Leita í fréttum mbl.is

Halló Kópavogur! - Það eru að koma kosningar!

Finnst alveg makalaust hvað kosningabarátta og umræða í Kópavogi fer hljótt. Reyndar á svo við með flest stærstu sveitarfélögin!

Held að kjósendur í Kópavogi ættu að líta til Reykjavíkur varðandi val sitt í næstu kosningum!  Í Reykjavík er að koma í ljós að ný úthverfi, flugvöllur og fleira er ekki það sem fólk er að hugsa um. það er að hugsa um þjónustur við fólkið í bænum, börnin, og þjónustu við aldraða.  Fólk í Reykjavík sér eins og eðlilegt er að hugsanleg ný byggingarlönd marga kílómetra frá þjónustu og vinnu er eitthvað sem núverandi borgarbúar hafa hvorki hag af né óska sér. 

Eins er þetta í Kópavogi. Er ekki helstu málin hvort að bærinn sér að veita börnum, barnafólki og öldruðum þá bestu þjónustu sem völ er á.  Fólk sem þegar býr í bænum er ekki að flytja á hverju ári og þurfa því ekki sífellt nýtt húsnæði.  Auðvita þarf að vera framboð af húsnæði en það brjálæði sem gekk yfir bæinn okkar fyrir hrun á eftir að greiða niður á næstu áratugum og bærinn teygst í langleiðina upp á Hellisheiði án þess að við bæjarbúar höfum notið þess í neinu nema flottum Íþróttahúsum!  

Er ekki kominn tími til að einbeita sér að því að Kópavogur verið fyrirmyndarbær þar sem hugað er að fólkinu sem þar býr og aðstoða alla við að lifa mannsæmandi lífi.  Gera vel við börnin, gera vel við aldraða og gera manneskjulegri. 

Til þess þarf að kjósa rétt. Það er komin áratugareynsla af sumum flokkum. Ég hvet fólk til að vanda valið! Það hafa lengst af nú verið við völd verktakaflokkar sem sé ekki framfarir nema verið sé að byggja. Innviðir bæjarins og þjónusta hefur stundum verið neðar í forgangi.

Hér áður var bærinn þekktur af því að láta velferð fólks hafa algjöran forgang. Þannig bæ vill ég aftur auk þess að þennan bæ þarf nauðsynlega að skipuleggja þannig að hann verði ekki svefnbær fyrir fólk sem svo lifir og starfar annarstaðar. 

Ég persónulega treysti Samfylkingunni í Kópavogi til að vinna að þessu!  Hvað með ykkur?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

eg treysti engum akurat engum okkur vantar venjulegt fólk ekki svikula atvinnumenn

Helgi Armannsson (IP-tala skráð) 22.5.2014 kl. 03:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband