Leita í fréttum mbl.is

Eykst mengun eða ekki?

Samkvæmt þessu eru Alcan og Umhverfisstofnun að plata okkur illilega. Því heyrði fulltrúa frá umhvefiststofnun segja eftirfarandi:

www.morgunhaninn.is

"Heilsuspillandi loftmengun hverfandi frá álverum"21.febrúar 2007 - kl. 10:54Athuganir í Evrópu leiða í ljós að svifryksmengun hvers konar spillir heilsu meira en önnur loftmengun. Þetta segir Þór Tómasson, efnaverkfræðingur hjá Umhverfisstofnun. Slík loftmengun komi helst frá umferð og nagladekkjum sem fræsa upp malbik. Þór segir að svifrykið geti valdið kvillum í öndunarvegi óháð innihaldi en menn beini einnig sjónum að samsetningu þess. Þór segir að heilsuspillandi loftmengun frá álverum sé hverfandi og verulegar framfarir hafi orðið við þróun þurrhreinsibúnaðar síðustu tíu til fimmtán árin. Þannig sé flúormengun 400 þúsund tonna álvers minni nú en frá 30 þúsund tonna álveri fyrir 30 til 40 árum"

Síðan finnst mér út í hött eins og fulltrúar Framsóknar hafa ítrekað verið að tala um að leyfi fyrir stóriðju sé alfarið á hendi viðkomandi sveitarfélags. Þetta snertir allt landið. Sem og hnattrænt.

www.solistraumi.org

Mengun frá Alcan eykst við stækkun

4. mars 2007

Í Fréttablaðinu 25. janúar síðastliðinn var því haldið fram að mengun frá stækkuðu álveri Alcan í Straumsvík yrði svipuð og fyrir stækkun.  Fréttin virðist byggð á yfirlýsingum bæjaryfirvalda í Hafnarfirði og Alcan eftir að samkomulag hafði náðst um tillögu að deiliskipulagi vegna stækkunar.   Þetta finnst mér merkileg niðurstaða í ljósi þess að losun flestra mengandi efna meira en tvöfaldast eftir fyrirhugaða stækkun Alcan úr 180.000 tonnum í 460.000 tonn.

Þegar innt var eftir upplýsingum hjá Hafnarfjarðarbæ um mengun fyrir og eftir stækkun, benti upplýsingafulltrúi bæjarins á þrjá mismunandi staði þar sem finna mætti þessar upplýsingar.  Í grænu bókhaldi Alcan fyrir 2005 má lesa um losunina það árið.  Starfsleyfi fyrir 460.000 tonna álveri segir til um hámarkslosun frá stækkuðu álveri.  Í bókun starfshóps Alcan og bæjarins eru sett sérstök markmið varðandi losun brennisteinstvíoxíðs.  Með því að taka lægstu gildin úr þessum þremur heimildum fæst varfærnislegt mat á losun mengandi efna eftir stækkun.

mengunaraukning-vid-staekkun

Segir mengun frá Alcan aukast við stækkun
Innlent | mbl.is | 4.3.2007 | 14:08
Álver Alcan í Straumsvík Eftir stækkun álversins í Straumsvík verður losun gróðurhúsalofttegunda frá því meiri en frá öllum samgöngum á Íslandi, segir Stefán Georgsson, verkfræðingur og íbúi í Hafnarfirði, m.a. í grein sem birt er á vef samtakanna Sól í straumi í dag. 
 


mbl.is Segir mengun frá Alcan aukast við stækkun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhanna Fríða Dalkvist

af http://julli.blog.is/blog/julli/entry/137697/?t=1173024607#comments

"Eftir stækkun álversins í Straumsvík verður losun gróðurhúsalofttegunda frá því meiri en frá öllum samgöngum á Íslandi" segir í greininni.

Ég segi: Eftir stækkun álversins í Straumsvík verður losun gróðurhúsalofttegunda frá því miklu minni heldur en ef það væri annarstaðar og rafmagn framleitt í það með kolum eða olíu."

Jóhanna Fríða Dalkvist, 4.3.2007 kl. 16:14

2 Smámynd: Jóhanna Fríða Dalkvist

þetta er einmitt málið sem fólk virðist ekki vera að átta sig á. Álið verður framleitt einhversstaðar, það er alveg ljóst, álframleiðsla í heiminum kemur bara til með aukast næstu 40 til 50 ár.

Jóhanna Fríða Dalkvist, 4.3.2007 kl. 16:16

3 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

En nú var verið að ræða um að í Afríku sé um það bil 90% af endurnýtanlegri orku ónotuð í dag. Hér erum við þegar búin að nýta um 60% af allri orku sem við höfum tiltæka. Afhverju ekki að bíða aðeins og sjá hvort og þá hvað við þurfum að nota orkuna í. Við erum nú ekki á hornösinni. Við erum ein ríkasta þjóð í heimi. Því höfum við nógan tíma

Magnús Helgi Björgvinsson, 4.3.2007 kl. 16:42

4 Smámynd: Þórður Steinn Guðmunds

hér er mín skoðun

http://thordursteinngudmunds.blog.is/

Þórður Steinn Guðmunds, 4.3.2007 kl. 21:53

5 Smámynd: Jóhanna Fríða Dalkvist

Einfaldlega af því að þá missum við það sem við þegar höfum. Við getum beðið með að byggja fleiri álver, en leyfa þeim að þróast sem þegar eru komin. Það er betra að hafa fá stór heldur en fleiri lítil. Það eru meiri líkur á að stór lifi af áfall heldur en lítil, svo ef við erum einungis með nokkur lítil, þá eru meiri líkur á að öll eggin brotni ef karfan dettur.

Jóhanna Fríða Dalkvist, 5.3.2007 kl. 08:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Af mbl.is

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband