Leita í fréttum mbl.is

Til hamingju með afmælið! - En smá vangaveltur

Ástæða til að óska þeim til hamingju með að hafa þó lokið um 1/4 af kjörtímabilinu. En í ljósi frétta um fjárveitingar hingað og þangað sem berast nú þessa dagana til að hjálpa væntanlega sínu fólki í sveitarstjórnakosningum vakna nokkrar spurningar.

  • Í gær las ég fréttir um að nú eigi að stórauka fjármagn í nýsköpun og rannsóknir.  En úps þeir skáru þær allar niður fyrir 5 mánuðum! - Til hvers var það gert. Jú Forsætisráðherra talar um að það hafi verið nauðsynlegt þar sem leggja átti fram hallalaus fjárlög. En nú 5 mánuðum seinna hvað hefur breyst? Minnir að fjárlög hafi verið lögð fram með um 200 milljóna afgangi! Síðan hefur verið samið við ýmis ríkisstarfsmannafélög um hækkanir umfram það sem var gert ráð fyrir í fjárlögum, í haust verða svo lánin lækkuð og ekki er tryggð enn fjármögnun á því.  Er staða ríkissjóðs mun betri en þeir reiknuðu með. Hvar getur maður séð t.d. uppgjör fyrir fyrsta ársfjórðung. 
  • Ekki það að maður fagni ekki auknu fé í nýsköpun og rannsóknir en úps það er búið að skera niður skatta og veiðigjöld um heilan helling. Hvar ætla þau að fá peninga í þetta. Kannski með sölu eigna ríkisins? Og hverjum þá? Nú eða eru þeir að ná í peninga frá kröfuhöfum sem við vitum ekki af enn! Og af hverju voru þeir þá að slá af fyrri áætlun með öllu í síðustu fjárlögum en lofa nú enn meiri fjármunum í það sama?
  • Eins er verið að tala um að fara í samninga við einkaaðila um byggingu Sundabrautar. Hvernig á að fjármagna það! Eru menn að reikna með að fólk almennt borgi fyrir að nota hana? Var það ekki slegið af borðinu hér fyrir nokkrum árum?  Og halda menn að ríkið þurfi ekkert að borga í þessari fjárfestingu?
  • Ekki það að maður fagni ekki að fá Sundabraut en ekki á hvaða kjörum sem er!
Ég er bara svon tregur að ég næ því ekki að í desember voru þeir að skera allt niður sem þeir gátu til að ná fjárlögum hallalausum en nú allt í einu eru þeir með fullar hendur fjár sem þeir geta dælt út 5 mánuðum seinna. Ekki misskilja mig en ég næ ekki hvernig ríkissjóður verður hallalaus ef þeir fara ekkert eftir fjárlögum og geta aukið útgjöld mikið en samt staðist fjárlög! 
En ég fagna mörgu af þessu enda stóð það til hjá fyrri stjórn sem reyndar lagði til flestar fjaðrinar sem núverandi stjórnvöld geta skreitt sig með, eins og lága verðbólgu, minnkandi atvinnuleysi og fleira. Eina sem þeir hafa lagt til er nærri því afnám veiðigjalda, afnám auðlegðarskatts og örlítil lækkun tekjuskatts á millistéttina. 
mbl.is Ár frá því ríkisstjórnin tók við völdum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband