Leita í fréttum mbl.is

Furðuleg kosningabarátta í Kópavogi

Búinn í morgun og gær liggja yfir kosningabaráttunni í Kópavogi sem hefur nú reyndar ekki farið hátt í umræðunni. Það er reyndar furðulegt í ljósi þess að hér um næststærsta sveitarfélag landsins! Og nú skil ég betur af hverju ekkert heyrist af baráttunni.  Það sýnist sem að a.m.k. þeir 2 flokkar sem eru í meirihlutanum nú hafi tekið upp þau vinnubrögð að skoða hvað Samfylkingin leggur til og toppa það svo eða a.m.k. jafna nokkrum dögum síðar.  Svo langt gengur þetta að Framsókn og Sjálfstæðisflokkur nota sömu aðferðir. Allt upp í það að nota sömu leturgerð í slagorðin.  Hér síðar í dag mun ég sýna fram á hermikeppni þessara flokka.

t.d. mun benda á:

Samfylking byrjaði fyrst á að tala um "BETRI KÓPAVOGUR"

Framsókn toppaði það með "ENN BETRI KÓPAVOG"

 

Verð að segja að mér finnst þetta ódýrt. Það er eins og vinnufundirnir hjá þessum flokkum snúist um að skoða allt sem Samfylkingin er að setja fram sem stefnumál í Kópavogi og a.m.k. jafna það eða toppa. 

Ég mun síðar í dag sanna þetta með skjáskotum sem ég er að safna mér og tímasetningum. 

En Kópavogsbúar þurfa þá að hugsa um hvort þau vilja kjósa flokka sem hafa ekki hugmyndaflug til að leggja fram nein mál fyrir velferð Kópavogsbúa nema að fá þau að láni frá öðrum. Og Samfylkingin getur þá eftir kosningar hugsað um það að fyrir utan bæjarfulltrúa sem þau fá kosin þá lögðu þau línurnar fyrir aðra flokka í bænum. Er ekki betra að kjósa frumgerðina heldur en þá sem kópera bara það sem aðrir leggja til 

En ég skal sýna ykkur þetta nánar síðar í dag (og morgun hugsanlega)

Kafli 1 Framsókn


mbl.is Skipta verður um meirihluta
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jósef Smári Ásmundsson

Heyrðu, Ég er með rosa gott slagorð sem þið í SF getið notað fram að kosningum: "Það er betra að búa í Kópavogi".

Jósef Smári Ásmundsson, 29.5.2014 kl. 12:23

2 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

"Það verður betra að búa í Kópavogi!" væri réttara!

Magnús Helgi Björgvinsson, 29.5.2014 kl. 12:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband