Leita í fréttum mbl.is

Eru þetta skynsamlegar ráðstafanir? Eða þurfa þeir að arðræna okkur vegna aukins kosnaðar erlendis?

Það er alveg augljóst að bankarnir eiga erfitt með allt þetta fé sem streymir til þeirra. Þeir verða að koma því út í ávöxtun og hverjir eru betri til þess en kaupóðir Íslendingar. Sama hversu dýrt húsnæðið er það er bara tekið 100% lán. Síðan er annað lán tekið til að rífa allar innréttingar út til að setja inn pólitískt réttar innréttingar eins og fólk hefur séð í blöðum eða Innlit útlit.  Svo er bara að ná sér í bíl á kaupleigu svo að maður sé á flottari bíl en Jón í næsta húsi. Utanlandsferðir kannski 2. Eina yfir sumarið og hina um Jólin. Allt tekið að láni og bankinn glaður því að annars sæti hann uppi með peninga sem ávöxtuðu sig lítið.

Önnur frétt í dag segir að að munur á því sem að fyrirtæki og bankar hagnast erlendis og því sem þeir fjárfesta þar er mjög óhagstæð. Eða ein og segir í fréttinni.

Sérstaka athygli veki hve stórt hlutverk halli á þáttatekjum hafi í þessu sambandi en það sé mismunur á fjármagnstekjum og fjármagnsgjöldum Íslendinga í útlöndum. Árið 2005 hafi fjármagnskostnaður Íslendinga erlendis verið um 37 milljörðum meiri en fjármagnstekjur en á síðasta ári hafði hins vegar þáttatekjuhallinn risið upp í 104 milljarða.

Kaupþing segir, að aukningin komi aðallega fram á síðari hluta ársins og skýrist að miklu leyti af hærri vaxtagjöldum vegna aukinnar skuldsetningar Íslendinga erlendis og hærri vöxtum á heimsmarkaði. Á móti þessum lið ætti hins vegar að koma arðsemi af fjárfestingum erlendis sem lánin fjármagni og megi sjá, að liðurinn tekjur af ávöxtun hlutafjár hafi einnig tekið kipp upp á við á síðustu fjórðungum sem og vaxtatekjur. Samt sem áður sé mismunur á tekjum og gjöldum rúmlega 100 milljarðar á liðnu ári.

Og því er nauðsynlegt fyrir bankana að halda að fólki lánum og hvetja á allann hátt fólk til að taka hærri lán verðtryggð með og með háum vöxtum því þá græða bankarnir á vöxtum og verðtryggingunni því þeirra lán eru ekki verðtryggð. Þetta verða þeir að gera til að geta vegið upp á móti auknum fjármagnskosnaði erlendis.  Og á endanum vaxa skuldirnar okkur yfir höfuð og bankarnir eignaast Ísland.


mbl.is Kaupþing auglýsir ný íbúðalán á morgun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband