Leita í fréttum mbl.is

Þetta er furðulegt!

Eins og fréttin hljómaði í morgun þá skildi ég vel að Framsókn hefði hafnað hugmyndum um að stækka framboðið með því að leggja áherslu á að bjóða flugvallarvinum aðkomu að framboðinu! En eins og þessi yfirlýsing formanns Kjördæmissambands Framsóknar hljómar voru þeir tilbúnir í allt sem Guðni stakk upp á.

Ég hefði betur ekki verið að hrósa þeim á facebook í morgun fyrir að láta Guðna ekki eftir einsdæmi um hverjir væru á listanum og eðli framboðsins. Nú kemur í ljós að þeir voru bara alveg tilbúnir í það.  Hverskonar flokkur er það þar sem nokkrir menn taka ákvörðun um áherslumál flokksins og hverjir eiga að skipa framboð af hálfu hans. 

Er Framsókn virkilega á því að fyrir fólk t.d. í Breiðholti eða Grafarholti sem er í umferðahnútum á morgnana og kvöldin, sé það aðalatriði að Reykjavíkurflugvöllur sé þar sem hann er óbreyttur.  Ætli það séu ekki önnur mál sem brenna á þeim.  Reykjavikurflugvöllur leggur sjálfan sig niður smátt og smátt. T.d. var ég að fatta að fyrir svona 30 árum flaug maður reglulega innanlands. En nú eru komin um 15 ár síðan ég flaug síðast. Því það er svo miklu betra að vera á bíl t.d. á Akureyri til að komast eitthvað um og það eru ekki nema hvað 3 eða 4 tíma sem maður er á leiðinni þangað.  Eins er flugið svo dýrt nema að maður bóki það með löngum fyrirvara. 

Var á ferðinni úr Grafarholti um daginn. Ég var um 30 mínútur um klukkan 9 að komast niður í Miðbæ. Fór um daginn upp á Keflavíkurflugvöll og var um 40 mínútur á leiðinni.  

Flugvöllurinn verður áfram næstu árin það er vitað. Það er nefnd að fjalla um þetta mál. Þetta ætti ekki að vera kosningamál núna. 


mbl.is Höfnuðu ekki hugmynd Guðna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Valur Jensson

"Það er nefnd að fjalla um þetta mál. Þetta ætti ekki að vera kosningamál núna," segirðu, greinilega hræddur við vilja 73% borgarbúa og 82% landsmanna sem vilja halda flugvellinum á sínum stað --- og fjölmennasta undirskriftasöfnun sögunnar (tæp 70.000 manns) ber að sama brunni. En nei, Gnarristar og Samfylkingin og útfrymi þeirra vilja ekki, að fólkið fái að ráða, skýla sér á bak við "nefnd" og svikasátt vinstri manna við innanríkisráðherrann sem sjáf hafði sýnt af sér linkind í þessum flugvallarmálum í borgarstjórn!

Jón Valur Jensson, 26.4.2014 kl. 15:05

2 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Síðan hvenær tekur það 3 tíma að aka frá Reykjavík til Akureyrar? 

Ef svo væri yrði meðalhraðinn að vera tæplega 130 kílómetrar á klukkustund og hvergi stoppað á leiðinni !  

Sönnu nær er að ætla sér minnst 5 tíma til ferðarinnar í allt og stansa minnst tvisvar á leiðinni.

Það þýðir að það er dagsverk og vel það að fara fram og til baka ef menn ætla að keyra.

Meðan Reykjavíkurflugvöllur er þar sem hann er er Akureyri í raun hluti af borgarsamfélaginu Reykjavík-Akureyri, en alþjóðlegur mælikvarði á "virkt borgarsamfélag" (FUA, Functional Urban Area) er að mannfjöldinn sé minnst 15 þúsund og að það taki mest 45 mínútur að fara frá jaðri til miðju þess.   

Ómar Ragnarsson, 26.4.2014 kl. 17:06

3 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Ómar hafði ekki tímamælt þetta. En skv. vegagerðinni eru 388 km til Akureyrar. Og það gerir um 4 tíma ef maður er rétt um það bil á hámarkshraða. 

Annars ef maður flýgur þá þarf maður að mæta hvað hálftíma, klukkutíma fyrir flug. Flugferðinn minnir mig að sé um 50 mínútur og svo er maður tíma að koma sér frá flugvél í bíl ef maður hefur leigt hann eða er sóttur og svo eru hvað 10 mínútur niður í Miðbæ Akureyra þannig þetta gera örugglega um 3 tíma

Magnús Helgi Björgvinsson, 26.4.2014 kl. 18:27

4 identicon

Svo er það nú bara spurning hvaða erindi maður á út á land yfirleitt?

E (IP-tala skráð) 26.4.2014 kl. 19:45

5 Smámynd: Jón Valur Jensson

Og ekki hefur Maggi enn anzað ábendingum mínum!

Jón Valur Jensson, 27.4.2014 kl. 02:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband