Leita í fréttum mbl.is

Fyrrum framsóknarmaður um þetta mál: Leikrit!

Las eftirfarandi inn á www.kristinn.is

En niðurstaðan varð sem sé að málið skildi liggja og framsókn sætti sig við það. Þess vegna er þetta sjónarspil nú. Leikurinn er sá að fá almenning til þess að halda að framsókn hafi viljað efna loforðið en sjálfstæðismenn staðið gegn því. Einstakir leikarar hafa að vísu ofleikið sitt eins og Siv Friðleifsdóttir sem hótaði óvart stjórnarslitum og sú replikka í leikritinu hefur valdið óróa í báðum stjórnaflokkum.

Nú er verið að leita að leið út úr málinu. Það gengur ekki lengur að gera ekkert, sérstaklega eftir stjórnarslitahótunina. Spurningin er hvernig verður lendingin. Bandaríkjamenn segja gjarnan við álíka aðstæður: follow the money. Það mætti alveg eins segja finnið helstu fjárhagslegu hagsmunaaðilana.

Í þessu stóra og langvarandi deilumáli um forræði og yfirráð yfir fiskveiðiheimildunum hafa hagsmunaaðilarnir lengi verið mjög sýnilegir og beitt sér, kvótaeigendurnir. Áhrifamestu hópur þeirra er LÍÚ og hann hefur mikil ítök í báðum stjórnarflokkunum. LÍÚ réði niðurstöðu um sjávarútvegsstefnu Framsóknarflokksins á sínum tíma, árið 2001, þegar um þau mál var tekist. Síðan þá hefur LÍÚ lagt mikið kapp á að fá viðurkenndan einkaeignarrétt útgerðarmanna að veiðiheimildunum.

Það er mín sannfæring að útgerðarauðvaldið í báðum flokkum hafi náð að drepa auðlindaákvæði stjórnarsáttmálans og það sé mikil einföldun að kenna Sjálfstæðisflokknum einum um. Þegar rennur upp fyrir mönnum hvað verður mikill órói vegna þessara vanefnda, sérstaklega innan Framsóknarflokksins hefst sjónarspilið.

Mér finnst líklegast að stjórnarflokkarnir ætli sér að koma fram með tillögu að ákvæði í stjórnarskrána sem ekki kveður afdráttarlaust um eignarhald þjóðarinnar að auðlindinni og að auki þrengir möguleika Alþingis frá því sem nú er til þess að breyta kvótakerfinu eða afnema það. Með öðrum orðum nota sjónarspilið til þess að þjóna hagsmunum LÍÚ en undir öðru yfirskyni. Svo má benda á að á bak við kvótaeigendurna eru bankarnir.


mbl.is Geir segir enga niðurstöðu komna í auðlindamálið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband