Leita í fréttum mbl.is

Bestu kostirnir fyrir kjósendur í Kópavogi!

Búinn að skrifa nokkur blogg um hvaða flokka ég ætla ekki að kjósa í Kópavogi sem má sjá hér á undan.  Flestir vita náttúrulega hvað ég ætla að kjósa en ég ákvað það sem ekki fyrr en bara fyrir nokkrum vikum endanlega!  Nú ætla ég klára þessar pælingar:

Þegar Björt framtíð tilkynnti framboð sitt fannst mér það áhugavert þar sem ég átti erfitt með að sætta mig við ákveðin atriði varðandi val á lista í Samfylkingunni. En þegar ég fór að heyra af því að slatti frambjóðenda væri af gamla Y listanum (Listi Kópavogsbúa) sem fór hamförum hér á miðju kjörtímabili þegar samstarf þá verandi meirihluta sprakk og gekk svo í samstarf við fyrri meirihluta Framsóknar og Sjálfstæðismanna fékk ég andúð á því fólki sem stóð að því framboði þar sem þau gengu gegn öllu sem þau höfðu lofað. Þannig að Björt framtíð er út úr myndinni hjá mér og ég sé líka að stofnandi Y listans sjálf ætlar ekki að kjósa þetta fólk Sjá hér

Oddviti Y- listans vildi ótrúlega fljótt í samstarf við fyrrverandi meirihluta, þrátt fyrir að fyrsta loforð listans yrði svikið.  Okkar prinsipp sem fólk kaus okkur útá var þverbrotið, þ.e. óplitískur bæjarstjóri. Helmingur listans sagði nei en hinn helmingurinn með nokkra meðreiðarsveina fór með oddvitanum, þrátt fyrir að hafa hafa sent yfirlýsingar í tölvupósti um að öll okkar prinsipp væru brotin og það væru svik við kjósendur að endurreisa gamla meirihlutann.  Það var greinilega gott að fara í vel greiddar nefndir. Hluti þeirra sem endurreistu gamla meirihlutann  er nú í fremstu röð á lista Bjartrar framtíðar og eru að mínu mati því „úlfar í sauðagæru“ á þeim lista.

Þannig að þá er Björt framtíð í Kópavogi komin af listanum hjá mér. 

Næstbesti flokkurinn. Þar fer Hjálmar Hjálmarsson fremstur í flokki og með m.a. fólk af erlendum uppruna  með sér á lista sem er flott. Hann hefur unnið ágætlega í bæjarstjórn og vakið athygli á ýmsum málum en ég get bara ekki sætt mig við að hann fór gjörsamlega á taugum þegar að segja átti bæjarstjóra upp störfum þar sem fólk var ekki ánægt með störf hennar og átti því stóran eða stærsta hlut í að meirihlutinn sprakk þarna 2012 og kom fyrri flokkum aftur til valda. 

Því er Næstbesti ekki möguleiki fyrir mig.

Um Framsókn þarf ég ekki að ræða því allir vita hug minn til þess flokks. Fulltrúi hans hefur á þessu kjörtímabili helst unnið sér til afreka svona fram á síðustu mánuði að hann gerði samning við fráfarandi Bæjarstjóra þega hann tók við sem tryggði henni full laun í tæp 2 ár við að gera ekkert! Og svo vill hann silung í Kópavoglæk, breyta Kópavogbæ í borg og banna reykingar í bændum.  Svona það helsta sem hann hefur lagt til.

Held ég sé búin að fjalla um alla flokka nema Samfylkingu og Vg og félagshyggjufólk. Ég get skilið og mælt með að fólk kjósi þessa 2 flokka fyrir Kópavog. Ólafur Þór og fólk sem er með honum á lista er held ég gott og öflugt fólk. Enda margir komnir þangað nú frá Samfylkingu. 

En ég kýs Samfylkinguna! Það sem höfðar til mín er ákveðin endurnýjun á forystunni þó ég hefði kosið að hún yrði valin örðuvísi þá ákvað félagsfundur að þessi leið yrði farin og ég var ekki á þeim fundi og sætti mig því við það. Þarna er hópur fólks sem starfað hefur vel inni í félaginu og í nefndum og ráðum bæjarins og þekkir því vel til. Þarna eru líka Kópavogsbúar sem haf ekki komið beint að starfinu áður en eru brennandi í baráttu fyrir betri Kópavogi. Og því er það niðurstaða mín engum á óvart að kjósa Samfylkinguna í Kópavog um næstu helgi. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hvað með Píratana og Dögun?

Skúli (IP-tala skráð) 27.5.2014 kl. 18:15

2 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Búinn að skrfa um pirata! Lýst illa á 2 bræður um 20 ára og vin þeirra sem tóku þarna völdin! Dögun held ég að komist ekki á blað! Veit ekkert um þau!

Magnús Helgi Björgvinsson, 27.5.2014 kl. 18:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband