Leita í fréttum mbl.is

Örflokkur minnir á sig

Hef verið að pæla í því í morgun að þetta er alveg ótrúlegt með framsókn. Flokkurinn hefur nú síðustu 3 árin verið eins og deild í Sjálfstæðisflokknum. Nú keppast þeir við að halda sér í umræðunni með loforðalista og því að allt sem þeir voru búnir að lofa og ekki hefur komist til framkvæmda sé Sjálfstæðisflokknum að kenna. Ganga meira að segja svo langt að þeir hóta að slíta stjórnarsamstarfinu. Bíddu eru ekki að koma kosningar?

Þá treysta þeir á að allir séu búnir að gleyma öllur því sem miður hefur farið í stjórnartíð þeirra.

Þeir hafa farið með málefni Heilbrigðisráðuneytis. Þar er en ófremdar ástandi í málfengum aldraðra. Þeir liggja í hópum inn á sjúkradeildum LSH þar sem ekki eru til neinir staðir til að taka við þeim.

Þeir hafa farið með málefni Iðnaðar og viðskipta. Þeir hafa staðið fyrir því að gefa frá okkur bankanna síðan staðið ráðalausir við að koma í veg fyrir okur þeirra.

Þeir ásamt bönkunnum hrintu af stað þessari verðbólgu sem við erum enn að súpa seiðið af.

Þeir hafa barið í gegn stóriðju og nýtt álver á Austulandi sem hjálpaði til við að komað hér á verðbólgu.

Þeir hafa komið á hækkunum á þjónustu og komugjöldum í Heilbrigðiskerfinu.

Svona gæti ég haldið áfram lengi.

Ég bara trúi því ekki að fólk hafi ekki lært af reynslu síðustu 12 árum. Hvað hefur flokkurinn gert síðustu vikur sem veldur því að fylgið er að aukast?

Smá viðbót. Var að lesa þetta á www.ruv.is

Auðlindamál: Framsókn standi við sitt

Framsóknarmenn lyftu ekki litla fingri til að tryggja sameign þjóðarinnar á auðlindum í starfi stjórnarskrárnefndar, segir Össur Skarphéðinsson, fulltrúi Samfylkingarinnar í þeirri nefnd. Þeir verði látnir standa við stóru orðin. En stóru orðin eru hótanir Framsóknarflokksins um að slíta ríkisstjórnarsamstarfi við Sjálfstæðisflokkinn verði ekki staðið við stjórnarsáttmálann.

Guðni Ágústsson landbúnaðarráðherra reið á vaðið með yfirlýsingar á Alþingi á fimmtudag um að framsóknarmenn myndu gera kröfu til þess að stjórnarsáttmálinn verði efndur. Guðni sagði við stjórnarandstöðuna að hún hefði sýnt málinu mikinn skilning í fyrra og ég trúi því, sagði varaformaður Framsóknar, að þeir séu menn sinna orða og drengir góðir.

Jón Sigurðsson, formaður flokksins, tók undir orð Guðna í þinginu þennan dag og ítrekaði kröfuna í flokksfundarræðu sinni daginn eftir en sagði þá jafnframt í útvarpsviðtali að í ríkisstjórninni væri sátt. Siv Friðleifsdóttir gekk lengst því hún hótaði stjórnarslitum.

Sjálfstæðisráðherrar láta sér fátt um finnast. Geir Haarde forsætisráðherra vill alls ekki tjá sig um málið í dag og segist leyfa framsóknarmönnum að ljúka sínu þingi en hann ætli sér að tala við Jón Sigurðsson, formann Framsóknarflokksins, eftir helgi.

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, varaformaður Sjálfstæðisflokksins, segir í Fréttablaðinu að stjórnarskráin sé hafin yfir atkvæðaveiðar og óviðeigandi að nota hana til að hífa sig upp um nokkur prósentustig í skoðanakönnunum eða kosningum.


mbl.is Jón Sigurðsson: eigum að taka ákvarðanir varðandi ESB aðild á eigin forsendum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Formaðurinn sagði skýrt og greinilega í gær með festu í rómnum að hjá Framsóknarflokknum væri manngildi ofar auðgildi.  Þetta átti ef til vill að vera brandari..... en ég heyrði engan hlátur. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 3.3.2007 kl. 12:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband