Leita í fréttum mbl.is

Framsókn og Sumardagurinn fyrsti!

Heyrði í Guðna Ágústssyni í fréttum Bylgjunar!

Þar var haldið áfram með leikritið sem verið hefur í gangi síðustu vikur eftir að þeir ráku Óskar Bergsson! 

Guðni segist vera að hugsa málið og gefi svar á Sumardaginn fyrsta. 

Ég verð að segja að mig óar við hvert Framsóknarflokkurinn stefnir.  Þeir eru að velja þarna mann til forystu sem svo sannarlega er persónugervingur þjóðernisrembu, íhaldssemi og alls sem ég hélt að við værum vaxin upp úr. Hann er talsmaður landbúnaðarins og stendur í fylkingarbrjóst þeirra sem þar vilja engu breyta. 

Nú allt í einu er hann orðin boðlegur fyrir Framsókn og allir búnir að gleyma því þegar hann hrökklaðist úr formannssætinu þar. 

Ef að þetta verður raunin held ég að Framsókn fari að verða enn hættulegri flokkur sem boðar einangrun okkar, vörð um sérhagsmuni og komið verði aftur upp ástandi hér sem við höfum brennt okkur á aftur og aftur og síðast upp úr 2000 fram að hruni. Svona hugmyndafræði sem er mótuð af því að við séum klárust, ríkust og kunnum allt betur en aðrir.  Sem síðar hrynur í andlitið á okkur. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Það er ekkert nýtt í þessu hjá hjá þér eða Samfylkingunni Magnús.Þið haldið ykkur við það sama.Að íslendingar séu aumingjar, vesalingar heimskir og geti ekki neitt hvað þá að bjarga sér, og eigi bara að viður kenna það og tilkynna það öðrum þjóðum,sér í lagi ESB.Og að íslendingar geri allt til að fá að ganga í ESB.Í tilefni þess að páskar eru nýliðnir og páfinn sem er páfi ESB boðaði í sínum boðskap að guð hjálpi þeim sem hjálpi sér sjálfir, þá ættir þú og Samfylgingin að fara í sjálfskoðun.

Sigurgeir Jónsson, 21.4.2014 kl. 13:12

2 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Í stað þess að grenja.

Sigurgeir Jónsson, 21.4.2014 kl. 13:15

3 Smámynd: Rafn Guðmundsson

væri ekki bara gott að fá guðna í 1 sætið hérna í rvk. verður vonandi bara endalok flokksins hérna í rvk. tími til kominn að losna við þennan flokk

Rafn Guðmundsson, 21.4.2014 kl. 16:48

4 identicon

Tja, eiginlega ber ég það mikla virðingu fyrir íbúum höfuðborgarinnar svona yfirleitt, að ég treysti þeim til að kjósa EKKI framsóknarviðbjóðinn. Með Guðna í fyrsta sæti hefði maður haldið að fyrir því væru nánast hverfandi líkur að þessi hópur ómenntaðs öfgafólks kæmi manni að í borgarstjórn.

E (IP-tala skráð) 21.4.2014 kl. 17:06

5 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

"ómenntaður öfgalýður" eru þeir Samfylkingarræflar sem ekki þora að koma fram undir nafni svo menntun þeirra og heimska, komi ekki meira í ljós en orðið er.

Sigurgeir Jónsson, 21.4.2014 kl. 20:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband