Leita í fréttum mbl.is

Það verða margir fyrir miklum vonbrigðum næstu mánuði held ég!

Var að kíkja á þessi frumvörp sem má skoða á althingi.is. Held að þetta verð enn minna en ég hélt. Þar má m.a. sjá:

 "Meðalfjárhæð niðurfærslu á hvert heimili er rúmlega 1,1 millj. kr. og tæplega helmingur heimila fær niðurfærslu á bilinu 0,5–1,5 millj. kr. eins og sjá má á myndinni hér á eftir. Rúmlega fimm þúsund heimili sem skráð voru fyrir verðtryggðum fasteignalánum í árslok 2009 eiga ekki rétt á niðurfærslu samkvæmt fyrirliggjandi gögnum."

Hér með er svo stöplarit sem sýnir hverni lækkun skiptist á hópinn. Sýnist að 40 þúsund af 70 þúsund heimlum fái frá 0 upp í milljón. Og um 56 þúsund heimili fái frá 0 upp í 1,5 milljónir. Tæplega 10 þúsund fá 1,5 upp í 2 milljónir og svo framvegis. Þannig að um 70% heimla fá undir 1,5 milljón í lækkun.

Finnst þessi húrrahróp í dag vera byggð á litlu

lanalaekkun_eftir_heimlum.jpg

 


mbl.is „Svo fara hjólin að snúast“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Því miður Magnús. Þá ætlaði fyrrverandi ríkisstjórn og núverandi aldrei að gera neitt fyrir almenning. Kominn tími til fyrir Íslendinga að skilja það að  það   eina sem stjórnar hér er , 4 flokka kerfi. Hér fá hvítflibbar að ganga um okkar dómskerfi eins og aldrei verði morgundagurinn. Þegar dómari, getur ekki skilið þegar menn taka  3 milljarða ófrjálsri hendi sér til hagsbóta, þá liggur fyrir að við eigum engva von.

Segi bara "Guð blessi Ísland"

M.b.kv.

Sigurður K Hjaltested (IP-tala skráð) 26.3.2014 kl. 22:39

2 identicon

SJS og Jóhanna lágu svo marflöt fyrir Alþjóðagjaldeyrissjóðnum að annað eins hefur hvergi sést.

Þetta er einsog með brennivínið og hákarlinn - ef maður innbyrðir annað þá rennur hitt ljúflega niður 

Grímur (IP-tala skráð) 27.3.2014 kl. 15:12

3 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Af því að fólk er svo fljótt að gleyma þá minni ég fólk á að við vorum vorið 2009 gjaldþrota og enginn ég endurtek enginn nema Færeyjar voru viljugar til að lána okkur nema að við gerðum áætlun með AGS! Svo ég bið fólk að hætta þessu bulli.  Við fengum engin lán nema þessa 5 milljarða frá Færeyjum nema eftir að við vorum búin að samþykkja áætlun með AGS og fá lán frá þeim.

Magnús Helgi Björgvinsson, 27.3.2014 kl. 17:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband