Leita í fréttum mbl.is

Ekki fögur lýsing á dótturfyrirtæki Bakkavarar.

Var að lesa þetta inn á síðunni hans Egils Helgasonar.

Það hefur aldrei þótt fínt á Íslandi að vera vondur við fólk, hvað þá að græða peninga á því að vera vondur við fólk. Íslendingar hafa sem betur fer lengstum verið nokkrir jafnræðissinnar í sér. Þess vegna finnst manni skrítið að lesa fréttir af verksmiðju Bakkavarar, Katsouris Fresh Foods, á Englandi. Lýsingarnar eru eins og eitthvað frá tíma iðnbyltingarinnar. Starfsfólk missir útlimi í vélum. Óhreinlætið er slíkt að aðskotahlutir finnast í matvælunum - fyrir utan salmonellu. Starfsfólkið er flestallt útlendingar á sultarlaunum.

Þetta er varla útrásin sem Íslendingar eru stoltir af.

Blaðið hefur hérumbil eitt fjölmiðla á Íslandi verið að fjalla um þetta. Er ekki kominn tími til að aðrir fjölmiðlar taki við sér?

Í fréttatíma Stöðvar 2 var svo frétt um annað fyrirtæki af svipuðum toga Það heitir Lauffell og gerir út á að níðast á erlendum verkamönnum. Svonalagað er þjóðarskömm og á ekki að líðast.

Ég hafði ekki lesið þetta svo ég fór inn á síðu Blaðisins og las greinina þar. Þetta var ekki fögur lesning. Þar stendur m.a.

 

Þagga niður vandann

Paul Kenny, framkvæmdastjóri GMB, undrast mjög viðbrögð Bakkavarar vegna málsins, sem hann kallar móðgandi. Hann útilokar ekki frekari aðgerðir. „Saga Katsouris varðandi hreinlæti og öryggi er slæm, svo ekki sé meira sagt. Ég hefði haldið að Bakkavör hefði frekar verið ánægt með ábending ar okkar um alvarlega bresti þegar kemur að hreinlæti og öryggisreglum, áður en slíkt barst til fjölmiðla," seg ir Kenny í bréfi sem Blaðið hef ur undir höndum. „Framvegis neyðumst við til að sniðganga fyrir tækið þegar farið verður yfir aðrar athugasemdir.Við lýsum yfir áhyggjum okkar yfir augljósum tilraunum fyrirtækisins til að þagga niður vandann."

Svört skýrsla

Conroy leggur áherslu á að yfirstjórn Bakkavarar Group bregðist hratt við. Hún gagnrýnir jafnframt launastefnu fyrirtækisins. „Laun in sem fyrirtækið greiðir eru ekki góð. Þeir greiða eingöngu lágmarkslaun og hér er dýrt að lifa. Meiri hluti starfsmanna talar litla ensku og á við tungumála örðugleika að stríða," segir Conroy. „Við höf um verið að kljást við þennan vanda í nokkur ár. Gerð var ítarleg skoðun á starfseminni og virkilega svört skýrsla um aðbúnainn birt í kjölfarið. Engin viðbrögð hafa feng ist frá stjórnendunum Katsouris og því ákváðum  við að leita til eigendanna."


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband