Leita í fréttum mbl.is

Held að Hannes Hólmsteinn, Heimssýn og fleiri nagi sig í handarbökin!

Nú fyrir nokkrum dögum las ég á bloggi Hannesar á pressan.is:

Laugardaginn 5. apríl flytur einn helsti sérfræðingur Evrópu í öryggis- og alþjóðastjórnmálum fyrirlestur í Háskóla Íslands, stofu 202, kl. 11–12 um evruna, sem hann telur vera að ganga af Evrópusambandinu dauðu. Ræðumaðurinn er François Heisbourg, sem var öryggisráðgjafi í franska utanríkisráðuneytinu, forstöðumaður International Institute for Strategic Studies í Lundúnum og ráðgjafi franskra, enskra og svissneskra stofnana og ráða. Hann skrifaði nýlega bók, sem heitir La Fin du Rêve Européen, Endalok Evrópudraumsins. Hann heldur því fram, að Evrópusambandið verði að leggja evruna niður, eigi það að halda velli. Hefur þessi róttæka skoðun hans vakið mikla athygli, ekki síst vegna þess að Heisbourg er fyrrverandi háembættismaður franskur og stuðningsmaður Evrópusambandsins.

Nú dag hélt þessi ágæti maður svon þeannan fyrirlestur og hann var í boði Alþjóðamálastofnunar HÍ og Rannsóknarseturs um nýsköpun og hagvöxt. Samtakana  Þjóðráð og Heimssýn. 

Í ljós koma að hann hefur vissulega áhyggjur að evrunni eftir að ríki eins og Grikkland og fleiri komu þar inn og telur að undirbúningur hefði mátt vera betir en hann segir líka:

Heisberg segir ennfremur að hagsmunum Íslands væri betur borgið með að ganga í Evrópusambandið, án þess þó að taka upp evruna. Ísland gæti þannig verið í sömu stöðu og Svíþjóð. (ruv.is)

Við gætu þá t.d. bundið krónuna evru eins og Danmörk og hann ráðleggur okkur að ganga í ESB. Þetta held ég að sé ekki það sem RNH hans Hannesar Hólmsteins eða Heimssýn hefði viljað heyra.  En þetta verður held ég helsta fréttin af þessum fyrirlestri. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Sjálfstæðismenn sem vilja ganga í ESB héldu fund á Austurvelli á laugadag.Þar kom fram að helsta ástæðan að þeirra mati fyrir inngöngu í ESB væri að þá gæti Ísland tekið upp evru.Samfylkingin hefur boðað það sama.Það er því hjákátlegt Magnús Samfó, þegar þú ert að vísa í þennan mann.

Sigurgeir Jónsson, 6.4.2014 kl. 17:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband