Leita í fréttum mbl.is

Alveg er þetta ömurlegt.

Afi barns er að gera barnabarni sínu þetta og gerir sér ekki einusinni grein fyrir því að hann sé að gera eitthvað rangt. Þetta er bara sorglegt.

En eitt vekur spurningu hjá mér óháð þessu máli. Þ.e. þegar börn fá greiddar bætur fyrir svona , afhverju foreldrum er greiddir þessir peningar. Ég veit að flestir náttúrulega gæta þessara peninga fyrir börnin sín, en ekki víst að allir geri það. Finnst jafnvel að slíkar bætur ættu að leggjast inn á sér reikning í umsjón fjárhaldsmanns sem tryggði að barnið nyti þeirra eða að ávaxta þá þar til barnið næði 18 ára aldri.

Frétt af mbl.is

  Dæmdur í fangelsi fyrir kynferðisbrot gegn barnabarni
Innlent | mbl.is | 7.3.2007 | 12:40
Héraðsdómur Norðurlands eystra hefur dæmt karlmann á áttræðisaldri í 15 mánaða fangelsi, þar af 12 mánuði skilorðsbundið, fyrir kynferðisbrot gegn sonardóttur sinni. Maðurinn var einnig dæmdur til að greiða foreldrum stúlkunnar, fyrir hennar hönd, 850 þúsund krónur í bætur auk sakarkostnaðar.


mbl.is Dæmdur í fangelsi fyrir kynferðisbrot gegn barnabarni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

"Við ákvörðun refsingar var m.a. tekið tillit til játningar mannsins og þess að hann er ellilífeyrisþegi. " Var tekið tillit til þess að hann var AFI barnsins!

Maður þorir ekki einu sinni að hugsa til þess hvað er þessi "maður" er búinn að ástunda á yngri árum!

Magnús Þórarinsson (IP-tala skráð) 7.3.2007 kl. 14:19

2 identicon

Vonandi eru bæturnar notaðar til að borga sálfræðingum sem aðstoða barnið við að vinna úr þeim áföllum sem það hefur orðið fyrir.  Það held ég að sé hugsunin með bótum.  Peningar einir sér hjálpa ekki.

Þóroddur

Þóroddur (IP-tala skráð) 7.3.2007 kl. 16:18

3 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Það er einmitt það sem ég vill tryggja að þeir séu notaðir í þágu barnsins og eingöngu en ekki til frjálsra afnota fyrir foreldra. Og þó vill ég taka fram að ég hugsa svona yfirleitt sé það gert en samt velti ég þessu fyrir mér þ.e. hvort sé hægt að tryggja það?

Magnús Helgi Björgvinsson, 7.3.2007 kl. 16:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband