Leita í fréttum mbl.is

A.m.k. 6 jafnvel 7 flokkar sem bjóða fram til Alþingis

Það held ég að gæti skapast kaos í maí eftir kosningar. Nú er ákveðið að Ómar Ragnars og Margrét Sverris ætla að bjóða fram. Þannig að framboðin nú eru orðin 6. Síðan eru öryrkjar og aldraðir að huga að framboði þannig að þau gætu orðið 7. Því má færa að því rök að mörg atkvæði eiga eftir að falla dauð niður.

Nýtt þingframboð í vændum

Ómar Ragnarsson ætlar í framboð

Áform um nýtt þingframboð Margrétar Sverrisdóttur og annarra hafa farið lágt síðustu vikur. Enn er áformað að bjóða fram til þings í vor og líklega verður tilkynnt um stofnun þess eftir næstu helgi, segir Ómar Ragnarsson sem unnið hefur með Margréti að undirbúningnum. Ómar lítur svo á að hann sé að leiða saman tvo hópa í framboðinu.

Af könnun sem Gallup hefur unnið, en ekki hefur verið birt opinberlega, má ráða að hljómgrunnur sé fyrir framboðinu, segir Ómar. Hann segir að vel hafi gengið að safna fólki til að vinna að framboðinu og hann ætlar sjálfur að taka sæti á framboðslista fyrir kosningarnar. Nú sé verið að vinna að málefnaskrá en lögð verði áhersla á stóriðjustopp.

Ómar segir að tilkynnt verði formlega um stofnun framboðsins eftir næstu helgi, nú sé verið að finna framboðinu nafn og að í kjölfarið verði sótt um listabókstaf


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Til að forða pólitísku upplausnarástandi á Íslandi í vor með skelfilegum
afleiðingum fyrir Ísland er brýnt að núverandi borgaralega ríkisstjórn
mið/og hægriflokka haldi velli í vor þannig að þjóðin haldi áfram að
búa við framfarir og hagsæld.  Upplausnin og öfganar til vinstri eru
slíkar að meirihluti kjósenda mun ENGA áhættu taka í vor.

Flokksþing Framsóknarflokksins lofar góðu með að hann fari að
ná vopnum sínum og fái sitt fylgi í komandi kosningum og þar með
ÍSLENZKA ríkisstjórnin.  Fylgi Samfylkingarinnar er hins vegar í
mjög ánægjulegu frjálsu falli og fylgið af kommúnistunum í VG á
líka verulega eftir að falla.

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 3.3.2007 kl. 21:57

2 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Ég veit nú ekki með flokksþing framsóknar. Þeir segja eitt á laugardegi og annað á sunnudegi. Á laugardegi voru þeir jafnvel til í að slíta stjórnarsamstarfi ef að sjálfstæðismenn samþykktu ekki að setja sameign þjóðarinnar á auðlyndum inn stjórnarskrá. En á sunnudegi var það allt annað sem þeir sögðu. Framfarirnar eru jú afleiðingar af inngöngu í EES sem var jú verk jafnaðrmanna. Og það hefur skapað grundvöll að allri þessari velsæld. En önnur verk eins og gjöf okkar á bönkunum orka tvímælis.

Magnús Helgi Björgvinsson, 3.3.2007 kl. 23:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband