Leita í fréttum mbl.is

Nokkur góð ár án Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi! Er það til ofmikils mælst?

Af hverju að kjósa Samfylkinguna í Kópavogi ?

Finnst nauðsynlegt að fólk muni það að síðustu ár hefur Samfylkingin ásamt fleirum tekið nokkra slagi í bæjarstjórn Kópavogs sem hafa leitt til þess að hlutir hafa færst til betri vegar.  Allir Kópavogsbúar hljóta að muna eftir spillingarorðinu sem lág yfir Kópavogi. Við munum öll eftir fjölmiðlaumræðum þegar Samfylkingin hefur bent á tengsl t.d. velunnarra Sjálfstæðisflokks sem fengu án mikilar fyrirhafnar lóðir og verk í Kópavogi. Fyrirtæki jafnvel kjörinna fulltrúa fengu að margra mati óeðlilega mikið af verkum án útboða. Og jafnvel fjölskyldur kjörina fulltrúa fengu óeðlilega mikð af ýmsum verkum og úr varð mikil fjölmiðlaumræða. Þeir sem fóru fremstir í flokki Samfylkingarinnar þurftu að taka á sig hreinlega hatur frá Sjálfstæðismönnum og orðbragðið var ekki vandað í garð þeirra. En þau stóðu það af sér! Jafnvel málaferli!

 

Með því að vera dugleg að benda á þettta virðast ríkjandi flokkar láti að mestu af þessu og ekki þorað að hverfa til baka. Enda fundu þeir fyrir þessu í kosningunum 2010.

 

Samfylkingin ásamt fleirum tók við bænum þegar hann var næstum gjaldþrota 2010. Lögðust i mikla tiltekt sem Sjálfstæðismenn ásamt hækjum sínum hrósa sér nú af.

 

Ég má ekki til þess hugsa að sjálfstæðismenn og framsókn fái góða kosningu aftur og hverfi til fyrri iðju að hygla ættingjum og vinum. 

 

Því held ég að fólk ætti að horfa til fyrri kjörtímabila þegar Sjálfstæðismenn og Framsókn réðu hér um áratugi og muna hvernig þetta var hér í bæ.  Þegar að aðalmetnaðurinn var að þenja út bæinn minnir að þeir hafi verið farnir að láta sér dreyma um byggðir upp í Lækjabotnum. Byggðu iþróttahallir eða þurftu að taka þær fyrir vegna gjaldþrota ævintýramanna. Keyptu ónýt hesthús á okurvirði til að redda fjárfestum og svo mætti lengi telja. Fólk ætti að muna  að þetta skildi bæinn eftir i skuldasúpu!

 

Held að það sé Samfylkingunni að þakka að hér hefur þó orðið betri stjórnsýsla og vinum er ekki hyglað eins og var.  Þau hafa verið óhrædd að taka slagin og náð árangri.

 

Framsókn og Sjálfstæðismenn hafa sýnt það í kosningabaráttu sinni að þeir hafa engar hugmyndir varðandi velferð bæjarbúa heldur þurfa að fá þær lánaðar frá stefnskrá Samfylkingarinar.  Öll þeirra sýn snýst um að halda völdum og byggja bæinn upp í fjöll!

 

Er þá ekki betra að kjósa flokkinn sem er þó með frumhugmyndirnar

 

Ég set X við S


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband