Leita í fréttum mbl.is

Ég held að fólk ætti nú ekki að fara á hliðina yfir þessari könnun

Mér finnst að fólk ætti að bíða rólegt eftir næstu könnun Moggans og Rúv því þessar kannanir Blaðsins eru út í hött. t.d. finnst manni óeðlilegt að Sjálfstæðisflokkurinn hoppi allt í einu upp í 43% og fleira. Held líka að könnun þar sem aðeins um 500 af 800 svara og þar af eru þriðjungur óákveðin  og 7% segjast ekki ætla að kjósa, sé ekki marktæk. Þannig að ég sem Samfylkingarmaður er ekkert stressaður yfir þessu.

Sjálfstæðisflokkurinn mælist með 42,8% fylgi, Framsóknarflokkurinn með 9% og Frjálslyndi flokkurinn með 6,1%. 800 tóku þátt í könnuninni þar sem skipting var hlutfallslega jöfn milli kynja og eftir kjördæmum. 31,3% voru óákveðin og 7% sögðust hlutlaus, þ.e. að þau ætluðu ekki að kjósa, skila auðu eða jafnvel kjósa flokka sem ekki eru í framboði til Alþingis.

Finnst alveg makalaust að blað sem vill láta taka sig alvarlega birti svona óvandaða könnun. Svona könnun getur aldrei mælt nema tilhneigingar en niðurstöður hljóta að vera +/- 6% að minnstakosti þannig að þeir hefðu kannski átt að gefa þetta upp svona:

Sjálfstæðisflokkurinn frá svona 36 til 42%

Samfylkingin frá 12 til 24%

Framsókn frá 5 til 15%

Frjálslyndir frá 1 til 11%

Vg frá 17 til 29%

Eins og sjá má er þetta vitt bil og með engu hægt að taka mark á þessu.

Svona voru niðurstöður Blaðsins fyrir mánuði eða 6 febrúar.

Skoðunarkönnun Blaðsins 6 febrúar


mbl.is Vinstri-grænir með 23,6% en Samfylking 18,5%
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband