Leita í fréttum mbl.is

Samfylkingin í Kópavogi

Ég skal fyrstur viðurkenna að ég varð fyrir miklum vonbrigðum þegar að slitnaði upp úr samstarfi Samfylkingar, Vg, Næst bestaflokksins og Y lista í Kópavogi. Þau höfðu í raun unnið mjög gott starf í heild sinni á meðan þau voru í meirihluta. Og í raun svo gott starf að Sjálfstæðisflokkur og Framsókn ásamt Y lista hafa án mikilla átaka notið þess að taka til sín heiður af starfi sem þau unnu í raun ekki fyrir sjálf.

Síðan kom upp aftur vonbrigði með val á framboðslista nú í vetur. Þ.e. hvernig hann var unnin. 

En nú hef ég verið að líta svona yfir landslagið í Kópavogi og sé ekki að við höfum betri kost í stöðunni og Samfylkingin í Kópavogi  hefur verið að vinna heimavinnu sína síðustu mánuði.  Nú hefur orðið algjör endurnýjun á framvarðarsveit flokksins fyrir næstu kosningar og vinna þessara nýju fulltrúa er m.a. að sýna sig á þessari vel uppsettu síðu http://betrikopavogur.is/

Eftir að hafa lesið yfir það helsta sé þarna góðar hugmyndir, raunhæfar hugmyndir og eitthvað sem virkilega nýtist okkur Kópavogsbúum. Ýmis atriði sem ég hefði viljað bæta við en margt þar sem vekur athygli eins og t.d. varðandi skólamál

 

  • Skoða þann möguleika að taka börn inn í grunnskólann tvisvar á ári og tryggja þannig betri samfellu milli fæðingarorlofs, dagforeldra, leikskóla og grunnskóla.
Sem er náttúrulega leið til að losa um leiksskólapláss og um leið að nota skólahúsnæði grunnskólans betur. 

Eins má nefna varðandi húsnæðismál:

  • Vinna gegn félagslegum aðskilnaði með því að bjóða upp á fjölbreytt húsnæði í öllum hverfum Kópavogs.
  • Leita leiða til að stofna hlutafélag í eigu Kópavogsbæjar sem heldur utan um félagslegt íbúðarhúsnæði bæjarins, húsnæði fyrir fatlaða og þjónustuíbúðir fyrir aldraða. Rekstur íbúða í eigu Kópavogs verði því aðgreindur frá rekstri bæjarfélagsins en hlutverk Kópavogsbæjar verður eftirlit með gæðum þjónustunnar og aðhald í rekstri félagsins. Rekstur leiguíbúða verði sjálfbær.
  • Vinna að framgangi hugmynda í anda þess sem ASÍ setti fram um uppbyggingu á nýju félagslegu húsnæðiskerfi fyrir einstaklinga sem ekki komast inn á húsnæðismarkaðinn og hafa ekki aðgang að félagslega kerfinu. Þannig mun Kópavogur skapa úrræði fyrir ungt fólk, aldraða og tekjulága þannig að þeir geti leigt öruggt húsnæði á viðráðanlegum kjörum.
  • Taka þátt í að byggja upp traustan og hagstæðan leigumarkað meðal annars með því að auka samvinnu við húsnæðisfélög eins og Búseta og Félagsstofnun stúdenta.

 

Sýnist að ég komi til með að hafa meiri áhuga á mínum gamla flokki og kynna mér nýja frambjóðendur því að flokkurinn hefur unnið heimavinnuna síðan ég kíkti á hann síðast.

Enda hafa aðrir flokkar ekki höfðað til mín.  Besti flokkurinn er safn af fólki sem t.d. skipaði Kópavogslistann, Sjálfstæðisflokkurinn búin að vera klofin síðustu misseri í Kópavogi. Framsókn hefur ekki heyrst nema varðandi óskir um að Kópavogur verið gerður að borg eða silungur í Kópavogslækinn. Vg er en dálítið óráðin þar sem hann er komin í samstarf við hóp úr Samfylkingu og Píratar eru óþekkt afl sem engin veit hvað standa fyrir varðandi Kópavog


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband