Leita í fréttum mbl.is

Pólitíkin í Bandaríkjunum er bara ekki í lagi.

Var að lesa eftirfarandi á síðunni hans Egils Helgasonar í dag og mikið er ég sammála honum:

Oft er maður steinhissa yfir því hvað pólitíkin í Ameríku er á lágu plani. Nú er hinn bráðefnilegi Barak Obama búinn að læra að beygja sig undir gyðingalobbíið. Í ísraelska dagblaðinu Ha´aretz stóð að hann hefði "tekið jafn sterkt til orða og Clinton, sýnt jafn mikinn stuðning og Bush og verið jafn vinsamlegur og Giuliani". Áheyrendur við þetta tilefni voru auðugir gyðingar.

Obama sagði að hann vildi að haldið yrði áfram að þróa eldflaugakerfi með Ísraelsmönnum svo þeir gætu varist árásum frá Gaza. Þar hafa Palestínumenn náttúrlega feikilegt vopnabúr! Ekki hafði hann uppi eitt gagnrýnisorð á Ísrael - nefndi ekki að Ísraelar drápu 660 Palestínumenn í fyrra, þar af 141 barn.

En svona telja bandarískir stjórnmálamenn sig þurfa að gera ef þeir ætla að eiga von á að ná kosningu sem forseti. Hillary Clinton hefur margoft lýst yfir eindregnum stuðningi við Ísrael - og komið með margar heimskulegar og óheiðarlegar staðhæfingar af því tilefni.

Það má vera að þetta sé hinn pólitíski veruleiki vestra. En ómerkilegt er það.

Á sama tíma les maður í fréttum að farið sé að gera aðsúg að mannvininum Jimmy Carter, fyrrverandi forseta, bara af því hann hefur farið til Palestínu og séð ástandið með eigin augum. Um þetta hefur Carter skrifað bók þar sem hann segir sannleikann - nefnilega að Ísrael er ofbeldisinnað apartheidríki sem beitir alls konar óþverrabrögðumtil að leggja undir sig land Palestínumanna.

Það er staðreynd sem ekki er hægt að komast undan.

Svo les maður annað veifið þvælu um að andsemítismi færist í vöxt á Vesturlöndum. Jú, kannski gerir hann það. En þá fyrst og fremst sá andsemítismi sem beinist gegn þeim sem eru af arabaættum.

Frétt af mbl.is

  Mótmæli gegn Jimmy Carter
Erlent | AP | 8.3.2007 | 21:12
Fyrrum forseti Bandaríkjanna Jimmy Carter heldur fast í... Jimmy Carter fyrrum bandaríkjaforseti heldur fast í þá skoðun sína að Ísraelar kúgi Palestínumenn á Vesturbakkanum og Gaza og stefni á að ná yfirráðum á löndum þeirra þrátt fyrir þá úlfúð sem ummælin kölluðu yfir hann.Carter hélt þessu viðhorfi sínu fram í bókinni Palestína: Frið ekki Apartheid og varð það til þess að 14 meðlimir í ráðgjafanefnd stofnunar hans, Carter Centre hættu störfum og hörð gagnrýni heyrðist bæði frá félögum hans í Demókrataflokknum og frá félagasamtökum gyðinga í Bandaríkjunum.


mbl.is Mótmæli gegn Jimmy Carter
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband