Laugardagur, 24. maí 2014
Kjósa Pirata í Kópavogi? - Varla eftir að hafa lesið þetta!
Var að lesa grein eftir Margréti Tryggvadóttur og þar virðist eitthvað mikð vera að! Hún var í Pirötum í smá tíma en honum lýsir hún ekki fallega. M.a. að Alþingismenn Pirata virðist hafa nær alræðisvald flokknum og upplýsingar sem aðrir félagar fá ekki eða hafa aðgang að. Sem er skrýtið í ljósi þess fyrir hvað flokkurinn stendur. Margrét rekur þetta mjög ítarlega og hvet ég fólk til að lesa þetta því það er ekki í neinu samræmi við það sem flokkurinn boðar út á við:
Margrét telur upp þessi helstu atrið og fjallar svo ítarlega um reynslu sína í greininnii:
Ég hef meðal annars komist að því að:
- Bara sumir félagsmenn í pírötum fá tölvupóst og fréttir frá flokknum.
- Þingmenn flokksins láta sér detta í hug að hringja í frambjóðendur í prófkjöri til að reyna að fá þá til að falla frá framboði.
- Hið rafræna kosningakerfi pírata virkar ekki sem skyldi og er auk þess notað til að auka á miðstýringuna í flokknum.
- Einn af þingmönnunum er jafnframt tæknimaður og virðist hafa aðgang að öllum innviðum og upplýsingum í kerfinu.
- Annar þingmaður greinir frá trúnaðarupplýsingum um starfsumsóknir til flokksins á opinberum vettvangi og reynir að nýta þær í pólitískum drulluslag.
- Kjörnir fulltrúar leyfa sér að nota orðbragð um aðra félagsmenn flokksins sem hæfir frekar götustrákum en alþingismönnum.
- Kjörnir fulltrúar yfirtaka félagsfundi aðildarfélags sem þeir eiga enga aðild að.
En hér má sjá greinina í heild
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt 25.5.2014 kl. 15:56 | Facebook
Nýjustu færslur
- 22.10.2017 Nokkrar staðreyndir um skattaþróun í tíð hægristjórna
- 29.11.2016 Auðvita er leiðiinlegt að fyrirtækið skuli vera lent í þessu!...
- 7.11.2016 Á meðan að almenningur almennt á ekki kost á svona fyrirkomul...
- 6.11.2016 Garðabær er nú ekki til fyrirmyndar í málefnum þeirra sem þur...
- 1.11.2016 Halló er ekki allt í lagi á Mogganum?
- 30.10.2016 En jafnaðarmennskan hverfur ekkert!
- 29.10.2016 Hönd flokksins
- 29.10.2016 Þetta á erindi við kjósendur
Eldri færslur
- Október 2017
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
- Júlí 2006
- Júní 2006
- Maí 2006
- Apríl 2006
- Mars 2006
- Febrúar 2006
Tenglar
ESB
Samfylkingin
Maggi B er flokksbundinn samfylkingarmaður í Samfylkingarfélaginu í Kópavogi
Teljari
Tenging við twitter
Um bloggið
Vettvangur Magga
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (8.11.): 2
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 25
- Frá upphafi: 969275
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 20
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
RSS-straumar
RSS
Hvað er nýtt
RUV
- Augnablik - sæki gögn...
DV
- Augnablik - sæki gögn...
Visir.is
- Augnablik - sæki gögn...
Pressan
- Augnablik - sæki gögn...
Pressan Kaffistofa
- Augnablik - sæki gögn...
Af Eyjunni fréttir
- Augnablik - sæki gögn...
Bloggvinir
- Ingibjörg Hinriksdóttir
- Guðni Már Henningsson
- Kristbjörg Þórisdóttir
- Kristbjörg Þórisdóttir
- Samfylkingin Norðvesturkjördæmi
- Gísli Tryggvason
- Guðríður Arnardóttir
- Guðmundur Magnússon
- Hlynur Hallsson
- Kristján Pétursson
- Vefritid
- Bjarni Harðarson
- Davíð
- Ólöf Ýrr Atladóttir
- Björn Benedikt Guðnason
- Sigurlín Margrét Sigurðardóttir
- Egill Rúnar Sigurðsson
- Hlynur Halldórsson
- Tómas Þóroddsson
- Adda bloggar
- Killer Joe
- Tíðarandinn.is
- Þórður Steinn Guðmunds
- Kolbrún Jónsdóttir
- íd
- Haukur Nikulásson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Sigfús Þ. Sigmundsson
- Bleika Eldingin
- Sigurður Sigurðsson
- Inga Lára Helgadóttir
- Björn Emil Traustason
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Björn Heiðdal
- krossgata
- Þröstur Friðþjófsson.
- S. Lúther Gestsson
- Sigurjón Sigurðsson
- Guðrún Helgadóttir
- Jón Ragnar Björnsson
- gudni.is
- Jakob Falur Kristinsson
- Sæþór Helgi Jensson
- Bergþóra Árnadóttir - RIP 15.2.48 - 8.3.07
- Félag Ungra Frjálslyndra
- Alfreð Símonarson
- Hlekkur
- Þorsteinn Briem
- Jonni
- Torfusamtökin
- Gulli litli
- Sigurður Sigurðsson
- Helena Sigurbergsdóttir
- Elías Stefáns.
- viddi
- Oddrún
- Jón Gunnar Bjarkan
- Heimir Eyvindarson
- Himmalingur
- Eygló
- Hólmfríður Bjarnadóttir
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Ólafur Ingólfsson
- Rúnar Þór Þórarinsson
- Styrmir Reynisson
- Helga Kristjánsdóttir
- Sæmundur Bjarnason
- Ingimundur Bergmann
- Loftslag.is
- Kjartan Jónsson
- Brattur
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Högni Snær Hauksson
- Jack Daniel's
- Kama Sutra
- Magnús Ragnar (Maggi Raggi).
- Ómar Bjarki Smárason
- Stefán Júlíusson
Athugasemdir
Ég er viss um að þú ætlaðir að kjósa pírata áður en þetta kom upp er það ekki? ;)
Það er allltaf eitthvað sem betur má fara, þannig er það í öllum flokkum. Sérstaklega flokki sem er á sínu fyrsta/öðru kjörtímabili að það tekur tíma að læra á hlutina og allt það.
Vona að þú athugir báðar hliðar þessa máls áður en þú gerir upp hug þinn.
Einar (IP-tala skráð) 24.5.2014 kl. 13:21
Sko ég er virkilega áhugasamur um opna stjórnsýslu og beina aðkomu borgara að stjórn sveitarfélaga. Finnst bara nauðsynlegt að menn skoði það að frambjóðendur beiti þá ekki þveröfugum aðferðum við að komast í áhrifastöður. Það er það sem ég vill ekki sjá. Sem og að ég tel nauðsynlegt að fulltrúar bæjarbúa í bæjarstjórn séu flestir með einhverja reynslu af lífinu. Og þú vissulega eigi að heyrast í röddum ungafólksins þá sé það nauðsynlegt að þar fari að meirihluta fólk með reynslu af því að vera skattgreiðenddur, uppalendur og almennt hafa lifað lífinu eitthvað. En þessi saga er ekki falleg eins og Margrét rekur hana og það að 2 um það bil tvítugir bræður og vinur þeirrs skipi efstu 3 sætinn segir mér að kjósendur ættu að hafa varan við!
Magnús Helgi Björgvinsson, 24.5.2014 kl. 13:53
Margrét Tryggvadóttir var á þingi fyrir Pírataflokkinn. Eða er það ekki rétt munað hjá mér? Og Þór Saari var líka í þeim þingflokki. Hann er hagfræðingur og fyrrverandi starfsmaður í Seðlabanka Íslands. Hvað var verkefni Þórs Saari í þessu blekkingarleikriti, sem er í gangi á Íslandi?
Margrét Tryggvadóttir þarf að skilja, að þingstörf snúast ekki um neftóbaksnotkun samstarfsmanna, og því síður um geðheilsu sjálfstætt hugsandi og heiðarlegra þingmanna.
Ný stjórnarskrá breytir ekki hugarfari í samfélagi.
Margrét Tryggvadóttir hefur ekki atburðarrás heimsins í sínum höndum, frekar en aðrir. Það eru minnst tvær hliðar á hennar Stjórnarskrármáli, og öllum öðrum málum. Baráttan snýst um að fara eftir gildandi stjórnarskrá og réttlæti, áður en lengra verður haldið á þeirri stjórnarskrárbraut.
Mér finnst Píratar ekki heldur átta sig alveg á heildarmynd persónuverndar. Það skorti skoðanir þeirra þegar kom að lífsýnasöfnuninni, sem björgunarsveitirnar létu hafa sig út í að safna. Þeir Píratar virtust hafa meiri áhyggjur af hagstofu-upplýsingunum, sem ég hef minni áhyggjur af.
Verst að það er ekki verið að kjósa í stjórnir og embætti hjá fjármála/dómstólaöflunum, sem virðast stjórna öllu eftir geðþóttaákvörðunum falda aflsins. En eitthvað verðum við að kjósa, út frá þeim skilningi/þekkingu sem er til staðar á kosningadaginn.
M.b.kv.
Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 24.5.2014 kl. 21:15
Nei Margrét Tryggvadóttir var á Alþingi fyrir Hreyfinguna og Þór Saari líka sem og og Birgitta. En Birgitta gekk úr Hreyfingunni og stofnaði Pirata fyrir síðustu kosningar! Margrét og Þór Saari hættu á Alþingi eftir að þau höfðu stofnað Dögun
Magnús Helgi Björgvinsson, 24.5.2014 kl. 21:20
Takk fyrir þetta Magnús. Þá er spurning hvernig er verið að flétta þessa blekkingar-atburðarrás ofan í almenning, með yfirtökuliði nýrra flokka/fólks. Er þetta ekki undarleg aðferð svokallaðs siðmenntaðs samfélags, til lýðræðislegra og frjálsra kosninga?
Fátækir hafa ekki efni á lögfræðingi til að verja sig, og svika-ofurríkir hafa alþjóðapassa (t.d. Björgúlfur Thor), sem fríar þá frá öllum réttinda-dómsstólum?
Er þetta siðmenntuð heimsstefna?
Kannski þurfum við Pírata í málin?
M.b.kv.
Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 24.5.2014 kl. 23:58
Það er því miður margt hjá henni Margréti sem er ekki alveg satt og rétt í þessu máli.
Það var farið eftir lýðræðislegum reglum Pírata við kjör á lista til framboðs og þegar svo kom í ljós að enginn af frambjóðendum Dögunar var í efstu sætum, þá varð fjandinn laus.
Lýðræðisleg kosning hentaði ekki Dögun á þeim tímapunkti og þeir heimtuðu uppstillingu á lista, sökuðu pírata um smölun og annað í þeim dúr.
Herferð Margrétar og þessi pistill hennar er óvæginn og því miður ekki sannur né réttur og skrifaður í heift og reiði þar sem hún ber þá röngum sökum sem reyndu að hjálpa.
Margt gott hefur hún ritað og rætt en þarna lætur hún heiftina bera skynsemina ofurliði.
Jack Daniel's, 25.5.2014 kl. 15:28
Jack Hrafnkell Daníelsson, ég var áhorfandi að þessum farsa og verð bara að taka undir lýsingu Margrétar sem er einfaldlega að segja satt og rétt frá og ekki að bæta neinu við. Pistillinn er sem sagt sannur og ef hann er óvæginn þá er sannleikurinn óvæginn. En reiði eða heift er ekki til staðar hjá henni eða nokkrum öðrum af þeim sem yfirgáfu þessa pírataskútu.
Baldvin Björgvinsson, 25.5.2014 kl. 15:42
Sú meginályktun þín, að þingmenn Pírata hafi alræðisvald í flokknum, er að mér sýnist í hrópandi ósamræmi við frásögnina sem þú byggir hana á.
Þingmenn Pírata, sem og fjölmargir aðrir Píratar innan sem utan Kópavogs, töluðu gegn því að vilji félagsmanna í aðildarfélaga Pírata í Kópavogi yrði virtur að vettugi af stjórn félagsins. Afstaða félagsmanna til þeirrar ráðagerðar stjórnarinnar var að sögn alveg skýr á þessum fundi, enda þurfti stjórnin að víkja. Það er ekki alræði, heldur þvert á móti heilbrigðu framgangur þess lýðræðis sem Píratar tala fyrir.
Viktor Orri Valgarðsson (IP-tala skráð) 25.5.2014 kl. 23:09
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.