðræðum og af hverju eru menn eins Thomas Hagleitner að sóa tímanum sínum í að koma hingað til lands og lofa einhverju sem hann veit að hann ætlar aldrei að standa við?
Jean Rémi Chareyre, 27.3.2014 kl. 16:14
Hvers vegna er verið að svara Ómari Bjarka, hann er augljóslega ekki með næga vitsmuni til að taka afstöðu út frá staðreyndum um ESB sem er einfaldasti hlutur í heimi að verða sér út um.
Það sem fólk hér á landi þarf að passa sig mest á er samfylkingarfólkið sem lýgur hverju sem er í tilraun sinni til að selja landið okkar fyrir glerperlur.
Lesið það sem kemur beint frá ESB til að móta ykkur skoðun á þessum málum, þeir eru ekkert að reyna að fegra hvað það þýðir að vera í ESB => Við verðum ekki fullvalda þjóð í ESB (ekki frekar en aðrar ESB þjóðir)!
Wilfred (IP-tala skráð) 28.3.2014 kl. 12:44
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.