Leita í fréttum mbl.is

Getur einhver skýrt þetta út fyrir mér?

Við vinnufélgarnir vorum að ræða um þessi Jöklabréf og Krónubréf. Við getum með engu móti skilið hversvegna að ríki og stór fyrirtæki erlendis eru að gefa út skuldabréf með 13,5% vöxtum í íslenskum krónum. Hver er hagur t.d. Austurríkis af þessum viðskiptum? Þeir eru að gefa út skuldabréf til 1-2 ára með 13,5% vöxtum í íslenskum krónum. Hver er þeirra hagnaður af þessu? Þegar þeir geta fengið lán annarstaðar á kannski 1% vöxtum. Við skiljum að menn séu sólgnir í kaupa þessi bréf því þetta er góð ávöxtun. En afhverju að taka lán með þessum vöxtum. Getur einhver skýrt þetta út fyrir mér? Hver er hvatin á bak við þessa útgáfu skuldabréfa?

Frétt af mbl.is

  Austurríska ríkið gaf út 25 milljarða jöklabréf
Viðskipti | mbl.is | 6.3.2007 | 17:09
Austurríska ríkið gaf í dag út 25 milljarða jöklabréf, þ.e. skuldabréf í íslenskum krónum. Landsbankinn er umsjónaraðili útgáfunnar og sölutryggir jafnframt bréfin. Fram kemur í Vegvísi Landsbankans, að útgáfan sé næst stærsta jöklabréfaútgáfa frá upphafi og þetta sé í fyrsta sinn sem Landsbankinn hafi umsjón með útgáfu jöklabréfa.
Lesa meira


mbl.is Austurríska ríkið gaf út 25 milljarða jöklabréf
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Elfur Logadóttir

Það er nefnilega málið, menn gera ráð fyrir því að krónan veikist, það sé bara spurning um hvenær.

Miðað við gengi dagsins hefur skuldabréfaútgáfan gefið þeim sirka 280 milljón evrur í vasann (evran á 89 krónur). Gefum okkur að krónan veikist og evran kosti 95 krónur eftir eitt ár þá þurfa þeir einungis að greiða 263 milljón evrur til baka til þess að hafa dekkað höfuðstól bréfanna. 

Sex krónu hækkun á evrunni dugir reyndar ekki fyrir 13,5% vöxtum, en spákaupmennska sem þessi gerir ráð fyrir mun meira falli á krónunni en það. Eins og fram kemur í fréttinni er þetta endurnýjunarbréf, þ.e. þeir voru með skuldabréf sem þeir gáfu út fyrir ári síðan og ætluðu að greiða upp núna með gengishagnaði en þar sem krónan hefur enn hangið styrkari en menn áttu von á, væntanlega vegna kosninga, endurnýja þessir aðilar skuldabréfin til 12 mánaða í viðbót. 

Menn eru nefnilega ennþá að veðja á að krónan hrynji, þó svo það gerist ekki fyrr en eftir kosningar. 

Elfur Logadóttir, 7.3.2007 kl. 19:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Sept. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30          

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband