Leita í fréttum mbl.is

Kosningar í Kópavogi! Hvað á að kjósa?

Nú þegar kosningar nálgast óðfluga er eðlilegt að fólk skoði hvað það á að kjósa og þetta á við okkur Kópavogsbúa sérstaklega. Hér eru nú í boði hvað um 8 framboð!  Held að þau hafi sjaldan verið fleiri.

Og það vekur mig til umhugsunar! Þarna erum við að tala um valdaflokkana Framsókn og Sjálfstæðisflokk sem hafa farið með völd hér í Kópavogi nær óslitið frá tíundaáratug síðustu aldar (fyrir utan tæp 2 ár eftir hrun þar sem aðrir tóku til eftir þá)

Nú er fólk örugglega ekki sammála mér en ég vil benda á nokkra punktar sem kjósendur ættu að horfa í áður en þeir taka ákvarðanir.

  • Sjálfstæðisflokkur hefur staðið fyrir hér í Kópavogi eins og víðar ógurlegri áherslu á lóðasölu og fjölgun íbúa. Ég sem Kópavogsbúi til áratuga velti því stöðugt fyrir mér hvað það er sérstaklega sem við við höfum grætt á þessari útþenslu. Veit ekki betur en að bæjarfélagið hafi skuldsett sig upp úr öllu valdi til að kaupa lönd og skipuleggja byggð. Ekki er áberandi lægri gjöld hér í bænum svo ég spyr alltaf hvað erum við bæjarbúar að græða á þessari æsilegu uppbyggingu nema skuldir næstu árin.
  • Framsókn hefur nær öll árin fylgt með Sjálfstæðisflokki í stjórn! Og verið þar þæga hækjan sem hefur gert það sem þeim er sagt nema rétt fyrir kosningar að maður heyrir í þeim.
  • Píratar: Ungur spennandi flokkur en þar eru ungir frambjóðendur sem varla hafa þurft að hafa fyrir lífinu og félagsskapur sem saman stendur af nokkrum aðilum! Efast um reynslu og þekkingu þeirra og því tel ég það bjóða upp á mistök ef þeir fengju mikil völd strax!
  • Dögun: Um það framboð veit ég lítið en það hefur ekki fengið hljómgrunn í fyrri kosningum!
  • Næstbestiflokkurinn. Það er ágætur maður þar Hjálmar og vinnusamur. En hann sýndi í meirihlutasamstarfi ógurlega skammsýni og varð m.a. til meirihlutinn sprakk.
  • Björt framtíð í Kópavogi er að uppistöðu blanda af m.a. Lista Kópavogbúa og framganga þeirra í núverandi og fyrrverandi meirihluta veldur því að mér finnst sá flokkur komi ekki til greina.
  • Vg og félagshyggjufólk.  Þarna er á ferðinni framboð sem virkilega er hægt að skoða. Þarna er m.a. hópur fólks sem hefur starfað með Samfylkingunni en fékk ekki framgang þar hjá vali. Vg og Samfylking hafa starfað mjög vel saman.
  • Eins og allir vita þá er ég flokksbundin í Samfylkingunni! Og hún hefur það fram yfir flest öll framboðin a.m.k. þau nýju að þetta er mjög virkt félag í Kópavogi þar sem haldnir eru opnir félagsfundir allan veturinn hvern einasta mánudag. þar hef m.a. ég getað farið og rætt við mína bæjarbúa þegar eitthvað brennur á mér. Þarna mæta vikulega 30 til 60 manns og ræða málefni bæjarins. Eins hef ég séð þar að nauðsyn þess að í flokkum sér reynslumikið fólk sem þekkir leikreglur, skipulag og ferla innan bæjarins hjálpa við að flokkurinn þarf ekki að leggjast í margra mánaða vinnu eftir kosningar að setja nýja fulltrúa inn í störfin í öllum nefndum og ráðum bæjarins. Eins tryggir svona virkur félagsskapur að þarna myndast ekki klíka  nokkurra einstaklinga sem ná kjöri og vina þeirra sem svo þurfa ekki að hlusta á kjósendur næstu árin. Samfylkingin sýndi það ásamt fleirum að flokkurinn var ekki hræddur við að taka á erfiðum málum hér eftir síðustu kosningar og ef ekki hefði verið fyrir reynsluleysi og óstöðugleika annarra í þeim meirihluta þá væru Framsókn, Sjálfstæðisflokkur og Kópavogslistinn ekki að skreyta sig núna með stolnum fjöðrum. 
Hvet kjósendur í Kópavogi að vanda val sitt í bæjarkosningum og sem kjósandi Samfylkingarinnar bendi ég á ágætan vef þeirra  http://betrikopavogur.is/
 
mbl.is Ekki lengur með meirihluta í bæjarstjórn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Því miður Magnús Helgi, þá er ekkert gott að búa í Kópavogi eftir að stjórnvöld, sýslumaður og bæjarstjórn, hafa ítrekað reynt að telja íbúum Kópavogsbæjar, að eignarnám í landi Vatnsenda hafi verið eitthvað lán fyrir bæjafélagið. Reyndin er allt önnur og sorgleg niðurstaða á spilltu embættismannakerfi sem ekki sér fyrir endann á. Stolin bíll er alltaf stolinn bíll og skiptir ekki máli hversu árin verða mörg.

Sigurður K Hjaltested (IP-tala skráð) 19.5.2014 kl. 19:44

2 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Fyrst þú  tala um Vatnsenda þá hef ég verið gapandi yfir þeim látum sem var að taka það land eignarnámi og gera samninga við einhvern sem ekki var vitað hvort væri endilega eigandi!  Eins hefði mátt skipuleggja byggðina við Elliðavatn og þar miklu betur að mínu mati.  Og þetta mál gæti jú kostað Kópavogsbæ milljarða í framtíðinni Hef heyrt í gegnum tíðina söguna af fjölskyldunni sem var sparkað út úr húsum og skilin eftir upp á vegi og allt sem síðar fylgdi og það er ekki falleg saga!

Magnús Helgi Björgvinsson, 19.5.2014 kl. 23:59

3 identicon

Því miður er sagan sönn. Óska samt öllum í Kópavogi að kjósa rétt í komandi kosningum og eiga þeir allir skilið hið besta.

M.b.kv.

Sigurður K Hjaltested (IP-tala skráð) 21.5.2014 kl. 17:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband