Leita í fréttum mbl.is

Hugmyndasnauðir Sjálfstæðismenn - Kosningabaráttan í Kópavogi kafli 2

Í fyrri færslu fjallaði ég um að Framsókn í Kópavogi hefði stytt sér leið varðandi kosningastefnuskrá sína og bætt við hana nærri því beint frá Samfylkingu þegar þeir sáu að ekki dugði að bjóða Kópavogsbúum bara að þeir ætluðu sko að tryggja að Sjálfstæðisflokkurinn héldi hér völdum.  Því er ekki úr vegi að fjalla aðeins um Sjálfstæðisflokkinn og kosningabaráttu hans!

Nú Sjálfstæðisflokkurinn hefur farið sömu leið og Framsókn. Svona um það bil þegar hann fattaði að bæjarbúar væru ekki ginkeyptir fyrir að nýjar lóðir og flott íþróttarhús væru það sem væri nauðsynlegt til að auka lífsgæði þeirra sem þegar búa í Kópavogi. Sérstaklega þar sem nær allar íbúðir sem byggðar hafa verið í Kópavogi síðustu ár og áratugi hafa verið langt fyrir ofan kaupgetu þeirra sem ekki eru með mjög há laun og sérstaklega þeirra sem eru að kaupa í fyrsta skipti. Fólk vill fá stuðning við börnin og þétta innviðina m.a. þjónustu við aldraða. 

Eins og með Framsókn er hægt að fara yfir það að þeir hófu kosningabaráttunna og kynningu á henni og þegar þeir fengu ekki nægar undirtektir þá fóru þeir að tíma upp atrið úr stefnuskrá Samfylkingarinnar a.m.k. hef ekki skoðað hvernig þeir nýttu sér stefnu annarra flokka. 

Þannig hafa Sjálfstæðismenn um árabil lagst gegn því að frístundakort/styrkir til barna væru hækkaðir eða nýta mætti þá í fleiri en eina grein en viti menn - Síðustu vikur hefur þetta þróast hjá þeim úr að fjalla ekkert um það í að það þurfi að endurskoða þá! Og svo hefur þetta þróast áfram í það að nú eru þeir komnir upp í 54 þúsund svona til að toppa Samfylkinguna! Auðvita ágætt að menn vakni en er þetta trúlegt þegar flokkar hafa verið við völd í áratugi og ekki viljað breyta þessu í a.m.k. áratug. 

Eins gæti ég sýnt ykkur dæmi um þegar sjálfstæðismenn gleypa upp leiðir Samfylkingar við að kynna sig fyrir kosningar. Þannig koma þeir með sömu viðburði og videó alltaf nokkrum dögum eða vikum eftir að Samfylkingin hefur framkvæmt eitthvað.  Ég sýndi þetta í fyrri færslu með Framsókn og þetta er alveg eins. 

En lengst ganga þeir í að stela leturgerð sem Samfylkingin notar í öllum sýnum gögnum og hefur gert síðan 2013 m.a. man ég að það byrjaði á landsfundi. Þetta er sérstök leturgerð og það vekur furðu mína að Sjálfstæðisflokkur hafi ekki meira hugmyndaflug  en þetta.

 

_n_titils.jpg
 
 
xdrastr.jpg
 
Kópavogsbúar varist eftirlíkingar!
 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband